Alþýðublaðið - 24.08.1957, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.08.1957, Blaðsíða 8
31. fullfrúafiindur Norræna þingmanna- sambandsins verður í Reykjavík í næstu Um 70 fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum munu sitja fundinn. NÆSTKOMANDI fimmtu- litag" hefst í Reykjavík 31. full- trúafundur Norræna þing- mannasambandsins, og stend- wr fundurinn dagana 29. til 3j. á-gúst. Fundinn munu sitja um 70 fulltrúar og ritarar frá öll- um Norðurlöndunum, þar af •um 20 íslenzkir. Fulltrúafundir þingmannasambandsins hafa venjulega verið haldnir annað Ihvert ár, til skiptis á Norður- löndunum. Á íslandi var fund- ur síðast haldinn árið 1947. Iveir eldsvoðar í gær - Talsvert tjón í GÆRMORGUN var Slökkvi liðið í Reykjavík kvatt að Seglagerðinni Ægi, Tryggva- götu 1. Hafði komizt þar eldur milli þilja, og varð að rjúfa þakið til að ná eldinum. Skemmdir \í(rðu talsverðar af eldi og vatni, bæði á húsinu, svo og segldúkum, köðlum og fleiru. Þá munu vélar og hafa skemmt nokkuð. Eldurinn kom upp um kl. 7 og hafði slökkviliðið ráð- ið niðurlögum eldsins um kl. 8. Tvisvar var þó elds vart á ný, en hann var skjótt slökkt- ur. í gær kviknaði einnig í tré smíðaverkstæði að Sólvalla- götu 70. Hafði kviknað í út frá rafmagnstæki og urðu talsverð ar skemmdir af vatni og eldi. — Að lokum var slökkviliðið kallað að bátnum Happasæl, en það var vegna misskilnings. Eldur var ekki laus, heldur stafaði reykur frá þurktæki. I^kjalSr saka fvrir alþjóða- áémsóflnum í Haag WASHINGTON, fimmtudag, (NTB-AFP). Bandaríkjamenn l»afa í byggju að skjóta til al- þjóðadómstólsins í Haag máli t»vi, er þeir eiga í við Rússa vegna herflugvélar þeirrar, sem skotin var niður úti fyrir strönd Síberíu í, septembermánuði 1054. Féll vélin í hafið, eftir að swvézkar orrustuflugvélar höfðu gert árás á hana. Einn maður af áhöfninfti lézt, en níu var bjargað. Bandaríkjamenn hafa áður krafizt 1.355.650 doll ara í skaðabætur, en Sovétrík m hafa neitað að borga á þeirri forsendu, að vélin hafi verið skotin niður innan rússneskrar landlielgi. Ameríkumenn halda því frain, að atburður þessi hafi gérst 35 sjómílur utan við landhelgina. I FYRRINÓTT voru franiin tvö innhrot í Reykjavík. Ann- að'var í sælgætissölu á íþrótta- vellinum, og var þat stolið 20—30 lengjum af vindlingum. (Einnig var brotizt inn í hálf- byggt hús að Hamrahlíð 31. Var farið inn á neðri hæð hússins <og stolið stórum bökunarofni af Westinghouse gerð, Hafði hann verið færður út um svala- dyr, út á vinnupalla og þaðan niður á bíl. Ennfremur var. stol ið'þarna kassa af gólfplötum og tveim kössum af plastik gólf- fMsum. Hefur innbrotið verið framið eftir kl. 8 á fimmtudags kvöld, en þá var vinnu hætt við húsið, Málið er í rannsókn. Gengið hefur verið frá bráða birgðadagskrá fundarins, og er hún á þessa leið: