Vísir - 14.05.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 14.05.1911, Blaðsíða 2
94 V í S I R m 3» jtá útföw&um j * ____ ®r • Járnbrautarslys varð mik- ið í Bandaríkjunum 30. f. ’ m- Járnbrautarlest, sem fór; með miklum hraða (l‘/8 röstiármín- útunni) fór út af spotína og hrapaði niður af háum garði. Með þessari lest voru 250 kenn- arar, sem voru á leið að heim- sækja Taft forseta. Þegar dóu 28 af þeim, en 100 særðust og nær helmingur þeirra mjög hættu- lega, svo tvísýna er á lífi þeirra. Eldur kom upp í vögnunum. Ekkert vatn var við hendina til þess að slökkva, og allmargir særðir menn, sem láu undir vögn- unum, brunnu með þeim. « Uppreisn f Kfna. Seint í fyrra mánuði komust yfirvöldin í Kanton (borg með hjer um bil 1 miljón íbúa) á snoðir um það, að samsæri værigertgegn undir- konginum þar. Voru því allir dýrgripir færðir úr höll hans og hervörður settur þar. 29? f. m. var einn santsæris- mannanna tekinn fastur, og braust þá uppreistin út, og var það fyr en til stóð annars. Samsæris- menn ruddust í flokkum til hall- arinnar með hnífa og skambyss- ur að vopni og veitti þeim fjöldi borgarbúa liðveislu. Við höllina var fyrir her manns, og sló þqgar í harðan bardaga. Kviknaði í höllinni og brann hún til kaldra kola. Sömuleiðis kviknaði í mörgum húsum og má búast við að allmikið brenni af borginni. Borgarhliðunum var lokað þegar í byrjun upphlaupsins, svo eng- inn komst þar inn eða út. Öll símasambönd eyðilögðust og hafa því ekki fengist greinilegarfrjettir af ástandinu, en talið er að fallið hafi og særst fyrsta daginn á 2. þúsund manns. Englendingarhafa sent herskip til borgarinnar. Alþýða manna í Suður-Kína hefur samhug með uppreistar- mönnum; er umalt landið ósleiti- lega unnið að æsingum gegn stjórninni fyrir nýa skatta, sem hún hefur lagt á nú í mikilli óáran, þar sem matvara (hrís- grjón) er í mjög háu verði. Getur því uppreistin orðið mjög víðtæk. Stjórnarherinn beitirhins vegar hinni mestu grimd og er fjöldi fanga tekinn af lífi án dóms og laga. leynið okkar Úr rnslakistu Plausors. Afilfrrn ¥ p ¥ ágæta Margarine. t No. 1 kostar 0,60 pr. pd. | í lO punda vís 0.55. No. 2 kostar 0.55 pr. pd. í IO punda vís 0.50. | Verslunin Edinborg. | Reykjavík. »Ekki dugir að láta matinn fara til ónýtis«, sagði Sveinn. »Það er líka synd um svo góð- an mat,« sagði hringjarinn. »Jeg hef einhver ráð að koma honum fyrir,« sagði Gfsli, »þvíjeg hirði hann náttúrlega og gef hann fólkinu mínu um sláttinn í sumar.« »En þá verður farið að slá í vellinginn,« sagði hringjarinn. »Jeg læt hann Gísla ekki búa að því, sem jeg hef lagt til veislunn- ar,« sagði Magnús, »en krefst þess, af hreppstjóranum, að hann ríði með okkur upp að Bjargi og haldi þar uppboð á matnum og sje hver vel- kominn að koma þar, sem vill. Svo krefst jeg þess af ykkur báð- um, prestur og hreppstjóri að þið látið okkur Áslaugu fá skilnað.« »Hins sama krefst jeg 1 íka,« sagði Sveinn. * »Ski!nað getig þið ekki fengið, nema konurnar ykkar sjeu því sam- þykkar,« mælti prestur. »Við erum allar samþykkar skiln- aði,« sögðu þær Áslaug, Gróa og Margrjet. «En því er jeg niótþykkur,« mælti Gísli, »að Margrjet skilji við mig.« »Þá geta þau aðeins fengið skiln- að, Magnús, Áslaug, Sveinn og Gróa,« sagði prestur, »en ekki þau Gísli og Margrjet; því til þess að geta fengið skilnað, verða bæði hjón- in að vera ásátt uni það. En eins og hreppstjórinn hefur áður tekið fram, getur ekki lögskilnaður orðið fyrri en eftir þrjú ár og verðið þið því að búa saman eða forsorga hvert annað þangað til.« Frh. Veisluspjölliii í Dal. Frh. »Nú er þá loksins komið lag á þetta allt saman«, sagði hringjarinn, »svo við getum farið að ríða í veisl- una og fengið okkur eitthvað til snæðings. Jeg seigi fyrir mig, að jeg er farinn að finna til garnanna síðan um dagmál í morgun og nú er bráðum komin miðaftan*. »Já jeg tala nú ekki um slíkt«, sagði hreppstjórinn. »Það situr enginn í boði hjá mjer fyr en jeg fæ hana Margrjeti«, sagði Magnús. »Og einginn hjá mjer«, sagði Sveinn, »fyrst jeg gat ekki fengið neina aðra en hana Gróu«. »Þá verða allir í boði hjá mjer«, sagði Gísli, en ásátt gátu þau þó ekki orðiö um það hin brúðhjónin. »Þið ætlið þó ekki að hafa boðs- fólkið fyrir narra«, sagöi hringjarinn, »og láta alla standa málþola hjer í dag. Ef svo er verður hún mörg- um minnisstæð, veislan á Bjargi*. ' »Það láta brúðhjónin ekki spurj- ast um sig, að boðsfólkið verði allt að fara matarlaust heim«, sagði hrepp- stjórinn. »Það er okkur þó að detta í hug«, sagði Magnús.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.