Alþýðublaðið - 31.07.1957, Page 7

Alþýðublaðið - 31.07.1957, Page 7
Miðvikudagur 31. júlí 1957 AlbÝSublaSV* 7 Oslo, sunnudaginn 14. ji'ilí. SÍMINN HRINGIR kl. 7.30 að morgni og vekur mig. Það er glaðasólskin úti fyrir gluggan- um. Ég nudda stírurnar úr aug- unum og stekk fram úr rúminu. •— Bölvaðir ekki-sen morgun- hanar hugsa ég, og tek símann. ,,Hans Sundrönning hérna megin. Góðan daginn“, er sagt í símann. „Veðrið er dásamlegt, við komum og sækjum þig klukkan ? . . . Er það ekki á Frognervegen 29?“ ,.Jú, alveg rétt. Þökk fýrir . . Góðan daginn vildi ég sagt hafa“. — og samtaiinu er lokið. Eg hraða mér í fötin, raka mig og þvæ — allt í mesta flaustri . . . Jú, það er ekki um að villast, sólin skín í dag — dá- samlegt veður, eins og Sund- rönning hafði sagt. — Kvöldið áður hafði þó verið dunandi rigning, og ég hafði lagt mig til svefns í þeirri fullvissu, að ekk- ert yrði úr þessu ferðalagi, því að sjálfsagt myndi rigna áfram. Og hvert var nú annars ferð- ínni heitið? Upp að Storsjöen í Heiðmörk, um 100 km. ieið frá Osio, hafði Hans Sundrönning sagt daginn áður, þegar hann bauð mér í þessa ferð með þeim fyrirvara: „ef veður leyfir“. Þá hafði Káre Wiíhelmsen folaðamaður við Arbeiderbladet yknnt mig fyrir Hans Sundrönn Ing niðri í ráðhúsi, en Sund- rönning er einn af bæjarfull- trúum Osloborgar, og formaður Álþýðuflokksins í Oslo. Er við tókum tal saman, rifjaðist það raunar upp fyrir okkur, að við höfðum hitzt í Oslo tvisvar sinn um áður, árið 1949 og aftur 1950. Nú sagði Sundrönning mér frá því, að hann ætti í vænd- um að koma til íslands í ágúst í sumar, og langaði sig mest til að geta fengið að fljúga með hinum nýjuViscoúntvélumFlug félagsins, sem ekki væru nema hálfan fjórða klukkutíma milli Oslo og Reykj avíkur. Önnur ósk sír. í sambandi við þessa ferð 1 væri að sjá Þingvelli og Gull- j foss, og í þriðja lagi fýsti sig j að koma að laxveiðiá, þar sem j sly ngur veiðimaður væri að fást' við „þann stóra“. I Eitthvað af þessum óskum ! hans rætast áreiðanlega. Að: minnsta kosti er trúlegt, að! hann fái að koma til Þingvalla i og Gullfoss; fyrir því mun borg i arstjórinn í Reykjavík sjá, en erindi Sundrönnings hingað er að sitja höfuðborgaráðstefnu Norðurlanda, sem haldin verður í Reykjavík dagana 17.—19. ág- úst. Hluti af tjaldbúðum Framfvlkingarinnar við Storsjöin Ingölfur Kristjánssqn: 1 um með börnunum þessa tíu daga. Þarna í tjaldbúðunum átti , Sundrönning og kona hans tvær ! dætur, og Ekbergshjónin eina j dóttur, og voru þær allar ánægð ar með dvölina enda þótt ekki hefði viðrað upp á það bezta til útilegu síðustu dagana. Þessar tjaldbúðir voru eins ! og lítið, vel skipulagt þjóðfé- lag, þar sem kjörorðið var sam- : hjálp og samábyrgð. Var svæð- inu skipt niður í ,,bæi“, sem j hver um sig hafði sinn borgar- stjóra — og þarna var póst.hús, sjúkrahús og aðrar stofnanir, sem tilheyma hverju þjóðfélagi . — og vissulega var ekki van- , þörf á sjúkrahúsinu, því að bar 1 lágu nokkur börn með rauða II. Eg var auðvitað tilbúinn klukkan 8, þegar Sundrönning og kona hans komu. Úti í bíl biðu önnur hjón, Ekberg og kona hans, en Ekberg þessi er fulltrúi í bæjarskrifstofunum, og er sá hinn sami, er leiddi Jens Guðbjörnsson hér um árið í allan skilning um stofnun og rekstur íslenzkra íþróttaget- rauna. Var nú lagt af stað út úr foorginni. og er rúmlega hálf- tíma akstur út fyrir bæjartak- mörkin. Síðan var ekið um hin- ar fögru sveitir í grennd við Oslo, þar sem bændabýli eru á foáðar hend.ur og vingjarnlegar sveitakirkjur með ótrúlega stuttu millibili, enda er guð- rækni þarna í meira lagi; og komst ég áþreifanlega að raun um það síðar — og bitnaði þetta þó aðallega á maga mínum. Eins og gefur að skilja hafði ég engan tíma til þess að fá mér kaffisopa eða nokkra hressingu, áður