Fyrir hádegi á fimmtudaginn verður ráðsfund- ur í fundarherbergí fjárveit- inganefndar í Alþingishúsinu, síðan er fundarsetning og þá flytur norski fjármálaráðherr- ann, Trygve Bratteli, erindi: „Beinir — óbeinir skattar“. Eft ir hádegi heldur fundurinn á- fram „Alþjóðlegt lögreglulið sem þáttur í friðarstarfi Sam- einuðu þjóðanna“. Framsögu- maður verður Richard Sandler, fyrrv. forsætisráðherra, Sví- þjóð, og jafnframt verður finnskur framsögumaður. Fyrir hádegi á föstudag held ur fundur áfram. Rætt um „Fiskveiðitakmörkin“, íslenzk greinargerð, og „Starfsemi Nor- ræna þingmannasambandsins í framtíðinni“, framsögu hefur Alsing Andersen, fyrrv. ráð- herra, Danmörku. Eftir hádegi heldur fundurinn áfram og þá fara fram fundarslit. Um kvöld ið sitja fulltrúar og konur þeirra boð ríkisstjórnarinnar á Hótel Borg. — Á laugardag verður ferð um nágrenni bæjarins, merkir staðir skoðaðir, og kveðjuhóf í Valhöll á Þingvöll- um um kvöldið. Ivöfaldur sigur Brela \ 400 m. og 5ÖÖÖ m. í landskeppninni viðRússa LONDON, föstudag (NTB). — Landskeppnin í frjálsíþróttum milli Englands og Rússlands hófst í kvöld á White City-leik- vanginum í London. Úrslit í einstökúm 'greinum urðu. sem hér segir: 400 m grindahlaup: 1. I. Barrell (Engl.) 51,1 sek (enskt met), 2. Litujev (Rússl) 51,2 sek, 3. H. Kane (E) 51,7 sek 4. Iljin (R), 51,7 sek. Sleggju- kast: 1. Krivonosov (R) 54,77m, 2. M. Ellis (E) 52,71 m (enskt met). 1500 m hlaup: 1. K. Wood (E) 3:44,6 mín, 2. O. Pipin (R) 3:46,7 mín, 3. E Solilov (R) 3:47,4 mín, 4. B. Hewson (E) 4:01,6 mín. 100 m hlaup kvenna: 1. V. Krepkina (R) 11,7 sek, 2. M. Weston (R) 11,8 sek. 400 m lilaup: 1. P. Higgins (E) 47,3 sek, 2. J. Salisbury (E) 47,7 sek, 3. A. Ignatjev (R) 47,8 sek, 4. M. Nikolsky (R) 47,9 sek. 5000 m hlaup: 1. G. Pirie (E) 13:58,6 mín, 2. D. Ibbotson (E) 14:00,4 mín, 3. P. Bolotnikov (R) 14:01, 4 mín, 4. I. Tsjernajavsky (R) 14:20,0 mín. Laugardagur 24. ágúst 1957. Stjórnin í Singapore hefur komið upp um 35 menn hafa verið handteknir þar. Stjórnin hefui^ gefið út hvíta bók um ráðabruggið. j SINGAPORE, föstudag. Stjórn-* in í brezku krúnu-nýlendunni Singapore sendi í dag frá sér hvíta bók, þar sem segir, að yfirvöldin hafi flett ofan af kommúnistísku samsæri, sem miðað hafi að því að taka völd- in í nýlendunni með upprcisn. Jafnframt skýrir lögreglan svo frá, að 35 manns, þar á meðal fimm leiðtogar Framkvæmda- flokksins, hafi verið teknir fast ir í húsrannsóknum. Veðrið í dag NA-kaldi, víða léttskýjað, hætt við skúrum. en Aðalfundur Prestafélags Suðurlands haldinn í Vík í Mýrdal um helgina 14 prestar messa í 8 kirkjum í V.