Alþýðublaðið - 24.08.1957, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.08.1957, Blaðsíða 5
Laugardagur 24. ágúst 1957. Alþýgublaglg ÞANN 26. júlí síðastliðinn var efnt til nýstárlegrar kapp- siglingar í Danmörku og Nor- egi. Klukkan tíu árdegis lögðu skólaskipin „Danmark, frá Dan- mörku og „Christian Radich" frá Noregi af stað frá Skagarifi til Arendal og skyldi kappsigl- ángunni Ijúka við Túnsberg við mynni Oslófjarðar. Bæði eru skip þessi þrísigld seglskip, af hinni gömlu og iræg'u „klippergerð", en klipp- erarnir voru stærstu skip, er ¦undir seglum gengu; einkum aotaðir á langsiglingum á öld- inni sem leið og nokkuð fram yfir aldamótin, til dæmis voru það „klipperar", sem voru í för- tom milll Bretlands og Kína óg ' Indlands og Ástralíu, Bretlands ©g Vesturheims og Bandaríkj- anna og Suðurhafseyja í þann tíð. Voru skip þessi búin geysi- miklum seglum og skriðmikil ogeru tl ógrynnin öll af sög- um um kappsiglingar þeirra á milli í gamla daga. Skipstjórar þeirra voru yfirleitt annálaðir sægarpar og um leið hörkutól; jbá voru- kappsiglingarnar ekki neitt stundargaman, því að þeim körlum þótti ekki taka því að keppa á skemmri leið en frá Bretlandi til Indlands, —- frá Humber til Kalkútta og heim aftur, — og var bardaginn um metin sízt vægari þá en nú. Að minnsta kosti einn kunnur ís- lenzkur sjómaður sigldi um skeið með „klipperum"; Svein- björn heitinn Egilsson segir frá því í sjóferðasögum hans. Hvorugt þeirra skipa, sem hér wm ræðir, verður talið með stærstu klipperum. „Danmark" er 784 rúmlestir, „Christian Radich" 676. Um borð í Dan- mark" eru 120 sjómannaskóla- nemendur, en 60 um borð í því norska. Bæði skipin eru búin hjálparvélum, það danska 250 hestafla, það norska 155 hest- afla. „Danmark" var smíðað 1932 og er byrðingurinn úr stáli. „Christian Radich" var byggt árið 1937. Á styrjaldarárunum var „Danmark" í Bandaríkjun ixm og notað sem skólaskip á vegum sjóhersins. Kappsigling þessi vakti að sjálísögðu mikla athygli í báð- um löndum og var ýrnsu spáð ö'm úrslitin. „Danmark" var stærra skip en það norska. en ekki var það taíið ráða miklu; töldu margir að það mundi ráða meiru um úrslitin að nemend- urnír á „Danmark"höfðu ekki fyrr út á haf komið, én hins vegar höfðu þeir norsku siglt sínu skipi til Skotlands og heim aftur, og hreptt slæmt veður aðra leiðina. Þeir voru sem sagt vanari en þeir dönsku og kunnu betur að aka seglum, en þeir dönsku voru fleiri. „Danmark" hefur stærri seglflöt en „Christ- ian Radich", og getur skriðið 13,6 hnúta þegar bezt lætur, en hið norska er nokkuð hrað- skreiðara, ekki eins þungt í vöf- um og það danska og talið láta fyrr að stjórn. Þegar á allt var litið var því ekki gott að spá neinu um úrslitin. ÚR SÖ'GU KLIPPER- SKIFANNA. Svo er sagt að Bandaríkja- menn hafi „fundið upp" þessa gerð seglskipa í Frelsisstríðinu 1776—83, en þá reið á að hafa yfir að ráða hraðskreiðum skip- um til þess að brjóta hafnbönn og elta uppi einstök óvinaskip. Þá tóku Bretar að byggja klipp- era nokkru síðar, fyrst og fremst til teflutninga frá Kína til Bretlands. En talið er að Bandaríkjamenn hafi upphaf- lega haft hin hraðskreiðu her- skip Frakka til fyrirmyndar að klipperum sínum. Mestri fullkomnun náði þessi skipagerð um 1850 þegar gull- æðið varð þess valdandi að miög var sótzt eftir skipum, sem far- ið gátu á sem skemmstum tíma leiðina suður fyrir Afríkuodda