Vísir - 24.02.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 24.02.1911, Blaðsíða 3
c sem nýlega var birt í ísafold ber þess vitni, aö svo hefur verið. — Ástæður til þiugfærslu munu hafa verið: I. Að komast hjá örðugleik- um við vetrarþing. II. að stilla svo til að alþingi hefði hjer setu á ald- arafmæli Jóns Sigurðssonar og í III. lagi að fyrirbyggja það hneyksli, að konungkjörnu þingmennirnir sæti á fjórum reglulegum þingum án endur- kosningar, — sem aldrei hefir átt sjer stað, hvorki um þjóðkörinn þingmann eða konungkjörinn til þessa. Þetta mál er vitanlega eingöngu íslenskt sjermál, sem Dönum kernur ekki hið minsta við og hafa engan rjett til að skifta sjer neitt af— eins og viðurkent hefur verið í einhverj- unt blöðunt þeirra nýlega. -— Hvað skyldi líka vera íslenskt sjermál, ef ekki það, hvenær alþingi íslendinga er kallað saman? Það er algerlega á valdi hinnar íslensku stjórnar. — En hvernig fer? — Ráðherra gefur í skyn, að hann hafi sótt málið fast, en Danir (og þeirra liðar hjeðan) hafi róið þar á móti öllum árum af fjandskap við sjálfstæðisflokkinn íslenska, og ráðherrann lætur hjer undan erlenda valdinu í alíslenku máli og er slík frammistaða nteð öllu óverjandi. Fyrir því eru engar afsakanir gildar. Ekki skal það efað, að nóg hafi verið reynt að stæla konungsvaldið hjeðan í þessu máli gegn ráðherra, og að ýntsir Danir hafi gengið sama erindið — enengu að síður var það sjálfsögð skylda ráðhsrra að halda málrnu til streitu. Konungur gat ekki skipað honum að skrifa undir ráðstöfun, sem ráð- herra vildi ekki sjálfur. —- Því er barið við, að ráðherra hefði þá orð- ið fara frá, — eins og það hefði ekki verið betra en að kúgast —■ en til þess hefði aldrei komið, þegar til alvöru kom. Enda liafa blöð Dana játað síðan (eins og ég gat um) að þetta mál væri þeim alveg óviðkomandi og færi einungis milli ráðherra íslands og konungs, sem vitanlegt var, hversu ant sein þeim er þó undir niðri að styrkja flokk sinn hjer. — Ráðherra segir í einu brjefi sínu, að konungur geti ekki húgað ráðherra til að gera annað en þeim líki. Alveg rjett. Hann þurfti því ekki að slaka til. Sjálf- sagt, aö láta þá íslensku þjóðina sjá svart á hvítu, hvar skórinn krepti. En það kemur ekki fram opinber- lega. Ráðherra hefur leyst kon- ungsvaldið af hólmi og tekið ábyrgð- ina á sig. V í S I R Eftlr alt þetta Iætur svo ráðherra danska valdið hafa sig til þess að taka upp f fjárlagafrumvarpið,ákvæð- ið illræmda um það, að 2/s botn- vörpusektanna skuli renna í sjóð Dana. — Þetta er gersamlega rjett- laus krafa og beint ofan í lög, bæði dönsk og íslensk, bæði stjórnarskrána sjálfa, 2. gr. og botnvörpuveiða- lögin — og ennfremur »Stöðu- lögin! — — Framkoma Dana í inálinu er líka eftir þvf. Stundum þykjast þeir hafa búið »íslandsfalk« til í því trausti, að þeir fengu þetta fje samkv. samningi, en þó var skipið bygt áður en alþingi tók upp botnvörpusekta-ákvæðið 1905. Þeir kallast hafa verið gabbaðir, en bygðu þó skipið — fyrir sjálfa sig — ári áður en þeir fóru bónarveg að ís- lendingum að taka þátt í kostnað- inum. Þeir tala í öðru orðinu um samning; í hinu orðinu neita þeir að nokkur »/<?y/»'-samningur« hafi verið gerður. Hitt vita allir, að