-Skafta- fellssýslu meðan á fundinum stendur AÐALFUNDUR Prestafélags Suðurlands verður haldinn í Vík í Mýrdal um næstu helgi. I sambandi við fundinn messa 14 prestar í 8 kirkjum í Vestur-Skaftafellssýslu. Þorsteinn Björnsson. Grafarkirkju: Sr. Björn Jóns Eftirtaldir prestar munu messa í þessum kirkjum kl. 2 á sunnudag: Stóradalskirkju: Sr. Jakob* Jónsson og sr. Guð- mundur Guðmu-ndsson. Ásólfs- skálakirkju: Sr. Sveinn Ög- mundsson og sr. Jón Árni Sig- urðsson. Eyvindarhólakirkju: Sr. Gunnar Árnason. Skeiðflatarkirkju: Sr. Gunn- ar Jóhannesson og sr. Guðm. Óli Ólafsson. Reyniskirkju: Sr. Óskar J. Þorláksson. Víkurkirkju: Sr. Jón Auðuns og sr. Jón Þorvarðarson. Þykkvabæjarklausturskirkju: Sr. Ingólfur Ástmarsson og sr. son. ERINDI FLUTT. Á sunnudagskvöld kl. 9 flyt- ur sr. Bjarni Jónsson vígslu- biskup erindi í Víkurkirkju. Á mánudag fer fundur fram í Vík. Aðalmálið verður: Breytingar starfsháttum kirkjunnar. í hvítu bókinni segir, að kom múnistaflokkurinn í Malaja, sem er bannaður, auki áhrif sín og völd meðal verkamanna og í Framkvæmdaflokknum og smám saman hafi hættan auk- izt á að uppreisn og blóðsút- hellingar brytust út, ef starf- semi kommúnista væri ekki stöðvuð. Meðal hinna hand- teknu er formaður Fram- kvæmdaflokksins, Tan Chong Kon. Eitt af stefnumálum flokksins var að nema á brott' úr stjórnarskránni ákvarðanir, sem gefa yfirvöldunum leyfi til að neita fólki, sem grunað er um moldvörpustarfsemi, að bjóða sig fram við kosningar' næsta ár, þegar nýlendan fær sjálfstjórn og velja á fulltrúa til löggjafarþings. 41 amerískir unglinpir komnir fil Reking i óþökk sljémar sinnar 36 þeirra skrifuðu unclír ' yfirlýsingu með komma* bragði. ! PEKING, föstudag. Hópur 4U ungra Ameríkumanna kom mei járnbrautarlest til Peking í dag í trássi við bann bandarískæ utanríkisráðuneytisins vi® ferðalögum til „kínverska a!« þýðulýðveldisins“. Á járnbraut arstöðinni í Peking var þeirn tekið með fagnaðarhrópum af hrifnum, kínverskum ungling- um. Ameríkumennirnir komM með um 50 öðrum unglinguTKi af ýmsum þjóðernum, sem boð« ið var að heimsækja Kína eftiffi æskulýðsmótið í Moskva ný« lega. | Fréttastofan Nýja Kína seg« ir, að Ameríkumennirnir hafí sagt í yfirlýsingu við komu sínæ til Peking, að þeir vonuðust eft« ir frjálsum samskiptum millt Bandaríkjanna og „kínverská alþýðulýðveldisins11. Yfirlýsing in var undirrituð af 36 af 41. Grávöruupphoð í Sovéiríkjunum efllr í kapilaliskri fyrirmynd SOSIALDEMOKRATEN segir frá því, að árlega fari franu í Leningrad mikil grávöruuppboð alveg eftir kapitalistiskri fyr irmynd. Koma þá til borgarinnar nokkur hundruð grávöru- kaupmanna frá mörgum löndum heims til þess að bjóða í um 4 milljónir rússneskra skinna, sem þar séu á miklu uppboðL „ _____ „„ ____ Eru uppboð þessi ekk frábrugðin grávöruuppboðum í kapi« Framsögumenn verða þeir sr. ( talistiskum löndum, enda þótt kapitalismi eigi að vera forboð- Bragi Friðriksson og sr. Sigurð ur Pálsson. IStjórn Prestafélags Suður- lands skipa: Sr. Sigurður Páls- son, sr. Sveinn Ögmundsson