S'einna voru smíðaðir'svoneínd- ír hálfklipperar, og svipar tveim fyrrnefndum skipum öllu meira til þeirra. Voru þeir fullt eins hraðskreiðir og eldri gerðin, gátu siglt allt að átján hnútum, Hraðskreiðustu, vélknúr.u farm skipin af 3000 smálesta stærð- inni, geta náð allt að 15 hnúta hraða. Saga klipperskipann er ekki löng, en því frægari að afrek- um. Enn er Íjómi um nafn margra þeirra í sjófér'ðasög- unni. Eitt sinn var hörð kapp- sigling frá: Kína til Bretlands, milli teflutningaskipanna, það skip, sem fyrst yrði í höfn í Lundúnum skyldi fá í verðlauu eitt sterlingspund á hverja smá- lest. Þegar á leið varð úrsiita- keppnin á milli klipperskipsins „Lord of Isles" og litla bar.da- ríska barkskipsins „Maury", sem lagt hafði af stað fjóru.m Lífeyrissjóðsréftindi farmanna í ónustu Eimskipafelags Islan SMÆLKI yiAN ÓR HEIMI STEINSUGUR NOTABAR VIÖ RANNSÓKNIR Á VEIKINDUM í INNRA EYRA VIÐ læknadeild Michigan- Mskóla í Ann Arbor, Michi- gan, Bandaríkjunum, verður ínnan skamms farið að nota steinsugur við rannsóknir á •veikindum í innra eyra. Steinsugan er sjávardýr, sem lifir á öðrum fiskum. Gerð innra eyra hennar er frumstæð og mjög ólík innra eyra manna. En frmurnar í innra eyra henn- ar eru mjög svipaðar og í mönn iim. Meginkosturinn við notk- un steinsuga við rannsóknir er sá, að auðvelt er ná til innra eyrans. í öllum öðrum verum, bæði mönnum og dýrum, mynd ar hauskúpa úr beini varnar- umgjörð utan um innra eyrað, en af því leiðir, að erfitt er að komast að því og rannsaka það. MUN SENNHÆGA DRAGA Virginia Sorensen hlaut fyr ir nokkur Newbery-orðuna fyr ir bókina „Miracoles on Maple Hill"i, sem var kjörin bezta barnabók ársins. Fyrsta barna bók hennar,. „Curious Missie", kom út árið 1953. Áður hefur hún skrifað fimm skáldsögur fyrir fullorðna og hlotið mikið lof fyrir. Einnig hefur hún hlot ið tvo Guggenheimstyrki. ÚR SKIPAÁREKSTRUM skip hefur verið framleitt hjá fyrirtæki einu í Bandaríkjun- Framhald á 3. sí(ðu. sólarhringum seinna, en fór tíu mínútum á undan „Lord of Isl- es" fyrir Gravesend. Verðlaun- in voru engu að síður af því höfð með brellum:; skÍDStjórinn á „Lords of Isles" hafði séð svo um að hraðskreiðasti dráttar- báturinn. sem völ var á, yrði sendur til móts við hann, og fyr- ir bragðið varð skip hans aðeins á undan því bandaríska að hafn arbakkanum, — og var óskap- lega fa.<?nað af mannfiölrlannm. KAPPSIGLINO THERMO- PYLAE' OG ,CUTTY SARK'. Fræ?asta kappsiglinp teflutn ingaskmanna varð milli skin* anna „Thermopylae" og „Cutty Sark". Hið fyrrnefnda var talið fullkomnasta skin til siglinga, qem um höf hafði farið: bað var byggt í Amsterdam árið 1868, og var hveriu herskipi hrað- skreiðara. Ekki var „Cutty Sark" þó ósamboðinn keppinaut ur. en það skin var byggt í Dum barton, árið 1869, og þótti jajfn- vel öllu rennilegra en hið fyrr- nefnda. Vitað var að það hafði siglt 17x/2 hnút á vöku. Árum saman höfðu menn beð ið þess með eftirvæntingu að þessum tveim skipum lenti sam an í kappsiglingu, og árið 1872 gerðist það, að þau lögðu bæði aí' stað á sama degi frá Shang- hai, eða þann 21. júní. Enda þótt fréttir bærust ekki jafn hratt um veröldina í þann tíð, leið ekki á löngu áður en þetta varð víða kunnugt, og var fylgzt af áhuga með sigingu keppinaut anna tveggja. Svo jöfn voru skipin á leið- inni um Kínahaf að þau fóru á víxl hvort fram úr öðru. Þann 26. júní var „Cutty