Vísir - 02.06.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 02.06.1911, Blaðsíða 3
V í S I R 35 J 1 ?ersl. Edinborg jj & \% auxa puwd\S. svo langt enn. En af því að þú hefur aukið nafn mitt þá vil jeg gera þjer hinn sama greiða. Jeg vil bæta við þig einu r-i og ætli það ætti ekki að vera upphafs r. Vertu svo í friði Halldórr R. Viðar hinti vísi. Vorið ilmandi. Saga frá Kóreu eftir óþektan höfund. Frh. I-Toreng varð frá sjer numinn af ánægju og gengu þau öll saman upp á Couang-hoa-Iou. Á meðan leit hinn ungi maður grandgæfilega til hinnar ungu stúlku og hugsaði um hve lagleg hún væri. Hún var líka að hugsa um hve fjeiagskona sín væri lagleg. »Mikill er munurinn á stúlkum af göfugum ættum og almúgastúlkum.* Þau töluðust við nokkrar mínútur meðan þau voru að virða fyrir sjer landslagið og benda hvert öðru á hina fallegustu staði. »Æ!«,sagði I-Toreng, »mjer þykir leitt að við höfum ekki kynst fyr. Við hefðum oft getað gengið sam- an eins og í dag.* Á meðan þau töluðust við færði gamla konan sig smám saman fjær og ljet þau vera ein saman. Þá sagði I-Toreng við Tchoun-Hyang. »Jeg ætla að liafa yfir fyrir yður kvæði, sem jeg hef ort, og þegar hann sá að Tchoun-Hyang tók eftir byrjaði hann: »Lífið rennur áfram sem lækur. Þess vegna verð jeg þunglyndur er jeg sje vatnið, en kveðja súl- trjánna, sem vindurinn beygir, hugg- ar mig.« Tchoun-Hyang varð angurvær er hún heyrði kvæðið og svaraði: »Heimurinn er eins og vordraum- ur og við getum ekki verið ung nema einu sir.ni. Það er lítilfjör- Iegt Iíf að skemta sjer aldrei og ganga aldrei út og fyrst við getum ekki verið ung nema einu sinni verðum við að njóta æskufjörsins.« Svo kallaði hún á gömlu konuna og spurði hana því hú hefðin ekki verið kyr hjá sjer. »Farðu ekki svona langt burt.« Gamla konan svaraði: »Jeg er gömul og gamalt fólk er gagns- lítið.« »Því segið þjer þettac, spurði Tchoun-Hyang. »Jeg veit hvernig það gengur til á yðar aldri«, sagði gamla konan og stundi við, »mjer finst jeg vera gömul og ónýt í leikjum ykkar og samtölum og því fór jeg dálítið frá.« I-Toreng og Tchoun-Hyang ját- uðu að þetta væri rjett hjá henni, en þau hugguðu hana þó eftir föngum. Hún fullvissaði þau um að hún skemti sjer vel og að hún hefði ekki verið að barma sjer yfir elli sinni. »Það er af tilviljun að við höfum kynst í dag sagði I-Toreng við Tchoun-Hyang. Guð hefur viljað vináttu okkar. Hann hefir gert sál annarar handa hinni.« Það er satt«, svaraði Tchoun- Hyang, »við höfum hittst af til- viljun.« En hún varð hugsi, þar eð henni fanst I-Toreng ekki tala eins og kona og að látbragð hans væri ekki þannig, og fór hana að gruna margt. »LifaforeIdraryðarennþá?« spurði I-Toreng. »Nei faðir minn er dáinn, jeg er hjá móður minni. En þjer?« »Jeg á bæði föður og móður«, sagði I-Toreng. »Þjer eruð þá gæfusamari en jeg, en ef þjer komið of seint heim, fáið þjer þá ekki átölur hjá for- eldrum yðar?« »Jú, ef það kæmi oft fyrir, en í eitt skifti gerir það ekki tií.« Frh. *^3\SU fæst frá upp^\a$\. stórt úrval af hvítum og mislitum Man sch ets ky rtu m í Hvítu búðina hjá 5W\x&. Jludevsetv. Hvltasunimvörur nýkomnar í stóru úrvali til !&$\. íif\otste\t\ssot\ & £0. Hafnarstræti. Svo sem . , Manchettskyrtur mislitar, mjög smekklegar. Mis- lit brjóst með manchettum og stök slifsi (bindi) breið og mjó, ótal tegundir, frá 0,35—2,50. Slaufur og slifsi (tilbúin) hvít, svört og mislit. Vasaklútar í ýmsuin litum, nýjasta gerð. Hátíðahattar, harðir og linir. Nærföt: þunn og þykk, úr bómuil, mako og uíl, hvít, bleik og mislit af ýmsu verði og stærðum. Áreið- anlega stærst og best úrval af öllu,er að karlmanna- klæðnaði lýtur, er í verslun ÍSfo. í&footste\t\ssot\ & C»o. Hafnarstræti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.