Vísir - 05.04.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 05.04.1911, Blaðsíða 2
10 V í S 1 R Verzunin selur vínþrúgMr á 30 aura pundið. Björn Sigfússon 1 s. Einar Jónsson 3 - Hannes Hafstein 4 - Hálfdán Guðjónsson 1 - Jóhannes Jóhannesson aldrei. Jón Jónsson frá Hvanná 4 s. Jón Jónsson frá Múia 4 - Jón Magnússon 2 - Jón Ólafsson 3 - Jón Sigurðsson 2 - Jón Þorkelsson 3 - Magnús Blöndal 3 - Ólafur Briem 2 - Pjetur Jónsson 5 - Sigurður Gunnarsson 7 - Sigurður Sigurðsson 2 - Skúli Thoroddsen 4 - Stefán Stefánsson 1 - Porleifur Jónsson 2 - eða alls 88 ræður. Lög um viiagjald. Afgreidd frá neðri deild í gær. 1. gr. Fyrir hvert skip, sem heíur full- koniið þilfar eða gangvjel, og tekur höfn á íslandi, eða haldið er út frá landinu, skal greiða vitagjald, 25 aura af hverri smálest af rúmmáli skipsins, þannig að hálf smálest eða þar yfirtelstsem heil, en minna broti sje slept. Herskip eru undanþeg- in gjaldi þessu. Vitagjald skal greiða í hverri ferð, sem skip kemur frá útlöndum, og skal það int af hendi á fyrstu höfn, er skipið tekur hjer við land. Skip, sem aðeins eru höfð til innanlands- siglinga, eða haldið er út til fiskjar hjer við land og aldrei fara utan á veiðitímanum greiða vitagjaldið einu sinni á ári, þó aldrei minna en 4 krónur. Árgjaldið greiðist í byrjun útgerðartímans þar semskipið erskrá- sett. Ráðherra íslands hefur heimild til að semja við stjórnir annarra ríkja um vitagjald fyrir fiskiskip þau, er þaðan eru gerö út til fiskiveiða hjer við land. 2. gr. Vitagjaldið rennur í landssjóð. Lögreglustjóri eða sá maður, sem hefur á hendi afgreiðslu útlendra siijy &£,>.1 skipa á staðnum (hreppstjóri eða umboðsmaður sýslumanns),skal inn heimta gjaldið. Þegar vitagjald af útlendum fiskiskipum er innheimt af umboðsmanni lögreglustjóra á stöð- um, þar sem lögreglustjóri er ekki búsettur, ber innheimtumanni 20% af gjaldinu. Sömu innheimtulaun hafa þeir lögreglustjórar, sem nú eru í em- bættum, meðan þeir hafa innheimt- una á hendi. Skyldur er skipstjóri að sýna lögreglustjóra eða umboðsmanni hans dagbók skipsins. 3- gr. Brot gegn lögum þessum varða skipstjóra 10—200 kr. sektum til landssjóðs, að svomiklu leyti sem at- ferli hans á ekki að sætaþyngri hegn- ingu. Með mál út af brotum gegn þeim skal fara sem almenn lögreglu- mál. 4. gr. Hjer með eru úr gildi numin lög 16. nóvbr. 1907, um vitagjald af skipum. 5. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1912. MissMlnmgurinn. Eftir Rudyard Rippling. Frh. »En gerðuð þjer það ekki?« spurði jeg og leit upp. »Nei þeir fóru með mig eins og jeg væri óviti sem heföi verið að leika mjer á járnbrautarteinunum. Það var ekki nokkur minsta þörf á málaflutn- ingsmanni. Eftir nokkurra mínútur rólega samræðu hefði alt verið klapp- að og klárt.« »Jeg byrjaði aftur að Iesa brjefin. Búkonska fjelagið fáraðist um að sökum annríkis gæti enginn af for- stjórunum tekið á móti heimboði W. Sargents, til þess að tala um máliö. Fjelagið vildi taka það greinilega fram að framferði þess enganveginn væri sprottið af illvilja nje heldur'áð tilgangur þess væri peningalegar skaðabætur. En það væri skylda þeirra að vakayfir hags- munuffi fjelagsins og að þeirra yrði ekki gætt, ef lagaákvæði væri sam- þykt um að liver og einn þegn drotningarinnar gæíi, þegar honurn sýndist, stöðvað hraðiestina. En, að öðru leyti — nú byrjaði síðari hluti brjefanna sem var skrif- aður af fimm deildum — jatáði fjelagið að það gæti leikið nokkur vafi á hvort hraðlestin bæri að stansa, þegar mikið lægi við — það væri órætt mál, sem ætti að láta koma fyrir dómstólana. og fyri« efri mál- stotuna, ef nauðsýn bæri til. ! »Þar var mjer öllum lokið,« sagði Wilton, sem hafði tyigst með mjer meðan jeg las brjefið. »Þarna sá jeg að jeg væri kominn í klærnar á bresku stjóninni. F.fri málstofan! Guð varðveiti mig! Og að nrinsta kosti er eg ekki þegn drotningar- innar.« »Á jeg hjelt að þjer hefðuð sótt um rjettindi innborinna> manna.« Wilton dreyrroðnaði og sór og sárt við lagði, að breska stjórnar- fyrirkomulagið yrði að taka stór- breytingum, áður en honum dytti í hug að sækja um rjettindi inn- fæddra þar í landi. »Hvernig Iíst yður annars á málið?« sagði hann, »haldið þjer ekki að Bukonska fjelagið sje gengið af göflunum?« Ekki er jeg viss um það. Þetta, sem þjer íiafið gert, heíir engum dottiðíhug að gera áður, og fjelagið veit ekki almennilega, hvcrnig það á að taka þessu. Hjer sje jeg að það býðst til að senda málaflutn- ningsmann og annan embættismann fjelagsins hingað til yðar til þess að ræða málið í ró og næði; og hjer í öðru brjefi er yður ráðlagt að byggja 7 álna háan múrvegg þakinn með glergöddum við endann ágarðinum yðar.« »Já það er gott dæmi upp á enska ósvífni. Maðurinn sem skrifar mjer um það —einhver af starfsmönn- unum— skrifar aö jeg muni liafa mikla ánægju af að sjá múrinn vaxa dag frá degi! Hafið þjer nokkurn tíma heyrt nokkuð þessu líkt? Jeg hefi boðið þeim nóga peninga til að kaupa nýa vagna og eftirlaun handa þremur kynslóðum af vagn- sjórum, en það er víst ekki það, sem þeir vilja fá. Þeir búast við, að jeg fari til efri mál- stofunnar til þess að fá endan-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.