Vísir - 02.06.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 02.06.1911, Blaðsíða 2
34 V í S I R Afsláttur af karlm.fötum og unglinga til Hvítasunnu í Austurstræti 1. = ÁSG. G. GUNNLAUGSSON & Co. Líkneski Jðns Sigurðssonar. Það er leiðinlegt að þurfa altaf að vera að lesa deilur í blöðum um það,hvar standa eigi líkneski forsetans. Líkneski hvaða forseta? Ef til vill vandræða forseta eða forseta, sem er í álögum? Eftir atvikum má þó ætla að það sje minnisvarði Jóns Sigurðssonar, sem hjer er um að ræða, og satt er það, að forsetanafnið samir hon- um vel, en það er óviðfeldið af því að í lifanda lífi var hann aldrei nefndur þvf, heldur aðeins Jón Sigurðsson. Deilan um hvar líkn- eskið eigi að standa er skiljanleg, því að uppástungurnar eru margar, og allar fráleitar. Þó er varla nokk- ur staður jafn Ijelegur og illa til fallinn sem bletturinn er fyrir fram- an nýja barnaskólann. Stungið hefur verið upp á ýms- um stöðum fleiri, en þeir eru allir óviðunandi nema ef tilvill ráðaneytis- bletturinn. En erþað ekki ónærgætnis- legt að »irritera« stjórnina með þvíað vera að stilla þar upp íslendingi? Nú skal jeg benda á rjetta stað- innn. Hann er á horninu á Póst- hússtræti og Austurstræti við gaflinn á Landsbankanum. Sneiða af garðshorninu, hlaða þar stöpul og setja Iíkneskið á, svo það vísi að Godthaab. Fá mál ljet Jón Sigurðsson sig meira skifta en fjármálin. Væri það þá ekki veltilfundiðaðsetja líkneski hans þarna hjá aðal-peningastofnun Iandsins. Hvergi í borginni er meiri umferð en á þessu svæði: Bryggja pósthús, bankar og aðalverslanir. Úr því að bent hefur verið á svo sjálfkjörinn stað sem þenna, vona jeg að hinir sjeu úr sögunni. Kaupmaður. Til Yiðars frá Ófeigi. Mjer þykir þú heldur en ekki hörundssár fyrir hönd »Bíó« og dönsku leikaranna, Viðar minn; %ð þú skulir hneykslast á þess um fáu meinleysisorðum, sem jeg hafði um þessar hæstvirtu menningarstofnanir í grein minni um tjörnina. Maður skyldihalda,að þúværir meðeigandi í »Bíó« og iofdýrð- arboði hjer í borginni. Sú get- gáta mín mun að minsta kosti ekki fjær sanni en tilgáta þín, að jeg sje eða^hafi verið bæar- fulltrúi hjer. Annars skil jeg ekkert í að þú skulir vera að hnýta í mig vegna leikaranna, og finna það út úr orðum mínum, að mjer þyki þeir selja dýrt, ^ar sem jeg ekki hefi með einu orði minst á,hvort mjer þætti sýningar þeirra dýrar eða ódýrar.— Eða hvar stendur það í grein minni? Eg hefi aðeins — með alt annað fyrir augum — nefnt þá upphæð, sem jeg áætla að sýningar þeirra kosti Reykvík- inga, og hefur þú ekki—oggetur víst ekki—sýnt að sú áætlun sje fjærri lagi. Ef þjer er mjög ant að svara hverju orði, sem vikið er í garð þessara leikara, er þjer best að halda refsiræður yfir »Halldóri« og öðrum, sem um þá og leiki þeirra hafa skrif- að—Iítið lof—, en láta migífriði saklausan. Það, sem jeg sagði um »Bíó« hefurþó vitanlegasviðið þjer sárar, úr þvf að þú nú á annaðborð ert svona tilfinninganæmur—og sagði jeg þó síst meira en það, sem hægðarleikur mun vera af fá fjölda manns til að undirskrifa. Að vísu skal jeg fúslega viðurkenna það, að stöku sinnum eru sýndar myndir í »Bíó«,sem bæði er skemtilegt og fróðlegtað horfa á. En samt sem áður held jeg því fram, að oftar sjeumyndirnar fyrirneðan meðallag, eða »ljelegar og fróðleikurinn þunnur« eins og jeg sagði um daginn og enn vil jeg bæta því við—því þú neyðir migtilþsss—að stöku sinnum hala verið sýndar myndirí »Bíó«, sem betur væru ósýndar, og eng- um manni ætti að leyfast að sýna—allra síst börnum og ung- lingum. Þessu munt þú heldur ekki geta neitað, Viðar minn, ef þú vilt satt segja, og það vil jeg ekki efast um. Annars má það vera gleðirík tilhugsun fyrir aumingja »Bíó«, að mega eiga von á hylli þinni og liðsinni, þegar þú ert kominn í bæarstjórnina hjer,sem vonandi verður vonum bráðar. Niðurl. Halldórr. Þú komst aldrei í leikhúsið góð- urinn minn um daginn eins og jeg var að mælast til. En það gladdi mig að sjá í Vísi í gær að þú ert þó lifandi. Jeg þykist vita að þú hafir fengið nóg af fyrsta kveldinu í leikhúsinu, þegar þú sást að þar voru Danir og farir þangað ekki aftur. Ja, þeir Ijeku nú illa á þig þar samt. Jeg held að Sherloch Holmes gamli þarna í Lundúnum haldi allri sinni frægð og atvinnu fyrir mjer. Minn verkahringur nær ekki

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.