Vísir - 07.05.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 07.05.1911, Blaðsíða 2
74 V I S I R Húseignin Austurstr. 17 í Reykjavík er íil sölu. Hiin gefur fáheyrilega góða vexti, og gæti gefið enn hærri ef Ióðin, sem er einhver allra besta í Reykjavík, væri betur bygð. Þegar höfnin kemur, verður lóðin sjerstaklega veí fallin fyrir stóra byggingu. Verðið mjög lágt, en þó bundið við, að sala fari fram fljótt Söluskilmálar ágætir. D. ÖSTLUND. Óánægðir eru einhverfir við Vísi útaf grein- um, sem honum hafa borist og hann birt. Því skal lýst yfir hjer eitt skifti fyrir öll að ritstjórinn tekur ekki á sigaðra ábyrgð á þeim greinum, sem þar standa með dulnefnum( en lagaábyrgðina. Og þó hann sje þeim ósamþykkur finqur hann sig ekki knúðan til að segja álit sitt um þær. Aftur tekur hann þakksamlega við leið- rjettingum og er einnig ánægður við þá sem vilja kvitta fyrir það, sem þeim mislíkar, með upp- nefnum eða því um líku. Sumir vilja ekki láta birta af- :mæli sín. Það er tekið til greina þegar það er vitað. Hafiiarfjarðarpósturiiiii. Póststjórnin auglýsir að póstvagn- inn fari úr Hafnarfirði, áleiðis til Reykjavíkur, kl. 10 að morgni. Það er hæpið að þessu ákvseði sje fylgt því að klukkan er oft farin að ganga tvö, er vagninn kemur hingað, en setti hæglega að geta komið á hádegi, ef hann legði af stað á rjettum tíma. Þessi brot á áætluninni eru þó hverfandi hjá því sem á milli ber um brottför vagnsins hjeðan, Sam- kvæmt póstgönguauglýsingu á hann að fara kl. 4 síðd. en það er í seinni líö hreinasta undantekning ef hann fer þá. Oftast er kl. orðin 5 þegar vagninn dregst af stað og það vill jafnvel til að hann fer ekki fyrr en kl. að ganga 7. Það er hverjum manni bersýni- legt, að þetta er óafsakanlegur slóða- skapur og efalaust samningsrof að því er flutning á pósti snertir og getur verið hvumleitt mörgum, en þó er þessi óregla póstsins farþeg- um enn óþægilegri. Þeir koma á stöðina á ákveðnum tíma en þurfa svo aö hýma þar á götunni svo klukkustundum skiftir. Þegar áætiunardag vagnsins ber upp á helgidag er ferðinni að jafnaði slept. Líklega stafa þau svik af trúarástæöum, sem mörg önnur, en það er ilt að láta heilbrigða menn, sem þurfa að hafa gagn af póstinum gjalda þess. Ef Hafnarfjarðarpósturinn bætir ekki ráð sitt, væri æskilegt að póst- stjórnin veitti honum lausn. Kampmaður. TJr ruslakistu Plausors. i. Veisluspjöllin í Dal. Frh. »Hvortsem það eru „kompliment” eða „kompliment” ekki, þá sný jeg ekki aftur með það, og jeg vildi helst að þjer vilduð fara til fjandans, með handbókina yðar svo jeg sæi hana aldrei framar.* »ViturIega mælt af presti,« sagði hreppstjórinn og mundu þeir hafa farið að kýta út af þessu ef þau Sveinn á Tinduni og Gróa á Bjargi hefðu ekki komið inn í þeim svifum. *Hvað er þjer á höndum, Sveinn minn?« spurði hreppstjórinn. »Jeg þarf að finna prestinn,* sagði hann. »Hann er þá hjer,« gall prestur við. — »Jeg óska yður til Iukku.« »Og jeg ,gratúlera,’« sagði hrepp- stjórinn og tóku þeir svo í hendina á þeim Sveini og Gróu. »Já, þakka ykkur fyrir það,« sagði Sveinn. »En yður hefur orðið dá- lítið á prestur minn, þjer hafið gift mjer aðra konu, en jeg áttr að fá. Hún Gróa þarna, húsmóðir mín gamla, er nú orðin konan mín óvart og hvernig í ósköpunum gat yður dottið í hug að fara að gifta mjer hana?« »Hvernig í dauðanum átti jeg að vita hvaða konu þjer vilduð fá«, sagði prestur. »Ef að nokkuð er skakt við þessa giftingu, þá er það sjálfumykkurað kenna; þið hafið staðið saman, játað spurningunum sem fyrir yður voru lagðar, tekið ■■ 1 "». —— saman höndum og svo náttúrlega orðið hjón.« »Þó aðþjerkallið þetta rjettmæta giftingu«, sagði Sveinn, »þágetjeg ómögulega unað við hana, og krefst jeg því af yður, prestur minn, að þjer látið mig sem allra fyrst fá leiðrjettingu á henni aftur.« »Það er ómögulegt að leiðrjetta það«, sagði prestur, »því það, sem guð hefur samtengt, getur maðurinn ekki aðskilið.* »Verður það ekki skoðað svo, sem það hafi óvart orðið hausavíxl á brúðunum?« spurði Sveinn. »Eða þá hausavíxl á brúðgum- unum?« spurði Gróa. »Það verður ekki skoðað öðru- vísi en að þið sjeuð löglega gift hjón,« svaraði prestur, »hvort sem hausavíxl hefur orðið á ykkur eða ekki. En hvernig er það með stúlkuna, yðar, Sveinn ? Hefur hún þá gifst honum Gísla?« »Nei, ekki hefur það nú orðið, því stúlkuna ' mína, hana Áslaugu, hefur yður þóknast að gefa honum Magnúsi í Stöng.« »Það hefur þá orðið hausavíxl á því öllu,« sagði hreppstjórinn í hálfum hljóðum við sjálfan sig. »Og alt orðið hringlandi vitlaust hjá yður,prestur minn«,sagðiSveinn. »En hann Gísli,sem átti að fáhana Gróu, konuna mína, hefur orðið langbest úti með giftinguna, því hann hefur fengiö hana Margrjeti ríku í Skarði, sem hann Magnús hafði ætlað sjer, og er jeg hræddur um, að ekki verði hann ánægðari en jeg, þegar hann kemur að tala við yður, því ekki eru efnin hjá henni Áslaugu.« »Þjer ættuð að geta sætt yður við hana Gróu,« sagði prestur, »því hún er líka sögð rík.« »Ekki verður borið á móti því, að hún sje efnuð,« sagði Sveinn, »ef búinu þeirra yrði skift, en þó hefði jeg fremur kosið, að þjer hefðuð gift mjer annaðhvort hana Áslaugu eða Margrjeti heldur en þessa Gróu. Hún hefur líka fjögur börn í eftirdragi, sem hún hefurátt með honum Gísla, og það er of í mikil ómegð fyrir mig, að verða að í forsorga þau fyrir hann.«

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.