Vísir - 08.03.1911, Side 1

Vísir - 08.03.1911, Side 1
Kemur út virka daga kl. 11 árdegis, nema laugardaga kl. 6 síðd. Miðvikud. 8. mars. 1911. Sól í hádegisstað kl. 12,38' Háflóð kl. 11,4' árd. og kl. 11,55' síðd. Hátjara kl. 5,16' síðd. Póstar. E/s Ingólfur til og frá Garði. Kjósar- og sunnanpóstur fara. Afmæli. Jón Gunnarsson, samábyrgðarstjóri, 58 ára. Veðrátta í dag. Loftvog ‘-Í3 E -*-< v< Vindhraði ! Veðurlag 1 ' Reykjavík 743,7 - L8 A 4 Alsk. Isafj. 740,8 -- 1,0 V 7 Alsk. Bl.ós 743,2 -rr .2.7 ssv 3 Hálfsk. Akureyri 743,3 — 0,0 ssv 5 Skýjað Grímsst. 710,6 - 5,0 0 Skýjað Seyðisfj. 746,7 + 1,0 0 Ljettsk. Þórshöfn 753,3 'f 3,3 VNV 1 Álsk. Skýrlngar: N = norð- eða norðan, A = aust- eða austan, S = suð- eða sunnan, V — vest- eða vestan. Vindhæð er talin í stigum þannig: 0 = logn, 1 = andvari, 2 = kul, 3 = go!a, 4 = kaldi, 5 — stinningsgola, 6= stinningskaldi, 7 = snarpur vindur, 8 = hvassviðri, 9 = stormur, 10 = rok, 11 = ofsaveður, 12 = fárviðri. Á morgun. Sigurjón Pjetursson, íþróttamaður, 23 ára. Bergþór Eyólfsson, skipstjóri, 29 ára. Næsta blað á föstud. *\Uat\ aj lauA\. Þjófnaðurinn á Mjölni. Snæ- björn hreppstjóri í Hergilsey hefur gert Vísi þann greiða að skýra honum nánara frá málavöxtum þessa máls, sem um var rætt í síðasta blaði. Með Mjölni var maður ^okkur frá Patreksfirði að ísafirði og kom skipið þangað föstud. 3. þ. m. Mað- ur þessi átti kofort í afturlestskips- ins og í því geymdi hann meðal annars veski með seðlum og pen- ingabuddu og var í þvíhvorutveggja nokkuðáfjörðahundrað krónur. Enn- fremur átti hann þar í handraðafje- mæta muni, þar á meðal kvenmannsúr. 25 blöð (að minsta kosti) til marzloka. Eintakið kostar 3 au. Úr skipinu var skipað föstudag og fram á Iaugardag. Á laugar- daginn skrapp skipiðtil Álptafjarðar, og á þeirri leið leit maðurinn ofan í kofort sitt. Sá þá, að framantaldir peningarogmunirvoru horfnir úr því. Þegar til ísafjarðar kom aftur, fór hann þegar í land og með honum Snæ- björn hreppstjóri. Hittu þeir bæjarfó- getann og tók hann skýrslu manns- ins og haida þeir svo allir út í skip hið 'hraðasta. Var þá skipið búiðáð ljetta akkerum og komið á hægt skrið. Bæjarfógeti hjelt próf yfir stýrimönnum báðum, en þar kom ekkert fram, er til upplýsinga yrði. Mun honurn hafa þótt viðurhiuta- mikið að stöðvá skipið, er eins gat verið, að þjófnaðurinn hefði verið fráminn af mönnunr úr Iandi, er verið höfðu í lestinni til uppskip- unar, og Ijet hann það því laust, en símaði til sýslumannsins á Patreks- firði um að hann færi út í skipið er það kæmi þar að yita hvort hann yrði nokkurs frekara var. Þegar Mjölnir kom á Patreksfjörð ko.m sýslumaður þegar út, var þá tekið að dimma og skella á stórviðri. Varð lítið hægt. að gera, en ráðgert þá að gera bæjarfógetanum á ísa- firði viðvart um þettaogbiðja hann að síma til Reykjavíkur um má|i.ð. Um nóttina slitnaði Mjölnir upp og sýnir það hve mikil veðurhæð var. Þegar hingað kom hafði bæar- fógetinn hjer ekki fengið nein skeyti: að vestan og fjell málið við það niður. Sennilegahefur þó ransóknum ver- ið haldið áfram á ísafirði. Is mun nú fyrir öllu Vestur og Norðurlandi. Frá Húsavík er sím-, að um mikinn ís þar fyrir landi og Mjölnir sá mjög mikinn ís fyrir Vestfjörðum og jafnvel allt suðurað Bjargtöngum, en þangað kemur mjög sjaldan ís. En jakinn snart Mjölni lítið eitt, og varð dæld eftir. Afgreiðsla í Pósthússtræti 14. Opin allan daginn. r Ur bænum. Skipafrjettir. E/s Sterling fór frá Þórshöfn í Færeyjum mánud. á hádegi. Einn leigubotnvörpungurinn þeirra P. J. Th. og Th. Th. kom inn í nótt með 20000. Skipstjóri er Koibeinn Þorsteinsson. Fiskískipin eru nú óðum að koma inn. f gær komu: Sæborg með 9000 Níels Vagn =- 2000 Björgvin 7000 í nótt kom Ester, Svanur og Hákon. Um afla ekki frjett enn. Ljeleg póstskil. Síðan á ný- ári hefir það ekki viljað til oftar en einu sinni eða tvisvar að gufu- báturinn Ingólfur hafi fylgt áætlun og sumar ferðirnar með öllu fallið niður. Stundum hefir báturinn verið viku á eftir áætlun eða meira, t. d. þegar fara átti 1. landpóstaferðina eftir nýári. Norðanpóstur og vestan áttu að koma hingað á sunnudag, en eigi er enn farið að sækja þá til Borgarness, þvf Ingólfur er sagð- ur í lamasessi. Vjelarskúta var reyndar send áleiðis í gær en sneri aftur við Akranes, þó veður væri gott. Maður varð úti aðfaranóttsunnu- dagsins á veginum til Hafnarfjarðar. Fanst örendur á Kópavogshálsi á sunnudaginn. Hann hjet Einar Sig urðsson og var daglaunamaður hjeð- an úr bænum Vísir á sunnudaginn var. Af því að ýmsir spyrja hvernig Vísir hafi það þá er hjer sett sýnishorn af sölunni. Vísir kom út kl. rúml. 11 og stóð salan frain um mið- degi og var þá komin upp í annað þúsundið. Var þá veður farið að spillast og flestir drengir hættu. Fjöldi drengja sótti um að selja 43 komust að. Hinn 24. f. m. hefur mest sala orðið á blaðinu. Varð að prenta tvær útgáfur þann dag. Þá seldi eintt drengurinn full 200 eintök á kveldstundu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.