um engan opinberan samning er að ræða — og þá alls ekki um neinn samning. Danir banna íslendingum sjálf- um að verja landhelgi íslands, þykj- ast einir hafa rjett til landvarna hjer (hjeldu því meðal annars fast fram í miililandanefndinni) — en koma svo og heimta af íslendingum borg- un iyrir að halda fyrir þeim rjett- ndum þeirra. Það er ósæmilegt, að þeir fái þetta fje meðan þeir halda slíku fram. Hitt væri samninga-mál, að íslend- ingar borguðu þeim sanngjarnlega fyrirhöfn þeirra, ef þeir viðurkendu rjett íslendinga til þess að hafa vörnina á hendi. Ella tekur slíkt engu tali. Það er því stór furða, að ráðherra skuli taka þessa ósann- girni upp í fjárlagafrumvarp sitt. — Að vísu rnunu Danir hafa látiðsvo þegar ráðherra bar fjárlög síðasta þings fram til staðfestingar, að þeir mundu fella þau nema þetta væri lagfært á næstu fjárlögum — og hefur því ráðherra dregist á að gera það. Síðan liefur þó Neegaard játað það í ríkisþingi Dana -»að um það gæti ekki verið að tala fyrir konung, að synja fjárl. íslands staðfestingar fyrir þessa sök«. — Nú segir ráðherra, að Dönum sé ekki láandi þótt þeir þykist hafa orð- ið jyrir ðmaklegum vonbrigðum« og að »alþingi virðist ekki geta verið þekt að því, að láta neitt upp á sig standa í þannig vöxnum viðskiftum«. Fyrverandi ráðherra fór þó þeim mun hóglegar í sakirnar, að hann 19 kom ekki með ákvæðið í fjárlaga- frv. sjálfu -'upphaflega, heldur með br.till. og jkallaði það ekki »beina kröfu« —-heldur aðeins kurteis- lega málaleitun« (Alþt. B. 137). — Danski tónninn er háværari, og ákveðnari í fjárlagafrumvarpinu núna! Um afskifti ráðh. af viðskiftaráða- nautnutn get eg verið fáorður. Danir fóru með röklausar ásakanir á hendur Bj. J. — og utanríkisráð- herra heimti erindisbrjef hans af ráðherra. Ráðherra svaraðij með mjög auðmjúku brjefi. Talaði um »leiðinlega—eðasorglegagleymsku* — en þetta var mál sem Dani varð- aði alls ekkert. — Danir vóru á- nægðir með /skoðun ’ ráðh. á starfi ráðanautsins og þetta spilti fyrir honum erlendis. Frh. Erindi til þingsins. (s. u. = sækir um.) 26. Davíð Stefánsson Fornahvammi s. u. skyrkhækkun. 27. Breiðdalshreppur s. u. 3000 kr. til vegagerðar. 28. Eiðahreppur s. u. 2000 kr. til vegagerðar. 29. Borgfirðingar eystra biðja um síma um Óshöfn að Bakkagerði. 30. Mýramenn (30) s. u. að síma- lína til Stykkish. verði lögð frá Borgarnesi. 31. Biskupstungnahr. s. u. fje til brúargerðar á Brúará. 32. Geilnellnahreppur s. u. brú; á Hamarsá. 33. Borgfirðingareystraviljaaðhrepp- urinn verði sjerstakt læknishjer- að. 34. Skarðstrandarhr. (44‘kjós.) vill fá Iæknishjerað í vesturhluta Dalas. 35. Ingibjörg Guðbrandsdóttir s. u. sama styrk og áður. "\3vsu kemur drœmt út þennan mánuð, sökum pappírsvöntunar. Verðurfyrst í fullu fjöri marsmánuð. Til marsmánaðarloka koma út að minsta kosti 25 blöð og kosta þau y* fyrir áskrifendur 50 aura í Reykja- vík 60 aura send út um land og 70 aura (eða 20 cents) til annara landa. Einstök blöð kosta 3 aura. B/aðið kemur út kl. 11 'árd. nema á laugardögum kl. 6 síðd. (jMHT' Nokkur eintök af eldri Vísi (6 tölubl.) fást enn og kosta 25 aura á afgreiðslunni PósthússtríBti 14 B.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.