Vísir - 22.03.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 22.03.1911, Blaðsíða 3
77 hvað sem háttv. Nd. kynni að vilja leggja til þeirra mála. í annan stað viijum vjer benda á, að það er ekki rjett hermi í áliti meiri hlutans, að stjórnin hafi ekki sýnt dómstólunum hlýðni í því að gegna fógetaúrskurðinum, því að þeim úrskurði hefur einmitt verið fullnægt. Gæslustjóri Ed. Ijet með fógetagerð veita sjer aðgang að húsum, bókum og skjölum bankans, og þeirri fógetagerð hefur verið hlýtt. Enn er þess að gæta, að spurn- ingin um það, hvort ráðherra hafi haft vald til þess að víkja gæslu- stjórunum frá, liggur enn fyrir dóm- stólunum. Jafnframt hefur annar gæslustjórinn höfðað mál gegn Landsbankanum til greiðslu á Iaun- um sínum. Mál þessi hafa að vísu. bæði verið dæmd í undir- og yfirrjetti á þá leið, að ráðherra hafi ekki haft vald til.að víkja gæslustjórunum frá, lengur en til 1. jan. f. á, en málin eru nú fyrir hæðstarjetti og sýnist því sjálf- sagt að bíða þess dóms með frek- ari aðgerðir. Því að ef deildin úr- skurðar nú, að ráðherra hafi ekki haft vald til þessararstjórnarathafnar þá á hún á hættu, að þeim úrskurði verði hrundið af hæstarrjetti. Og ef hæstarjettardómurinn gengur í þáátt,aðfrávikningin hafi verið lög- mæt — en þingið hefur júrskurðað gagnstætt því — þá teljum vjer virð- ignu þingsins stofnað í stórhættu. Okkur sýnist því fjarstæða, að býggjaáskorun um innsetning gæslu- stjóranna á því, að frávikningin hafj ekki átt við lög að styðjast, þar sem það mál er einmitt óútkljáð fyrir dómstólunum. En um rjettmæti frávikningarinnar að öðru leyti verður ekkert sagt að svo komnu, með því að málið má heita alveg órannsakað af nefnd- inni. Þessvegna er það okkar tillaga, að flutningsmenn taki tillögu sína aftur. Alþingi, 20. mars 1911. Hálfdán Guðjónsson. Benidikt Sveinsson. útf'óndum. Pélkstal í Færeyum. 1 Færeyum fór fram fólkstal 1. f. m. og reyndust á eyunum nákvæmlega 18000 manns eða 1652 fleiri en við fólkstalið 1906. Á 5 árum hefur þannig fjölgað fólki þar um tíunda hluta, og er það ekki lítið. V I S 1 R. I Þórshöfn voru nú 2097 íbúar en 1906 voru þar 1791. Hefur þá aukist á 5 árum um 17% Skyldurækni Japana. Erlend blöð geta þessa atviks. 10. jan. síðastl. lá herskivið Ashai í Kynba- vík, var gufubátur bundinn við skipshliðina og hjeldu þar vörð tveir vjelastjórar. Kuldinn var óvenju mikill þessa nótt, en ekki kvörtuðu varðmennirnir. Morguninn eftirfund- ust þeir helfrosnir í bátnum, höfðu þeir þrýst sjer hver að öðrum og vafið um. sig öllum hamptuskum er við vjelina voru. Skrítlur. Frú A: »Maðurinn yðar var sá fyrsti sem talaöi í veislunni í gær.« Frú B: glöð, »nei! er það satt«. Frú A: >Já hann sagði hvar er tappatogarinn«. Jeg vona jeg hafi ekki truflað yður áðan þegar jeg varaðsyngja? sagði ung stúlka við leiganda sem bjó í húsi móður hennar. Syngið þjer fröken? »Já hamingjan hjálpi mjer, heyrð- uð þjer það ekki? »Jú jeg heyrði eitthvert væl en jeg hjelt það væri í rottu sein hefði komist inn í húsið.« Maðurinn: (kemur heim af veit- ingahúsinu). »Hefi jeg ekki oftbeð- ið þig þess góða Soffía mín, að vera ekki að vaka eftir mjer.« Konan: »Það hef eg heldur ekki gert, jeg er nýkomin á fætur til að sjá sólaruppkomuna«. / skólanum. Frökenin: (kennarinn) getið þið sagt mjer börn hvar eða hvernig best er að geyma mjólk til að verja hana súr og óhreinindum, og öðr- um skaðlegum efnum? Lítil Telpa: »Májegsvara fröken*? »í kúnni«. Mjög fallegt og ódýrt tau í fermingarkjóla fæst í Lækjargötu 4. I i i Agætur freðfiskur | undan jökli, fæst í | l I Matarverslun Tómasar Jónssonar 20—25 útsöludrengi fasta vill Vfsir fá nú þegar. Eiga þeir að hafa vUt svæði af bænum hver. Þeir sem duglegir hafa reynst áður ganga fyrir. Þeir sem ónýtir hafa reynst, gefi sig ekki fram. psr BÓKBAND Allt, sem að bókðandi lýtur, fær fólk kvergi íljótar eða betur af kendi leyst en 1 FJELAGSPREBTSMBJinm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.