S'ark" á und an, en tveim dögum seinna var „Thermopylae" komið 6 mílur á undan. Við miðjarðarlínu var „Cutty Sark" komið 8 mílur fram úr, og þann 17. júlí var það enn dálítið á undan inn á Gasparsundið. Tveim dögum síðar var „Thermopylae" komið 2V2 mílu fram úr, en þegar kom á svæði suðvestanvindanna komst „Cutty Sark" alllangt á undan. En í ágústbyrjun gerði byrleysi, og þegar vestlægur vindur með þungum sjó rann á skömmu síðar brotnaði stýri „Cutty Sark" og tafðist skipið við það í sex daga. Samt sem áður kom það til Lundúna ékki nema tæpum fimm dögum á eft ir „Thermopvlae". í raun réttri fékkst því aldrei fyllilega úr því skorið, hvort þessara tveggja skipa væri hraðskreiðara, en sjó menn töldu yfirleitt að „Ther- mopylae" hefði sigurinn í beiti- vindi, en „Cutty vSark" væri hraðskreiðara í snöipum stormi og undan áttinni. „DANMARK" SIGRADI. Enda þótt hvoxki hið danska né norska skip njóti neitt við- líka frægðar og þessi gömlu, vakti kappsiglingin athygli víða um heim, — meðal annars sendu bandarísk kvikmyndafé- lög rnyndatökumenn til að vera um borð í skipunum og gera myndir af atburðinum. Svo fór að ..Danmafk" varð fyrr af stað; fór rúmlega tutt- ugu mínútum á undan yfir „lín- una". Eftir það hélt það foryst- unni og varð 10 sjómílum á und an því norska, — til mikillar ánægju fyrir áhöfnina, hina 150 sjómannaskólanemendur og f jölda fólks heima á Danmörku. I sambandi við farmanna- deiluna var oft minnzt á lífeyr- issjóðsréttindi farmanna, og á sumum blöðum mátti skilja, að Eimskipafélag íslands væri eina fyrirtækið, sem ekki veitti starfsmönnum sínum lífeyrs- sjóðsréttindi á borð við þau, sem S.Í.S. og Skipaútgerð ríkis- ins veitti sínum starfsmönnum, og jafnvel að félagið tefði lausn deilunnar með því að neita að iáta farmenn njóta slíkra rétt- inda. „Þjóðviljinn" komst t.d. þannig að orði í blaðinu 2. ág- úst, þegar skýrt var frá lausn farmannadeilunnar, og feitletr- ar blaðið setninguna: „Verður Eimskip því aft' koma upp sam- bærilegum lífeyrissjóði fyrir sína starfsmenn" o.s.frv. Er þannig beinlínis gefið í skyn að Eimskipafélagið hafi engan lífeyrissjóð handa starfs- mönnum sínum. Þetta er fjarri sanni, með því að einmitt Eim- skipafélag Islands mun fyrst allra hérlendra fyrirtækja hafa komið upp lífeyrissjóði fyrir starfsmenn sína, ekk.iur þeirra og börn. Á aðalfundi félagsins árið 1917, var stofnaður eftir- launasjóður með framlagi frá félaginu og á þeim 40 árum, sem liðin eru frá stofnun sjóðsins hefur félagið lagt fram samtals 11 millj. 530 þús. kr. í sjóðinn, síðustu 5 árin 1 millj. 200 þús. kr. á ári, en starfsmenn félags- ins hafa hinsvegar ekki lagt neitt í sióðinn af launum sín- um. Hafa tryggingarfróðir menn reiknað það út, að þessi hlunnindi svari til um Q% launa uppbótar. Árið 1933 var fyrst byrjað að greiða eftirlaun úr sjóðum, og sá starfsmaður, sem þá lét af störfum vegan aldurs, er enn á lífi, og hefur því notið eftír- launa úr eftirlaunasjóði félags- ins í 24 ár. Til ársloka 1956 hef- ur alls verið greitt í eftiriaun. til aldraðra starfsmanna, ekkna þeirra og barna 6 miilj. 