Vísir - 08.03.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 08.03.1911, Blaðsíða 3
V í S I R 47 sljett. Á miðju svæðinu er rekinn niður hæll og-út frá honum, 1,75 m. til hvorrar hliðar, tvær merki- stikur. Fremstu menn flokkanna standi fyrir utan þessar stengur. 4. þegar byrjað er, skal reipið vera srengt og miðjan á því yfir mið- hælnum. Engin heppinaútá má -vera í skóm með göddum eða öðru slíku neðan í sólunum. Holurfyrir fæturnar má lieldur ekki gera áður en byrjað er. 5. Keppinautar taka til eftir skipun. Sá flokkur vinnur, sem togar hliðarmark mótstöðu- flokksins yfir merkisstöng hans. Auk þeirra íþiótta, sem nú hafa verið taldar, verða lyftingar, hjól- reiðar, knattleikur (fótknöttur), leik- fimi, grísk-rómversk og íslensk glíma. í báðum glímunum verður keppend- unum skift niður í flokka eftir þyngd. Auk þess verður, í íslensku glímunni, glímd fegurðarglíma án flokkakskift- ingar. Á þann hátt verður kept um, hversje besti glímumaður lands- ins. Pað eru vinsamleg tilmæli vor, að önnur blöð vildu gera oss þann greiða að taka þetta upp. Framkvœmdarnejndin. Hugsíminn. (Eftir Fox Russel). ----- Frh. Öldungis áreiðanleg — sagði prófessorinn — Henni getur ekki skjátlast. — Hugsið ykkur hvílík vandræði slík vjel getur komið manni í — hvað jeg ætlaði að segja — hún er hreinasta galdravjel — sa^ði víxlarinn, og rak óspart í vörðurn- ar — En þrátt fyrir það, þótt vjel- in sje gjörð af mikiu hugviti, og sje talsvert merkileg, get jeg ekki sjeð að hún hafi nokkurt praktiskt verðmæti. Það get jeg alls ekki verið yður samdóma um, sagði húsmóðirin með einkennilegu augnaráði — Jeg held einmitt að þessi uppfundning prófessorsins hafi mikla praktiska þýðingu. — Foffenstein leit til hennar og brosti þakklátlega — Og um leið og hann þakkaði henni fyrir Iofið sagði liann — — Það væri mikill heiður fyrir mig að mega sýna yður eina af þessum vjelum-------- — En hvað er þetta? segir hann alt í einu — Það steig einhver ofan á fótinn á mjer. — Frú Fastley, sem sat við hlið prófessorsins, flýtti sjer að afsaka ógætni sína, og Ieit örvæntingaraug- um yfir borðið til húsbóndans er sat gegnt henni. Mjer — mjer virtist, herra próf- essor — sagði húsbóndinn—þegar vjer vorum að tala um þessa merkilegu uppfundningu yðar í morgun, að hún væri ekki með öllu hættulaus — Náttúrlega, hm! í höndum samvizkulausra manna mun hún áreiðanlega verða — hm! — hættuleg. Eftir því sem mig minnir sögðuð þjer að hún gæti skýrt frá hver væri heiðarlegur í starfi sínu. — Haldið þjer nú ekki að hún muni fremur — ja — rugla og deyfa verklega framtakssemi ? Jú! — jú! —það er einmitt það, sagði Stollway. — Honum datt'í hug hlutafjelagið, sem hann seinast hafði komið á laggirnar. Hvað sem því líður, sagði nú frú Bulpett í injög ákveðnum róm. — Jeg treysti því, að þjer efnið 4o - orðið, sem þjer gáfuð mjer um að sýna mjer eina af þessum merkilegu og • skemtilegu vjel- um. (Nú fjekk Búlpet slæmt hóstakast), en frúin hjelt áfram — Jeg held að þessar vjelar sje mjög nytsamar til þess að komast fyrir — ja — alla mögulega hluti. Foffenheim gortaði óaflátanlega. af uppfundningu sinni, án þess ^ hafa minsta grun um þann kulda- hroll, sem sló að þessu heldra fólki af orðum hans — Frú Bulpett sá að ómögulegt var að halda uppi almennum samræðum við borðið °g því frúnum bendingu um að þær gæti staðið upp. — Stollway tók fyrstur til máls — Ef jeg væri í yður sporum, próf- essor, sagði hann í sterkum embættis- legum róm — mundi jeg ekki halda lengra út í þetta — Lítið þjer nú á — Vísindalega skoðað er það náttúrlega mjög laglega gert að geta lesið hugsanir manna, en — hvaða gagn gerir það í viðskiftalífinu ? — Það kemur til leiðar gjörsamlegri byltingu í viðskiftalífinu — já! — í öllu þjóðfjelaginu, svaraði próf- essorinn — Látið mig aðeins stofna fjelag, og jeg skal sýna yður, hvað not má hafa af vjelinni minni. — Hann rendi út sjöunda Claret- staupið, og blíðan skein út úr aug- um hans gegn um gleraugun — Stollway sagði ekki fleira, og óvið- feldin þögn kom yfir samkvæmið — Húsbóndinn reyndi að beina samræðunum á aðrar brautir, en það mishepnaðist — þó »hugsím- inn« hefði verið »helvítisvjel« — (og að vissu leyti var haiin það) hefði hann ekki getað vakið meiri eftirtekt og umhugsun en hann gerði. — Þegar gestirnir voru komnir inn í helstu stofuna, rauk hús- móðirin undir eins í prófessorinn og spurði — BEST OG ÓDÝRAST PRENTAR PRENTSMIÐJA D. ÖSTLUNDS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.