Vísir - 05.03.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 05.03.1911, Blaðsíða 2
38 V í S I R ! 1 “i Bestu iHniBHl silkislifsin! fást í ■raainKiiiBsiBæsii Pósthússtræti 1 1 14 í Jxí úUöt^dum. Frá Vestur Canada. Megn kuldi hefur verið hjer síðan á nýári oft 30—40 gr. neðan zero og storma- samt mjög og víða snjófall mikið. Gangur járnbrautalesta allur úr lagi og.samgöngur á sveltavegum örð- ugur. Margir hafa orðið fyrirslys- um, meiðst af frosti og nokkrir hjer í fylkinu og í Vesturfylkjunum orð- ið úti og látist. (Heimskringla.) Albanar hafa viðbúnað mik- inn gegn Tyrkjum. Búa þeir um sig á fjöllum uppi. Tyrkir hafa litlum liðsafla á að skipa, þar sem mestur hluti hersins er í Yemen. Verzl u narf r jetti r. Kfiupmannahöfn 15. febr. Innlend vara: Veröið fyrir 100 vogir (kilo) Hveiti (130—132 pd.) kr. 13,00—13,20 Rúgur (123—126 pd.) — 9,80-10,20 Bygg (110—:116 pd.) — 11,00—12,40 Hafrar (87-92 pd.) — 10,60—11.00 Útlend vara: Hveiti rússn. og amer. kr. 14,70—15,75 Rúgur (122 pd.) — 10,10—11,00 Hafrar (87—91 pd.) — 10,00—10,40 Bygg (102—112 pd.) — 10,20-11,50 Mais — 9,90—10,00 ísl. kindakjöt tunnan (224 pd.) kr. 56—62 Á Haiti hefur verið blóðug uppreist nú í ársbyrjun, en mun vera bæld að mestu. Frá alþingi. Ráðherra-málið. Varnarræða ráðherra. Nl. Enn er einn stórglæpur sá, að hafa unnið að undirbúning frumvarpa suður í Danmörku og ekki haft nema sum þeirra til á íslensku fám vikum fyrir þing! Enn er ótalið, að hafa ekki meðal stjórnarfrumv. frv. til nýrrar stjórn- arskrár, þrátt fyrir áskorun síðasta þings um það — það kvaðst hann (ráðh.) hafa skýrt fyrir flokksmönn- um sínum að væri því máli óbyr- vænlegra heldur en að búa það undir hins vegar, svo sem hann hefði og gert og ætlast til að yrði eitt meðal þingmannafrumvarpanna —; að hafa ekki komið með frumvarp um aðskil- nað ríkis og kirkju — sem ekki væri hægt að gera nema með stjórnar- skrárbreyting; að hafa komið á fund í Atlantshafseyjafjelaginu, sem þeir kalla Skrælingjafjeiag, og að hafa BEST OG ÓDÝRAST PRENTAR PRENTSMIÐJA D. ÖSTLUNDS flutt erindi fyrir dönskum áheyrend- um við 2 lýðháskóla yfir á Jótlandi. Svomörg voru h.flutningsmannsorð. Kvaðst hafa komið í Atlantseyja- fjelagið þangað boðinn svo sem heið- ursgestur að hlýða erindi um við- skifti íslands og Danmerkur, er flytja gerði þar ágætur íslandsvinur, Arne Möller háskólastjóri, af ágætu ís- lensku kyni í móðurætt (Ármótslcyn- inu). Enájótlandi hefði hann talað fyrst við lýðháskólann í Askov, sem vjer íslendingar hefðum alt hið besta til að segja, eftir tilmælum embættis- bróður síns, Jak. Appels kenslumála- ráðheira, er hefði hinar mestu mæt- ur á íslandi, hefði komið hjer í hitt eð fyrra og ætlaði að koma hjer * aftur að sumri og þá með konu sína,Ingibjörgu dóttur stofnanda skól- ans, Schröders heit., hinn mesta kven- skörung og góðkvendi, er nú veitti skólanum forstöðu af mestu snild. Og efnið í fyrirlestrinum hefði verið Daglegt líf á íslandi, með öðrum orðum: gersamlegalaust við alt stjórn- málaþref. — Hitt skiftið, sem hann talaði á Jótlandi, var kvöldið eftir, við háskóla fyr nefnds Árna Möllers skamt frá Árósum, um sama efni. Smávægilegri dauðasakir mundu naumast hafa verið nokkurn thna til fundnar nokkrum stjórnmála- manni. Sumt mundi meira að segja virt hverjum manni til mesta lofs, svo sem hvernig hann afstýrði fjár- lagasynjun 1909 og iosaði landið við aukaþing þá um haustið. Fyrir því væri frammistaða flutn- ingsm. (B. Sv.) og þeirra fjelaga rjettnefndur gamanleikur, þótt sumir kynnu að vilja kalla gamanið grátt. Dómurinn fyrirfram uppkveðinn: Frá völdum skal hann. Forsendu- hrófatildrið samansett eftir á, úr svo ónýtum, ólánlega löguðum oggrönn- um fúaspítum sem ekki hjeldu ketti. Sönnu ástæðuna hefði ekki mátt nefna: »Hann heldur fyrír okkur sœtinu, sem við sárþörfnumst að komast upp í, sjálfra okkar vegna og vina okkar, sæti sem við erum engu síður til kjörnir. Hann hefur engan einkarjett til þess.« (Hjer er lokið svari til B. Sv.) Ekkert tekurfram og ekkert jafnast við Hafnia óskattskyldu öltegundir með ábyrgð langt fyrir neðan áfengistakmarkið. Hafiiia Aðeins ekta þegar nafnlð Haf nia er á miðanum. Biðjið kaupmann yðar um öltegundir vorar. Hlntafélagið Kjöbenhavns Bryggerier & Malterier. Export Dobbeltöl Export-Skibsöl Krone- & Pilsneröl Lys og mörk Skattefri Malt- & Maltextraktöl

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.