Vísir - 30.05.1911, Blaðsíða 1

Vísir - 30.05.1911, Blaðsíða 1
61 5 Kemurvenjulegaút kl. 11 árdegis sunnud. þrjðjud., miðvd., fimtud. og föstud. 25 blöðin frá 21. maí. kosta: Á skrifst.50 au. Send út um Iand60 au.— Einst.blöð3au. Afgr.áhorninuáHotel Island 11-3 og5-7. Óskað að fá augl. sem tímanlegast. Þriðjud. 30. maí 1911. Sól í hádegisstað kl. 12,25' Háflóð kl. 6,52' árd. og kl. 7,19' síðd. Háfjara kl. 1,4' síðd. Afmæli. Ungfrú Ingibjörg Brands kennari. Veðrátta í dag. * Loftvog £ '•< Vindhraði Veðurlag Revkiavík 761,6 _ (-11,2 A 3 Alsk. ísafjörður 763,3 - -11,0 0 Regn Blönduós 764,3 4 10,5 SSA 5 Regn Akureyri 764,4 r16,5 S 7 Skýað Grímsst. 731,4 - -15,0 s 4 Ljettsk. Seyðisfj. 766,6 H - 7,9 0 Heiðsk. Þórshöfn 772,1 + 74 0 Þoka Skýrmgar: N = norð- eða norðan, A = aust- eða austan, S = suð- eða sunnan, V = vest- eða vestan. Vindhæð er talin í stiguni þannig: 0 = logn, 1 = andvari, 2 = kul, 3 = go!a, 4 = kaldi, 5 = stinningsgola, 6= stinningskaldi, 7 = snarpuf vindur, 8 = hvassviðri, 9 = stormur, 10 = rok, 11 = ofsaveður, 12 = fárviðri. Sendið Hvítasunnuaugl. yðar sem tímanlegast. Nýungar frá Tunglinu. Eldgígur hverfur og kemur aftur fram. Þýski stjörnufræðingurinn Dr. J. Korn hefur nýlega birt opinberlega skýrslu um tunglrannsóknir sínar og þyka þær mjög nýstárlegar. Dr. Korn skýrir þar frá því að hann hafi á síðastliðnu ári orðið þess var að eldgígurinn »Taguet« hafi liorfið all oft og komið fram aftur í sömu mynd. Gígur þessi er lítill, en að jafnaði sjest þar greinileg dæld. Hinn 15. febr. í fyrra sást ekkert til þessa gígs, og virtist þar vera sljett land, sem gígurinn áður var og næstu nætur var flatneskjan óbreytt. En 28. febr. kom gígurinn aftur í sinni gömlu mynd og hjelst hann svo lengi. Nóttina til 13. júní var hann aftur horfinn, en kom- inn enn nóttina þar eftir, og hefur fyrir börn frá 6-8 ára. Kennari: Sigurður Vigfússon. Kennslntími: l stund á dag. Ekki fleiri en 16 börn i deild. Kennslulaun: 2 kr. um mán. fyrir barnið. Borgun fyrir- fram. Umsóknum veitt móttaka að Skóla- vörðustíg 22, fram til kl. 10 að morgni, og á afgreiðslustofu Vísis kl. 11—3, og 5-7. svona komið fyrir all oft að gígur þessi hefur horfið og komið fram á ný. Ríkisþingið danska endaði 13. þ. m. og hafði það lokið við og afgreitt 58 lög, en 32 frum- vörp voru óútrædd eða feld. Af þessum 32 frumvörpum voru 21 stjórnarfrumvörp og 11 þingmanna- frumvörp. Öll frumvörpin, sem að lögum urðu voru frá stjórninni. Hæstu trje í heimi. Lengi hafa menn álitið, að trjein í Yo- semitedalnum í Kaliforníu væru hin hæstu trje í heimi, en nú er vissa fengin fyrir því, að enn hærri trje eru til. Þessi Kaliforn- íutrje eru samt þau gildustu,sem menn þekkja enn. í Ástralíu eru um 400 tegund- ir af trjám, sem einu nafni kall- ast Eukalyptus-trjein á vísinda- máli, en almenningur kallar þau Gummítrje. Þau eru mjög hörð í sjer og hinn besti efniviður. Þau eru beinvaxin og afar há. 30—35 stikur upp eftir trjáboln- um eru engar greinar og þykir sá hlutinn líkjast mjög marmara- súlum, vöxturinn er svo reglu- legur og trjein svo hörð. Meðal hæð þessara trjáa er freklega 100 Lung fegursta myndin af h öfn- inni, sem til er, þar sem allur fiskiskipaflotinn sjest ásamt Ing- ólfi, er tekin af Magnúsi Ólafssyni, kostar aðeins 3,00 kr. upplímd. Fæst á afgr. Vísis. stikur (eða um 318 fet). En ny- lega hefur fundist á svo kölluð- uðum Gipsmörkum í suðvestur- hluta Viktoríuríkis skógur af óvenjulega háum trjám þessarar tegundar. Hafa nokkur af þeim sem mæld hafa verið, náð 160 stikum en talið er að til sjeu þar nokkru hærri trje eða alt að 170 stikum (um 540 fet) og eru þau trje talin hæst í heimi. Kosningalmgleiðing. Nú fara þingkosningar í hönd og er því ástæða fyrir kjósendur að athuga hverja þeir eiga að velja, svo að hugsjónir þeirra þokist sem næst markinu. Með þjóð vorri eru tveir aðal- flokkar. Er annar Skilnaðarflokkur cn hinn mætti kalla Sambandsmenn. Skilnaðarmönnum mætti skifta í tvo flokka, eftir því hvort þeir óska að skilnaðurinn verði á næstu árum eða þeir vilja hafa verulegan tíma til undirbúnings. Sanibandsmönnum mætti einnig skifta í tvo flokka, þar sem annar er ánægður með núverandi samband óbreytt, eða með litlum breytingum, en hinn sem vill hafa sambandið sem nánast. Auk þessara flokka hefur lengi verið á alþingi flokkur nokkur, sem I kalla mætti Eiginhagsmunamenn og þarf það nafn ekki útskýringar. Annars voru þingmenn síðasttaldir í Heimastjórnarflokki, Þjóðræðis- flokki, Landvarnarflokki og Flokks- l

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.