Vísir - 24.03.1911, Page 2

Vísir - 24.03.1911, Page 2
82 V í S I R Yið bjóðum allskonar ÁYEXTI með lægsta verði í bæmum. I 'Vivj Þykir ekki þörf að fjölyrða í nefndaráliti þessu um þann hag, sem að þessu hlýtur að verða fyrir alt ísland; hversu það verður aðalspor- ið til að gera verslun landsins inn- lenda, auk ýmislegs hagræðis, erað því verður að öðru leyti. Þáþyrfti landssjóður engu til millilandaferða að kosta, en að eins styðja strand- ferðir, sem þá yrðu tíðari og reglu- bundnari en nú. Þá yrði kaup- mönnum út um land, sem veltufje hafa af skornum skamti, auðið að birgja sig hjeðan af vörum smátt og smátt, eftir því sem selst og þörf kallar að. Hins vegar vex nefndinni í aug- um að landssjóður leggi fram helm- ing alls kostnaðar, og þykir sann- gjarnara að beint tillag landsjóðs verði nokkru minna, en að hann ábyrgist aftur fyrir bæinn þeim mun hærri lántöku. Lántöku-ábyrgðina teljum vjer hættulausa landsjóði.en aðalástæðan til hennar sú, að bærinn getur fengið Iánið með betri kjörum ef landið ábyrgist, heldur ef bærinn væri neydd- ur til að taka það á sína ábyrgð. Vér leggjum því tili 1. að í stað 1. málsliðs 1. gr. komi; »Til hafnargerðar í Reykjavík veit- ast úr landssjóði 600,000 kr. gegn því að Reykjavíkurbær leggi fram kostnaðinn að öðru leyti væntanlega 1,000,000 króna.« 2. að í 2. gr. komi »1,000,000« í stað 800,000 Einn nefndarmanna hefir áskilið sér óbundið atkvæði um breytingar- tillögu, er fram kynni koma, um tölu-upphæðir þessar. Til orða kom í nefndinni, að landssjóði væri áskilinn tiltölulegur ágóði (við framlag sitt) af hreinum tekjum bæarins af höfninni; en flest- ir voru þó á því, að ekki bæri fram á það að fara, nema tillagshæð frum- varpsins héldist óbreytt. Alþingi, 17. Marz 1911. Björn Kristjánsson, form. Jón Ólatsson, skrifari. Magnús Blöndahl, framsögum. Björn Þorláksson, með fyrirvara samkv. nefndarálitinu. Jón Magnússon. ‘Jvát ÚtlÖYvduYYl. Þorskveiðar við ísland 1907. 6. þ. m. hjelt dr. phil. Joh. Scmidt fiskirannsóknamaður fyrirlestur í Landfræðisfjelaginu í Kaupmannahöfn. Oaf hann þar meðalannars skýrsluum hve mik- hefði aflast af þorski hjer við land 1907, en það voru 127 þús. smálesta, sem voru 22 miljón króna virði. Af þessu veiddu íslendingar 53 þúsund smálestir, Englendingar 46 þús. smálestir, Frakkar 10 þús. snálestir, Þjóð- verjar 8 þús. smálestir, Færeying- ar 3200 smál., Norðmenn 3200 smálestir og Danir — tuttugu og fjórar smálestir. Fólksialið f Danmörku. 1. Febrúar þ. á. var talið þar og hafa íbúarnir reynst 2 756 873. í Kaupmannahöfn 559502, Árósum, sem er næst stærsta borgin 61 300, þá eru 10 aðrir bæir með 12—42 þúsund íbúa. Dýr málverk. »Maðurinn í rauðu skikkjunni« heitir máiverk eftir ítalska málarann Fizian (f. 1477 d. 1576). Málverk þetta var selt um daginn fyrir 600 þúsundir króna. Annað málverk er einnig nýselt. Það er »Myllan'- eftir Rembrandt (t. 1606 d. 1669). Söluverðið var — tvær miljónir króna. Hungirsneyðin f Kfna er miki enn, og flýja menn úr hinum aðþrengdu hjeruðum, þeir sem komast burtu. Fara þeir þá gjarnan með ránum og grip- deildum. 1500 af þessum sult- arlýð kom nýskeð í þorp, þar sem þeir rupluðu og rændu. Margar þúsundir manna gripu þá til vopna móti þeim og flýði aðalflokkurinn, um 500 manns, inn í gamalt musteri. Þeir sem flóttan eltu kveiktu í musterinu og brendu flokkinn inni. Svarti dauði kominn til Vesturheims. í Bandafylkinu Washington hefur orðið vart við svarta dauða. Voru þarlömenn sýktir er siðast frjettist. Hjónabönd í Indiana. Þingið í Indiana (fylki í Banda- ríkjum N. Am.) hefur í þess um mánuði samþykt lög um að enginn maður fái í hjónaband að ganga nema að hann geti sýnt heilbrigðisvottorð undirritað af tveim læknum. MissMlningurinn. Eftir Rudyard Kippiing. Frh. Þessir menn komu og ljeku við hann og heimtuðu ekki annað en að hann hlustaði kurteislega á það sem þeir segðu. Þeir spurðu hann einkis og var alveg sama um hver eða hvað hann var. Hann kyntist einnig kvenfólkinu. »AIdrei hefur nokkur maður kynst Englandi eins og jeg, sagði Wiltonvið sjálfan sig. Og hann roðnaöi milli rekkvoðanna þegar hann minntist sjálfs sin áður en hann endurfædd- ist, þegar hann brunaði um Hudson- flóann á gufustipi sínu ogstóð svo aftan á sporvagni innanum írskar þvottakerlingar þýska stjórnleysingja og alskonar óþjóða Iýð og varð að ríghalda sjer til þess að vera ekki sparkað til hliðar. Ef nokkur af gestum hans hefði sjeð hann þá mundi sá hinn saini hafa sagt að það væri algerlega amerískt og það kærði Wilton sig ekkert um.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.