en ég var sóttur um morg- uninn, og fann nú til átakanlegr ar svengdar, er við höfðum ekið spölkorn frá borginni. Eg hafði orð á því, að gott væri að fá sér kaffisopa, þegar komið væri að einhverjum greiðasölustað, og sagði Ekberg að nóg væri af greiðasölustöðum á leiðinni. Og brátt komum við að þeim fvrsta, — en þar var lokað. Klukkan var þó langt gengin í tíu, svo að fólk hlaut að vera komið á fætur, en þar sást eng- in hrevfing. Við ókum því enn um stund, þar til okkur bar að öðrum veitingastað, en þar var sama sagan: lolcað! Og enn ók- um við. Á þriðja greiðasölu- staðnum var fólk á rjátli, en þar var ekki að fá vott né þurrt. Og hér fengum við skýringuna. Það stóð yfir messutími í sókn- inni, og meðan var bannað að I selja veitingar, og' yfirleitt væri j litið á alla höndlun sem argasta j guðlast um hámessutímann, ' sagði sá fróði maður, sem fyrir svörum Varð á hlaði úti. Við urðum því að halda þarna frá við svo búið, og ókum nú langan spöl, — og höfðum lík- j lega verið komin inn í aðra sókn, eða þá að við höfðum hitt þar fyrir magnaða heiðingja, því að þarna var okkur seldur beini! Þetta var á gömlu herra- setri í Heiðmörk, og hafði hús- inu verið breytt í veitingahús. Þarna pöntuðum við okkur brauð og kaffi og létum færa okkur út á hlað; vildum heldur sitja þar við borð í sólskininu, en inni í dimmum stofum herra setursins, en meðan við biðum eftir kaffinu fórum við öll í ,.stikk“ okkur til afþreyingar, og notuðum til þess steinvölur, sem við fundum á hlaðinu. Eftir kaffið og brauðið, varð maginn miklu ánægðari en áður — og ég held jafnvel, að sveit- in hafi orðið fegurri í augum mínum en meðan hungrið þjak- aði mig. Litlu síðar ókum við af aðal- bjóðveginum, sem hingað til hafði verið malbikaður, en þeg- ar beygt var inn á hreppaveg- inn unp með Stórsjó, sleppti malbikinu og við tók malarveg- ur, eins og þeir tíðkast hér heima. með þeirri undantekn- ingu þó. að eitthvert bindiefni var í mölinni. þannig að rykið þvrlaðist ekki eins og aska, og bíilinn var jafn gljáfægður og hreinn þegar komið var á leið- arenda og þegar lagt var af stað. III. Þegar lagt var af stað, vissi ég satt að segja ekki, hver til- Nokkur börn við inngönguhliðið til tjaldbúðanna. gangurinn var með þessari ferð: i hunda, og hafði hjúkrunarlið- hélt að þetta væri eins og hvert j ið nóg að gera að sinna þeim. annað sunnudagsferðalag, ein- j Þegar við komum í tjaldbúð- ungis til þess að skoða landið ! irnar, var liðið framundir há- og njóta sumarblíðunnar. En degi, og stóð fyrir dvrum að það var ekki einungis þetta. Á snæða hádegisverð, Unglingarn ir voru flestir léttklæddir, en þó í bláum treyjum, en það er einkennisbúningur Framfylk- ingarinnar. Fyrsta manneskjan, sem við hittum þarna var frú Gerhardsen, sem kom á móti okkur niður stiginn frá tjald- búðunum og bauð okkur vel- komin. Var hún klædd stuttbux um og eins og unglingarnir í stað einum við Stórsjó voru nefnilega tialdbúðir „Fram- fvlkingarinnar" æskulýðssam- taka Alþýðuflokksins, og þar dvöldu nú rúmlega 500 Osloar- börn og unglingar, og höfðu ver ið þarna í tíu daga útilégu. Þarna voru líka ungmenni frá Stafangri, Kristjanssund, Þránd heimi og víðar að úr Noregi, og smágestahópur frá Danmörku Ingólfur Kristjánsson. og Svíþjóð. Til slíkra lands- móta eða útilegu efnir norski Alþýðuflokkurinn, eða ung- hreyfing hans á hverju sumri, en vngstu liðsmenn unghreyf- ingarinnar eru í „Framfylking- ur.ni“, en leiðtogi hennar og eins konar verndari er frú Ger- hardsen, kona Einars Gerhard- sen forsætisráðherra, og hafði hún dvalizt þarna í tjaldbúðun- blárri treyju, en berfætt og skó laus. Hafði rignt mikið daginn áður, svo að töluvert var blautt um í tjaldbúðunum. Fólk gekk því annað hvort í stígvélum eða berfætt, og sagði frú Gerhard- sen, að