Vísir - 10.03.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 10.03.1911, Blaðsíða 3
V í S I R 51 UM LOFTSKEYTI OG NOTKUN ÞEIRRA EFTIR VILH. FINSEN LOFTSKEYTAFRÆDING. Finsen er einasti loftskeytafræðingur ís- lenskur. Hann hefur starfað mörg ár á loftskeytastöðvum og ferðast víða um heim. Nú er hann hjer að semja við alþingi um loftskeytastöðvar hjer (samband við Vest- mannaeyar o. fl. Bókin, sem hjer um ræðir, er saga loft- skeytanna og um gagnsemi þeirra, og er einkar fróðleg og skemtileg. Næstu daga verður loftskeytamálið tekið fyrir á þingi. Pá verður barist af kappi og full hver smuga í þinghúsinu af áheyrendum. Er þá nauðsynlegt að hafa kynt s er bók þessa til að geta fylgst með málunum. Hún kostar eina — 25 aura. Fæst á afgreiðslu Vísis. ortinu og vjelinni — og Flitterby er farinn — Hann þóttist hafa gleymt hugsímanum af því að Flitt- erby hafði verið að fara, en þeir hefðu þurft að tala dálítið saman um viðskifti sín — já! — það var skrambi leiðinlegt. — Nú lagði prófessorinn af stað eftir vjelinni — Með aðstoð Bulpetts og þjónsins hafði hann endaskifti á öllu í forstofunni — Hann fleygði miskunnarlaust um alt gólfið hött- um,. frökkum, kápum, teppum og treflum og aidurtók í sífellu — Hvar er vjelarkrílið mitt? — Hvar er hún? — Djöfullinn sjáifur — Hún hlýtur að vera hjer — eg ljet hana hjer sjálfur — En alt kemur fyrir ekki — Leit- in varð árangur^laus — »Hugsím- inn« var hvergi finnanlegur — Bulpett ljet sem sjer þætti þetta mjög leiðinlegt — Hann lofaði að láta leita rækilega daginn eftir í dagsbirtunni til þess að reyna að heimta aftur hinn tapaða dýrgrip — En hvað sem öðru líður herra prófessor, sagði hann, langar mig til að byðja yður að konia til mín á skrifstofuna mína um kl. 11 á morgun. Stollway og Flitterby verða þar staddir — mjer þætti mjög vænt um að þjer vilduð koma til þess að tala við okkur um fram- tíðarhorfur uppfundningar yðar. — Prófessorinn varð svo himinlif- andi glaður af þessum orðum Bul- petts, að hann faðmaði hann að sjer og rak honum rembingskoss. — Jeg kem aftur kl. 11, sagði hann, og þá verðið þið búin að finna vjelina — Hittumst aftur heilir vin- ir mínir! — Prófessorinn fór nú í yfirfrakkanti sinn og setti upp hattinn, og Bul- pett vjek sjer undan nýum kossi um Ieið og hann fylgdi hinum risa- vaxna þjóðverja til dyra. — Litlu fyrir kl. 11 daginn eftir komu þeir Bulpett, Flitterby og Stollway saman á skrifstofu Bulpetts til þess að ræða gildi »hugsímans« og hvort nokkurra hagsmuna væri af honum að vænta. Þeir höfðu hver um sig hugsað ráð sitt til þess að drepa þessa snjöllu en óþægilegu uppfundningu í fæðing- unni — Nokkru síðar korn prófessorinn hann fleygði af sjer stóru yfirhöfn- inni sinni og settist þegjandi nið- ur. — Fhr. Einkennilegar krossferðir. Ráð- herra vor náði í utanför sinni í dannebrogskross handa Snæbirni hreppstjóra í Hergilsey og sendi honum fyrir djarfmannlega fram- göngu er þeir sýslumaður Barð- strendinga voru fluttir utan á enska botnvórpungnum. Snæbirni hrepp- stjóra fanst sýslumanni, sem enga viðurkenningu fjekk, misrjettur ger er hann hafði verið sð leita rjettar landsins, en Snæbjö n aðeins verið f fylgd með honum, og afbað sjer krossinn og endursendi hann. Ráð- herrann sem ekki hefur varast að menn gætu haft þennan hugsunar- liátt á landi voru var hjer. kominn í vandræði, en sá það þó vænast að senda krossinn enn að Hergils- ey. Krossinn er þar nú sem stend- ur og bíður heimkomu hreppstjóra. Gárungarnir eru að reikna sam- an hvað póstsjóður muni hafa upp úr því á ári, ef krossinn er sendur með annari hverri póstferð. PRENTSMIÐJA D ÖSTLUNDS Sýning gripa Jóns Sigurðssonar. Til minningar um Jón Sigurðs- son forseta er efnt til sýningar í Safnabyggingunni á húsgögnum, gripum og öðru, er hann hefir átt, myndum af honum o. s. frv. Áætlað er að selja aðgang að sýningu þessari og að ágóðinn renni í samskatasjóðinn til minn- ismerkis Jóns.Sigurðssonar. Allir þeir, sem eiga eða umráð hafa yfir gripum eða öðru, sem Jón Sigurðsson hefir átt, eða eru honum viðkomandi á ein- hvern hátt, eru vinsamlega beðnir að efla sýningu þessa með því að ljá alt þess háttar til hennar; menn geri svo vel að gefa sig fram við undirritaðan. Matthías Pórðarson, fornnienjavörður. Útgefandi: EINAR GL'MNARSSON, Cand. phil.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.