Vísir - 24.05.1911, Blaðsíða 1

Vísir - 24.05.1911, Blaðsíða 1
58 VISIR Kemurvenjulegaút kl. 11 árdegis sunnud. þrjðjud., miðvd., fimtud. og föstud. 25 blöðin frá21. maí. kosta: Á skrifst.50au. Send út um land.60 au.—. Einst.blöð3au. Afgr. áhorninuáHotel Island 11-3 og 5-7. Óskað að fá aujrl. sem tímanlegast. Miðvikud. 24. maí 1911. Sól i hádegisstað kl. 12,25' Háflóð kl. 2,10' árd. og kl. 2,36' síðd. Háfjara kl. 8,22' árd. og kl. 8,48' síðd. Póstar. E/s Kong Helge til Leith og Hamb. E/s Ask að vestan. Álftanespóstur fer og kemur. Hafnarfjarðarpósturkemurkl. 12 fer kl. 4. Afmæll. A. A. V.Meinholt,húsgagnasmiður26ára. Sigfús Eymundsson, agent 74 ára. Veðrátta f dag. Reykjavík Isafj. Bi.ós Akureyri Qrímsst. Seyðisfj. Þorshöfn be o .3 •43 734,6 736,7 736,0 735,5 703,0 737,1 748,6 + 4,4 + 1,4 4- 3,4 -j-6,0 + 4,6 •+¦ 7,Q -(- 7,5 VSV 1< S NNA VNV s ssv vsv Alsk. Alsk. Hálfsk. Skýað Skyað Halfsk. Skýað Skýnngar: N = norð- eða norðan, A = aust- eða austan, S = suð- eða sunnan, V = vest- eða vestan. Vindhæð er talin í stigum þannig: 0 = logn, 1 = andvari, 2 = kul, 3 = go!a, 4 = kaldi, 5 = stinningsgola, 6= stinningskaldi, 7 = snarpur vindur, 8 = hvassviðri, 9 = stormur, 10 = rok, 11 = ofsaveður, 12 = fárviðri. Appelsínur 3 teg. hver annari betri í verzlun Einars Árnasonar. o 0 OSTAR bestir í verzlun Einars Arnasonar. =ö Þórdfs Jónsdóttir Ijósmóðir er flutt á Klapparstiy 1 niöri. Auglýsingar er sjálfsagt að setja í Vt'si, þær eiga að útbreiðast vel þær eiga að útbreiðast fljóít þær eiga að lesast alment Í Frírnerki I T einkum þjónustufrímerki og T | Brjefspjöld | v kaupir 9 ri EINAR GUNNARSSON hæsta verði. Á afgr. Vísísis kl. 12—1. Ur bænum. Skipafrjettir. E/s Vesta kom frá ísafirði á sunnudagsmorgun. Meðal farþega voru Guðm. skáld Guðmundsson á Stórstúkuþingið. Hún fór á mánud. til útl. E/s Ceres kom í gærkveldi og með henni fjöldi manns. Allmargir túristar enskir og þýskir og nokkuð af fólki frá Austfjörðum. Af komu- mönnum hefur frjettst um Muller kaupmann og Koefod-Hansen skóg- ræktarstjóra. Botnvörpuskipin eru komin: Jón Forseti með 55 þús. Leiguskip (Jón Jóh.) — 63 — Leiguskip (Kolb.) — 50 — Þau höfðu verið að veiðum nú á svokölluðu Hvalbaki útaf Berufirði eystra. Frumvarpsandstæðingar hafa kosið í miðstjórn sína þá: Benedikt Sveinsson, Björn Jónsson, Björn Kristjánsson, sr. Jens Pálsson, Dr. Jón Þorkelsson og Magnús Blöndahl. Heimastjórnarmenn hafa kosið í sína miðstjórn þá: Ágúst Flygen- ring, Halldór Jónsson, Hannes Haf- stein, Jóu Ólafsson og Lárus H. Bjarnáson. Á ísafjarðardjúpi var góður afli þegar á sjó gaf þar til nú nýverið að beitu þraut. En á föstudags- kveldið veiddust á ísafjarðarpolli 50 tunnur af síld, sem miðlað var öll- um veiðistöðum kring um djúpið. Á Laugardaginn var aftur dregið fyrir og mun hafa fengist álíka mikið. ^xi úUotvdum. Loftskeytastöð á Spits- bergen. Norska þingið hefur í einu hljóði samþyt að byggja loftskeylastöðvar á Spizbergen og í Hammerfai5t, og hefur veitt til þess 300 þúsund krónur. Lúthersbrjef. Áuppboði.sem nýlega var haldið í Leipzig, á brjef- um og handritum, var meðal ann- ars brjef frá Lúther til Karls keisara V. Skrifaö 28. apríl 1521. Fyrsta boð var 5 þúsund mörk, en á fám mínútum var verðið kom- ið upp í 102 þúsund og var brjefið þá slegið. Það hreppti miljóna- mæringurinn ameríkanski, Pierpont Morgan. Japanska Suðurskauts- förin. Pá illa takist til með suðurskautsför Japana, svo sem frá 'var skýrt í Vísi um daginn, þá eru þeir þó ekki af baki dottnir enn. Shirase hershöfðingi, sem fyrir þessum leiðangri stóð, ætlar að halda aftur af stað í septem- er næstkomandi og fær hann nú styrk úr ríkissjóði Japana, svo búast má við að nú verði hann að öllu betur útbinn en síðast.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.