sér fyndist miklu ein- faldara að vera berfætt; — það væri auðveldara að þvo sér um fæturna, en þurfa að þvo bæði skó og sokka! Og þarna gekk hún um meðal „barnahópsins síns“, greiddi úr vandamálum þeirra, sem ein- hverja aðstoð þurftu með, og tók þátt í störfum umsjónar- fólksins, en með hverjum flokk, eða ,,bæjarfélagi“ er sérstakur sveitarforingi, stúlkur eða pilt- ar. Var nú tekið að bera á ,,borð“ undir berum 'nimni í skóginum, og leiddi hver borgarstjóri sitt lið afsíðis inn í skóginn, en þang að var komið með stóra mjólk- urbrúsa fulla af súpu, og blikk- kassa með kjötbollum, sósu og grænmeti, og hver fékk skammt að á sinn disk. Einstaka hraust- legur strákur nöldraði yfir því, er hann hafði lokið sínum sex kjötbóllum, að hann væri svang ur, og þetta væri fjári lítið, sem þeir fengjuj að borða! En stúlk- urnar, sem voru neyslugrennri og fundu til með mathákunum, gáfu þeim það, sem þær gátu ekki torgað. IV. Þegar þetta fimmhundruð manna þjóðfélag hafði borðað nægju sína — og hafði gengið til starfa sinna og leikja, — var gestunum boðið að borða þarna úti í guðsgrænni náttúr- unni milli trjánna. en á eftir hoifðum við á leiki tjaldbúð- arfólksins; drengirnir breyttu þar margvísiegar íþróttii', knatt leiki og fleira. og stúlkurnar iðkuðu leiki við sitt hæfi. All- stór hópur bæði drengja og telpna gat þó ekki tekið þátt í leikjunum; höfðu þau skvldu- störfum að gegna — að þvo upp og taka til á matstaðnum í skóg inurn; en hverjum fyrir sig bar að auki að hugsa um sitt tjald og viðleguútbúnað, og var ekki all lítill metnaður milli „bæj- anna“, að snyrtimennska og um h'iða öll skaraði fram úr ná- j grannabænum. Yfirleitt virtist þarna ríkja stjórnsemi og reglu j semi í hverri grein. I tjaldbúðunum var gefin út fjölritað dagblað. og voru helztu fréttir blaðsins þennan dag: nevðarástand í tjallbúðunum í steypiregni daginn áður. Þá munaði minnstu, að allt færi á flot, og vatnið rynni inn í tjöld- in Umsjónarfólkið hafði nóg að starfa við að grafa skurði og rásir milli tjaldanna, og hug- hreysta þá, sem böl vætunnar ætlaði að buga. En í dag voru allir glaðir og ánægðir og raun- ir gærdagsins næstum gleymd- ar. Nú var viðrað og þurrkað við hvert tjald; á hverju stagi héngu svefnpokar til þerris, bux ur, sokkar, sk.yrtur og önnur plögg. Um miðjan daginn var haldin útisamkoma með fjölbrevttri dagskrá skammt frá tjaldbiiða- svæðinu, en stað þennan á æskulýðshreyfing Alþýðuflokks ins þarna í héraðinu, og komu hundruð manna úr sveitinni, bæði fullorðnir og börn til þess að vera viðstaddir samkomuna. Þarna sungu hin 500 bláklæddu ungmenni glaða og hrífandi söngva, auk þess sem margt fleira var til skemmtunar. Þá flutti frú Gerhardsen snjalla ræðu, og beindi einkum orðum sínum til æskunnar, hvatti hana til dáða og drengskapar, og minnti á hlutverk hennar í þjóð lífinu — kvnslóðarinnar, er ætti að erfa landið og skila því fram á leið í hendur hinna næstu. V. Dagurinn var að kvöldi kom- inn, áður en við vissum af. og klukkan að ganga 9 kvöddum við þetta litla þjóðfélag æsku- lýðsins uppi við Stórsjó, og ók- um aftur til Osloar. Sólin var farin að lækka á lofti og sló eullnu gliti á trjátoppana. Messutíminn var líka löngu lið- inn, og nú voru engin helgí- sp.jöll lengur að fá sér hress- ingu á greiðasölustöðunum með fram þjóðveginum, enda var þar nú fleira um manninn, en er við ókum framhjá þeim um. morguninn. Um kvöldið klukk- an hálfellefu komumviðtilborg arinnar aftur. Ánægjulegur dag ur var á enda og gott að hvílast. Og það var líkast því, er maðux lagði sig á koddann og lokaði augunum, að maður hefði verið í bláberjaheiði — fyrir augum manns svifu eintómir bláir flekkir — bláu treyjur ungling- anna í Framfylkingunni. I. K.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.