og sr. Garðar Svavarsson. inn í ríki öreiganna, Sovétríkjunum. Að þessu sinni fór uppþoðið fram í lok júlí. Voru þá sem fyrr segir 4 millj. skinna undir hamrinum en það er aðeins um 10% af allri grávöruframleiðslu Rússnesku knattspyrnumennirnir voru undir járnagq og mattu ekki um frjálst liöfuð strjúka Urðu alltaf að vera í f ylgd með fararstjóra úti við ella voru þeir lokaðir inni. FENGU EKKKI AÐ VERA MEDAN rússnesku knatt- spymumennirnir úr Dynamo Kiev dvöldust hér á landi vom þeir til húsa í Miðbæjarskól- anum. Allmargt fólk var við vinnu í húsinu, iðnaðarmenn ýmsir o.fl., og veittu ]»eir eðli- lega hinum austrænu gestum nána athygli og urðu margs vísir, er furðulegt má teljast. LOKAÐIR INNI. Fyrst er frá því að segja, að ekki fengu hinir rússnesku knattspyrnumenn að vera úti við nema þá í fýlgd með far- arstjóranum. Vildu þeir ekki vera úti við, urðu þeir að sætta sig við það að vera lokaðir inni í Miðbæjarskólanum, EENIR í SETUSTOFUNNI. Margir íþróttaflokkar hafa dvalizt í Miðbæjarskólanum og hafa þeir farið frjálst um skólann. M.a. hafa þeir notað setustofu skólans að vild. En það var ekki svo vel, að hið sama gilti um Rússana. Þeir fengu ekki að stíga fæti sín- um inn í setustofuna nema fararstjórinn eða einhver ann ar hefði umsjón með þeim. Enn furðulegra var þó, að þeim var bannað að nota spil, er þar voru. Mun það líklega hafa þótt of „borgaralegt11 að dunda við spilamennsku, RÆSTING UNDIR EFTIRLm. Ekki er þó öli sagan enn. Bannað var að ræsta herbergi rússnesku knattspyrnumann- anna nema einhver væri inni. Lagði fararstjórínn til, að her- bergin yrðu ræst áður en knattspyrnumennirnir færu á fætur. EINS OG UNDIR HERAGA. Var engu líkara en rúss- nesku knattspyrnumennirnir væru undir járnaga og ekki sem þeir væru frjálsir menn Rússa. En uppboð þetta hefur geysimikil áhrif á alla grávöru’, verzlun Rússa, þar eð segja más að verðið er þar myndast verði ríkjandi á eftir. i VAXANDI EFTIRSPURN. Ári frá ári hefur vax-ið hópul? grávörukaupmanna í Lenin. grad. Mörg undanfarin' ár haf® komið árlega um 4Q kaúpmenat frá Bandaríkj-unum. Frá þ\n § fyrra hefur tala kaupmanr.a, ei? sækja tippboðið frá Vestuir- Þýzkalandi og Englandi tvö- faldast. ; HÁTT VERÐ. Yfir 20.000 veiðimenn, er hafa veiðimennsku að atvinnu koma með skinn á uppboðið en enn- þá fleiri áhugaveiðimenn koma, með skinn. 40 manna ráð stjórn ar uppboðinu. Sé ágóðinn metri en reiknað er með fá þeir ágóða! hlut. Skinn af persnesku lama. dýri fer á 8—10 dollara. Það fara 22—24 skinn í góðan pels, sem seldur er síðan á 1000 doll- ara. Forstjóri Leningraddeildar rússnesku grávöruuppboðanna, Arkadi Krutehkoe var fyrir síð ustu heimsstyrjöld 6 ár í Banda ríkjunum sem sölumaður. Hann segir í viðtali við fréttamanu Framhald á 7. síðu, ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.