Vísir - 30.04.1911, Blaðsíða 1

Vísir - 30.04.1911, Blaðsíða 1
47 16 Kemurvenjulegaút kl.ll árdegis sunnud. þriðjud., miðvd. fimtud. og föstud. 25 blöðin frá 1. apr. kosta: A skrifst. 50 au. Send út um Iand 60 au. — Einst. blöð 3 au. Afgr. í Pósth.str. 14A. Opin rnestan hluta dags. Óskað að fá augl. sem tímanlcgast. Sunnud. 30. apríl 1911. Sól í hádegisstað kl. 12,25“ Háflóð kl. 6,12“ árd. og 6,36“ síðd. Háfjara kl. 12,24“ síðd. Póstar. E/s Botnia frá útlöndum. . Afmæli. Eiríkur Gísli Eiríksson,skipstj.,32 ára. Erlendur Jónsson, íshúsvörður,50 ára. Frú Jóhanne Jónsson. Poul Otto Bernburg, verslunarmaður, 29 ára. Sjera Jóhann sextugnr. Höfuðstaðurinn flöggum prýddur? Það þarf oft ekki mikið tilefni til þess að flögg komist nálæga á hverja stöng í þessum bæ. Jafnvel mjög óverulegir við- burður, sem ekki tekur að nefna, geta komið þessu á stað. En nú var meiri ástæða fyrir hendi en mjög oft annars, þegar dómkirkjupresturvorsjera Jóhann Þorkelsson varð sextugur síðast- liðinn föstudag; en þann dag sást hvergi flagg á stöng. Það vildi ekki einu sinni svo vel til, að önnur tilefni væru þá heldur fyrir hendi, sem eru þó nær dag- lega. Sjera Jóhann er hvers manns hugljúfi hjer í bæ og hefur verið mjög vinsæll alla sína prests- þjónustutíð hjer, sem nú er orð- in 20 ár, svo að þetta hlýtur að vera gleymska; en það er gremjuleg gleymska. And vari. Fósthræður. Jeg fór í gær á samsöng Fóst- bræðra og skemti mjer allvel. Einar var þó ekki rjett vel upp- lagður, en »söng sig upp«, og síðasta lagið söng hann mjög vel. F.insögur hans tókst ekki vel. Orænlandsvísurfóru vel að vanda, en eru orðnar slitnar. »Kveðju« sungu þeir allt of veikt. Þeir hafa ekki svo mikla rödd, að þeir þurfi að gera svo lítið úr henni og hægt er; það heyrðist varla til þeirra fremst í húsið í þessu lagi, t. d. alls ekki til annars »tenórs«, sem er ljelegasti söng- maður þeirra. Annars sungu þeir margt mjög laglega, og var gerð- ur að góður rómur að verðleik- um. Pollux. Endurskoðunarmaður Lands bankans til næstu tveggja ára var kosinn í sameinuðu þingi í gærBene- dikt Sveinsson alþm. með 21 atk. Þetta starf hefur hann haft á hendi síðastl 2 ár. Jón Laxdal kaupm. hlaut 16 atkv. Bankaráðsfulltrúar fslandsbanka voru kosnir í sameinuðu þingi í gær. Til aðalfundar 1914: Sigurður Hjörleifsson alþm. með 20 atkv. Áður hafði Lárus H. Bjarnason gegnt þessu starfi og hlaut hann nú 19 atkv. Til aðalfundar 1915: Ari Jóns- son alþm. með 22 atkv., var hann endurkosinn til starfsins. Stefán skólameistari Stefánsson hlaut 15 atkv., Lárus H. Bjarnason 1 atkv. og einn seðill var auður. Verðlaunanefnd til þess að úr- skurða um verðlaun úr »Gjöf Jóns Sigurðssonar« var kosin í gær í sameinuða þingi og hlutu kosn- ingu: Dr. Jón Þorkelsson 27 atkv. Dr. B. M. Ólsen 18 — Hannes Þorsteinsson 11 Erindi til þingsins. (s. u. — sækir um.) 104—107. Búnaðarfjelag íslands fer fram á 20000 kr. heimild í fjárl. til lánveitingar til kornforðabúra—að árstilag til sín sje hækkað um 2000 kr. — að 25000 lán sje heimilað handa áveitu á Miklavatnsmýri — Frá Landslmanum. Tvær stúikur geta átt kost á að læra símritun og talsímun f þeim tilgangl síðar meir að taka að sjer störf í forföllum eða fjarveru símaþjóna, annaðhvort hjer í bænun eða annarsstaðar á landinu. Eiginrituð umsókn, hvar f aldur skal t Igreindur, < .éíi-' ? >;«;#.s-.Cú'. i • Sf 11160• staðfest eftirrit af læknisvottorði og kunnáttuvottorði sendist landsímastjóranum fyrir 6. maí næstkomandi. Reykjavfk 28. apríl 1911.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.