Vísir - 26.04.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 26.04.1911, Blaðsíða 2
V 54 sendir til stjórnarráðsins beiðni um , að mega ganga undir próf, og skal fylgja henni votturð um kunnáttu hans frá þeim manni eða þeim mönnum, sem hafa kent honum siglingafræði. Enginn getur gengið undir prófin nema hann hafi verið háseti á þilskipi 12 mánuði að minsta kosti eftir að hann varð fullra 15 ára að aldri; svo verður Iiann og að sanna, að sjón hans sje svo fullkomin, sem nauðsynlegt er fyrir stýrimenn. Fánamálið var til 2. umr. í neðri deild í gær og urðu talsverðar umræður enn. Einstakar greinar frumvarpsins voru samþyktar með 13 atkv. gegn 9 og því vísað til 3. umr. Auk þessara 13 voru 2 sem greiddu ekki atkvæði ög teljasí j með meiri hlutanum (það vóru Björn Jónsson fv. ráðherra og Jón Sigurðsson þm. Mýram.) Andstæð- ingar frumvarpsins voru: Eggert Pálsson, Einar Jónsson, Hannes Hafstein, Jóh. Jóhannesson, Jón frá Múla, Jón Magnússon, Jón Ólafsson, Pjetur Jónsson og Stefán Stefánsson,aIt minnihlutamenn. Björn Sigfússon var fjarverandi. Erindi til þingsins. (s. u. = sækir um) 75-77. Skógrægtarstjóri s.u.að laun skógvarða, sem ekki hafaókeypis bústað verði hækkuð í 1500 kr. og 5000 kr. verði veittar til húss handa skógverðinum í Vöglum — að fjárveiting til skógræktar hækki um 5000 kr. og 2000 kr. veitist til að bæta reikningshalla fyrri ára, — s. u. að ársl. sín hækki í|3600 kr. og ferðakostn. verði greiddur með 6 kr. á dag. 78. Ágúst Bjarnason mag. art. s. u. 600 kr. ritstyrk árl. (sem áður.) 79. Sjera Halldór Bjarnason s. u. að fá keypta Presthóla fyrir 2500 kr. eða að sjer verði greiddar 2500 kr. fyrir unnar jarðabætur og 1800 kr. til frekari jarðabóta. 80. Ólafur læknir Þorsteinsson s. u. 1000 kr. árl. til ókeypis lækninga 81. Stjórnarráðið sendir erindi um 300 kr. til landskjálftamælis. 82. Eyrbekkingar s. u. gyrðingar um sandfokssvæði hjá sjer. 83. Þ.menn Eyfyrðinga s. u. 10000 kr. árl. til akbrautar í Eya- firði og 2000 kr. til akvegar í Svarf- aðardal. 84. Þ.m. V.-Skaft.f. s. u. fje til brúar á Fúlalæk. V I S I R it ~i' -■ -|— nn iriii ■■iniM— niiwimrT-1- 85. Bogi Th. Melsteð s. u. 1000 kr. árl. til íslendingasögu ritunar. 86. Úmsjónarm. fræðslum. s. u. fje til kenslumála. 87. Vald. Petersen s. u. lækkun á gjaldi af innlendri bittegerð. 88. Pjetur Árni Jónsson cand. , s. u. 800 kr. árl, til fullkomnunar í sönglist. 89. Stefán Eiríksson oddhagi s. u. 1000 kr. árl. (sem áðUr) og fje til að kaupa fyrir muni til iðnaðar- safns. 