Vísir - 31.05.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 31.05.1911, Blaðsíða 2
22 V í S I R Verð á olíu er í dag: 5 og 10 potta brúsar 16 aura pr. pott »Sólskær Standard White«. 5 — 10 — — 17 — — — »Pennsylvansk Standard White«. 5 — 10 — — 19 — — — »Pennsylvansk Water White.c 1 eyrl ódýrari t 40 potta brúsum. Brúsarnir Ijeðir skiftavinum ókeypis. Menn eru beðnir aö gæta þess, að á brúsanum sje vörumerki vort bæði á hliðunum og á tappanum. Ef þið viljið fá góða oliu, þá biðjið um þessi merki hjá kaupmönnuni ykkar. >le Matin« því upp, að heilt ríki— lýðveldið Counani — með forseta, 12 ráðherrum, löggjafarþingi og sendiherrum í öllum ríkjum — sje als ekki til sje helber tilbúningur — húmbúgs-brellur sniðugra þorp- ara, til að blekkja auðtrúa menn og titla — og tildursjúka ræfla. Aðaldrættir þessa æfintýris eru þannig: Rauðskinna. Fimm ár eru síðan að Adolphe Brezet, forseti Iýöveldisins Counani, sendi bók nokkra, sem nefnd hefir verið > Rauðskinna« til flestra menn- ingarríkja heimsins. — Utanríkisráð- herra Dana fjekk eitt eintakið. — í bók þessari er »framtíðarlandinu« Counani lýst með fögrum litum. Framtíðarhorfunum makalausu, sem einhverntíma munu vekja undrun og aðdáun heimsins, er hæltáhvert reipi. Landið er sagt að Iiggi milli Brasilíu og forseta Iandeignanna í Guyana. Stærð Iandsins er sögð fimmtánföld stærð Danmerkur. 300,000 hvítra manna og mislitra er sagt að þegar sjeu svo lánsamir að byggja þetta frjósama undraland, og stjórnar þeim forseti lýðveldisins, 12 ráðherrar og löggjafarþing skipað 106 þingmönnum. Landinu er skift í 50 ömt, er hvert hefir sinn amt- mann, sinn skóla og sinn dómstól. Beri stríð að höndum eru 20 þús- undir hermanna til taks. í bókinni er fjöldi stjórnfræðis- legra fylgiskjala, er skýra og upp- lýsa sögu landsins. Með bók þess- ari sneri lýðveldið sjer til stórveld- anna og bað þau að viðurkenna sig sem ríki. — Danska utanrfkis- ráðaneytið leitaði sjer upplýsinga í Brasilíu; og — forsetinn í Counani fjekk aldrei svar frá Kaupmannahöfn. Einsogkvenfatamóðurinn kemurfrá París kemur karlmannafatamóðurinn frá 1 Lundúnum » v r | Kostur gefst mönnum á að fá föt £ saumuð eftir máli t * með nýustu Lundúnagerð | Leitið upplysinga á afgreiðslu Vísis | Counani-ráðherrann í Dan- mörku. Lýðveldisforsetinn hefur unnið sleitulaust í London — þar hefir hann nú verið búsettur seinustu tíu árin. — Hann hefur selt einkaleyfi á auðsuppsprettum Iandsins og út- býtt á báðar hendur orðum og titl- um, og smátt og smátt komið á fót heilli sendiherrasveit dreifðri út um víðaverold. í fyrra náði hann fótfestu í Dan- mörku á þann hátt, að hann komst í samband við agent nokkurn í Frederiksberg, Goudsmit að nafni, gjöröi hann að sendiherra Counani’s o g aðal-ræðismanni fyrir Norðurlönd. Hversdagslega Iifir nú hans hágöfgi sendiherra Goudsmit á því að selja gúmíhringa og tilbúinn áburð, en hefur sendiherrastörfin í hjá verkum. Nýlega útnefndi hann Hann nokk- urn Boholm til ræðismanns fyrir Noreg. En hans hágöfgi Goudsmit mykjusali hefur suðsjáanlega ekki tekið sína hau stöðu næari nógu alvarlega, þar sem hann ennþá ekki hefur mœtt til áheyrslu í Amalieu- borg, og ekki lagt útnefningu sína og eriendisbrjef fyrir Ahlefeldt-Laur- vík greifa, og Boholm ræðismaður hefir enn ekki hugmynd um, að hann sje þegar búinn að vera miss- eristíma ræðismaður Iýðveldisins Counani fyrir Noreg. Útnefningar- skjal hans liggur ennþá meðal óút- genginna heiðursmerkja í kistu- handraða Goudsmits sendiherra. Heimsókn í Counani. Fyrsta boðorðið í Katekismus allra counaniskra sendiherra er það,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.