428 þús- und kr. Eftirlaunin hafa verið greidd 18 starfsmönnum af skip um félagsins, 16 ekkjum skips- manna, en af starfsmönnum í landi hafa 7 'menn notið eftir- iauna, er þeir létu af störfumn | og 5 ekkjur starfsmanna í landi . hafa fengið eftirlaun eftir Iát I eifinmanna þeirra. Þá hafa og ekkjur starfsmanna fengið fram 1 færslustyrki fyrir 21 barn inn- 'án 16 ára, sem þær höfðu á framfæri sínu. Samtals hala bannig 67 manns notið eftir- I launa úr sjóðnum á þessu tíma- bili. ! Það hlýtur því að stafa af o- I kunnugleika aðilja um starí- jsemi Eftirlaunasjóðsins, þegar I gefið er í skyn, að lífeyrissjóðs- I réttindi starfsmanna á skipuni i Eimskipafélagsins séu iakari en, 1 hjá öðrum fyrirtækjum eða jafn. ! vel engin, svo sem skilja má af ; grein ..Þjóðviljans". Hingað tii hefur það a.m.k. varla verið tal- in iakari kiör, að þurfa ekki að errpiða neitt af launum sínuna til þess að tryggja sér eftirlaun, heldur fá þau greidd án þess að leggja heitt af mörkum til þess að njóta þeirra réttinda. Má ætla að það sem m.a. mun hafa vakað fyrir farmönnum, er þeir fóru fram á að fá að greiða af launum sínum til Eftirlauna- sjóðs félagsins, hafi verið, að beir fengiu þá jafnframt rétt tíl' byggingalána úr sióðnum, en þet.ta er alveg óskvlt mál sjálf- um lífeyrissjóðsréttindunum. (Frá H.f. Eimskipafélagi ts~ lands, 20.8.-57). rlend blaðaummælí um Bíer EINS og koi-niS hefur fram í fréttum, hefur kvikmyndíai um björgunarafrekið yið Látrabjarg vakið hina mestu ai- hygli, hvarvetna sem hún hefur verið sýnd erlendis. Hér enu nokkur blaðaummæli frá Þýzkalandi. MJÖG áhrifamikil kvikmynd af raunverulegum atburði var sýnd starfsfólki í verksmiðju fyrirtækisins SINALCO h.f.' í Detmod á fimmtudaginn, ein- hver ágætasta mynd af sönnum atburði, sem þýzka Slysavarna- félagið (die Deutsche Gesell- schaft zur Rettung S'chiff- briichiger) hefur lánað h.f. SIN- ALCO samkvæmt sérstakri ósk þess. Auk starfsrnanna verksmiðj- unnar voru margir gestir við- staddir. þar á meðal frú Hanna kona Reitsch flugstjóra. Hardop forstjóri bauð gestina vel- komna. H.f. SINALCO, sem sfærsta útflutningsfyrirtæki með ávaxtaseyði, hefur ávallt sýnt'mikinn skilning á sigling- um og þá einnig á starfi býzka Slysavarnarfélagsins. Hardop forstjóri minntist því einnig á hina mikilvægu björgunarstarf- semi, sem siómenn svo hundr- uðum skiptir eiga líf sitt að þakka. ...------ ...------SOS ...--- ...------SOS Hversu oft hefur þetta þráð- lausa neyðaróp frá skipum ver- ið hamrað á loftskeytalykilinn af Ioftskeytamönnum. Oft hef- ur það borið árangur, en mörg- um sinnum kom hjálpin ^oí v> seint. Þetta merki er aðeins sent út í ljósvakann í ýtrustn. neyð og alltaf eru það áhrifa- miklir atburðir, sem koma skip- stjóranum til að gefa þessa mik- ilvægu skipun. Sjaldan hefur tekizt að ná myndum af björg'- unarstarfsemi við sjávarháska. Líklega hefur ekki í eitt einasia. skipti verið-kleyft að fá að sjá frunikvikmynd af björgun úr miklum sjávarháska. Ein síík • kvikmynd er þó til. Hún var tekin við áhrifamiklar aðstæð- ur og það bar þannig við: Dag nokkurn í desember í fyrra (1948) lenti enski togar- inn „Dhoon" í sjávarháska og' strandaði í ofviðri á klettum við fsland. Björguhin úr þess- ¦ ari vonlausu aðstöðu var að- eins framkvæmanleg upp yflr 200 metra háan hamravegg. Is- lenzku bændunum tókst meS <. alveg óven.iulegu fjallgönguaí- reki á síðasta augnabliki að bjarga þeim. sem enn voru á lífi. frá vísum dauða. Fregnin . um þetta stórkost- lega björgunarafrek. og ura, hina einstæðu dáð hinna ís- lenzku manna barzt út um all- an heim. Það var ákveðfö að Framhald á 7. síð«.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.