90. Reynir Gíslason s. u. 800 kr. árl. til fullkomnunar í hljóðfæra- slætti. Fúlilækur. Hvers vegna er ekki gjörður alfaravegur fyrir ofan uppsprettu- augu ökulsár á Sólheimasandi einsog nú er gjört á Jökulsá á Breiðmérkursandi og gefst vel> Pví benda ekki þingmenn Skaft- fellinga þinginu á það? Miggrun- ar að brúargerð á Jökulsá á Sól- heimasandi sje barnaglingur; van- hugsun. Hvernig á brú að standa þar, þegar jökulhlaupin koma, fremur en á Jökulsá á Breiðamerk- ursandi? Hvorki ferja nje brú hafa hina minnstu þýðingu á þessum ám. Það gjöra jökul- hlaupin. Ekkert annað en vegur fyrir ofan augun þar sem þær koma undan jöklinum. Það er hægt hjá hinu. í því er manns- vit en hinu að jeg held, víst óvit. Nauðsyn að gjöra veg sem fyr á minst yfir Jökulsá á Sól- heimasandi, eitt hið skæðasta og versta manndrápsvaín á land- inu. Athugi þingið þetta. 24—4 1011. Lárus Pálsson. Verzlunarfrjetiir. Kciupmannahöfn 7. apríl. Innlend vara: Verflið fyrir 100 vopr (kiio) Hveiti (130—132 pd.) kr 12,80—13,00 Rúgur (123—126 pd.) — 9,80—10,20 Bygg (110-116 pd.) - 12,20-12,80 Hafrar (87-92pd.) — 10,70—10,80 Útlend vara: Hveiti rússn. og amer. kr. 14,30—15,30 Rúgur (122 pd.) — 10,10—10,60 Hafrar (87-91 pd.) — 10,50—10,75 Byge (102—112 pd.) — 12,00 Mais — 9,75—9,90 Nýtt mál. í Tacoma-tíðindi í Ameríku stendur eftirfarandi aug- lýsing: Á fjölmennum fundi í Tacoirm Washington, Ameríku, þar sem saman voru komnir menn af þremur norður- landaþjóðunum, Svíar,Norðmenn og Danir, 8. mars 1911, var sarnþykkt með miklurn rónri: >Vjer, grein af hinu stóra Norður- landabræðrabandi í Ameríku, í Ta- coma, álítum, að það-mundij gott og skynsamlegt fyrirtæki fyrir hinar gömlu fósturjarðir ’ vorar, S aríki, Noreg og Danmörk, að^ sameinast um að taka upp sameiginlegt mál fyrir alla Norðurlandamenn í Ev- rópu og Ameríku, með reglulegri málfræði og með svo mörgum enskum, þýskum og hollenskum orðum, sem hinar kæru fósturjarðir vorar -álíta hentugt að taka upp. Öll Norðurlandablöð í Evrópu og Ameríku eru beðin að taka þessa samþykkt upp.« Viðsjár með Kínverjum Og Rússum. Kínverjar eru nú sem óöast að draga að sjer hersveitir á landamærum Síberíu. En sendi- menn sendir um land alt til að hvetja menn til herþjónustu. Munu nú um 130 þúsund hermanna vera komin til Charbin og nærliggjandi staða, en nú er Charbin orðin iaus við svartadauða. Hefur þar ekkert tilfelli komið fyrir í langa tíð. Kín- verjarjjjleita'v'sjerú^OO miljón króha lán hjáé Ameríkumönnum. Rússar eru mjög hræddir við þennan við- búnað. þeir hafa ekki nema 25 þús- undir manna þarna eystra' og sitja þeir-1600 rastir frájlandamærunum. Er, nú verið að endurbæta Síberíu- brautina og setja upp loftskeyta- stöðvar. Frá Aþenuborg. Ung- frú Panagrotato Jeinkakennari í læknisfræði ætlaði 30. f. m. að halda fyrirlestur við tiáskólann, en stúdentar voru ekki ánægðir með, að kvenmaður hefði á hendi kjenslustörf við háskólann, og gerðu háreysti mikla. Var hróp að um salinn: »Út með hana!« »Farðu fram í eldhús!« »Það er farið aðjjbrenna við!« » Littu eftir börnunum,!« o. s. frv. Þegar átti aðjjsefa óeyrðirnar lentiíh nd ö m ir brotnir, enfnokkrar konur,rsem viðstaddar voru, fjellu í ómegin. Yfirráðgjafinn og dómsmálaráð- herrann voru viðstaddir og varð þjappað að þeim töluvert, en sluppu þó út óskemdir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.