Vísir - 05.06.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 05.06.1911, Blaðsíða 3
I f r Dass sem var þjófur og lygari. — Nú gat enginn maður — hvorki börn nje fullorðnir — sjeð hvor okkar bræðravarRam Dass oghvor okkar var Durga Dass. — En allir íbúarnir í Isser Jang — guð gefi að þeir deyi allir barnlausir — þeir luku allir uþp einum munni um það, að við værum báðir þjófar, bræðurnir — Þeir töluðu skammar- lega illa um okkur, en jeg lánaði þeim peninga og tók að veði rúm- stæðin þeirra, pottana þeirra, kornið á ökrunum og kálfana í kúnum, alla leið frá brunninum á stóra torginu að hliðinu á Montgomery veginum. Þeir voru asnar þessir menn, sem ekki voru einu sinni verðiraðskera neglurnar á tánum á manni frá Pali. Jeg lánaði þeim öllum peninga. Aðeins lítilsháttar — ofurlitla ögn — eina krónu þessum og eina krónu hinum. — Guð veit að jeg er fá- tækur maður, allirpeningarnir lentu hjá Ram Dass. — Guð gefi að syn- ir hans taki kristna trú, og að dótt- ir hans verði logandi bál og háð- ung hans húss frá kyni til kyns. Guð gefi að hún deyi ógift, en verði móðir fjölda lausaleiksbarna.— Guð gefi að ljósið slokkni í búsibróður míns. — Um það bið jeg sýkntog heilagt, — tvisvar á dag — með offrum og særingum. — Upphaf óhappanna var þetta. — Við höfðum skift bænum Isser Jang með okkur bræðurnir. Stuttan spöl frá Montgomery vegarhliðinu bjó höfðingi mikill, sem hjet Moham- med Shab og var sonur vellauð- ugs manns. Hann var sannur djöf- ull og drakk vín. Á meðan hann hafði nóg kvennfólk í húsum sín- um, og nóg vín og peninga í brúð- kaupsveislurnar, lifði hann ívellyst- ingum praktuglega — át og drakk og var glaður — Ram Dass lánaði honum peninga til alls þessa, hundr- að þúsund krónur, eða kannske ekki nema fimmtíu þúsund krónur, — hvernig ætti jeg að getavitað það? og meðan höfðingi þessi bara gat fengið peningana Iánaða, kærði hann sig kollóttann, hvað mörg skulda- brjef og veðbrjef hann varð að undirskrifa.—Samningi okkar bræðr- anna var þannig varið,að bæarbúar- nir í Isser Jang skyldu veraviðskifta- menn mínir,en viðskifti höfðingjans og ^utanbæarmanna skyldM vera hluti Ram Dass. Jeg var fátækur maður, því íbúarnir í Isser Jang eru engir efnamenn. Jeg vann eftir mætti, en Ram Dass þurfti ekki ann- _________VÍSIR______________ að en að fara með peningana, sem hann lánaði höfðingjanum, heimað garðshliði hans, svofærði ráðsmað- urinn honum aftur skuldabrjefin þangað. Haustið eftir að Ram Dass hafði Iánað höfðingjanum alla þessa pen- inga, fór hann til hans og krafðist borgunar. En höfðinginn brást reiður við og svaraði bara skömm- um. Þá snjeri Ram Dass sjer til dómstólanna með skjöl sín og skulda- brjef, sem öil voru í besta lagi, og fjekk höfðingjann dæmdann og dóminn undirskrifaðan ogstimplað- an af stjórninni. Ram Dass lagði lög- hald á hvern akurinn af öðrum, hvert Mongotrjeð eftir annað, hvern brunn- inn af öðrum og hann setti sína menn — menn sem bjuggu í grend- inni við Isser Jang og stóðu í pen- ingaskuldum við hann — til að rækta akrana og gæta afurðanna. Þannig sölsaði hann jarðagós höfð- ingjans smátt og smátt undir sig, því hann hafði í höndum skjölin með undirskrift og stimpli stjórnar- innar, og loks höfðu menn hans tekið til afnota akrana allt um kring hið stóra hvíta hús höfðingjans. Það var laglega af sjer vikið. En þegar höfðinginn fór að átta sig á þessu, varð hann hamslaus af reiði, og bölvaði Ram Dass á þann hátt, sem Múhamedstrúarmenn einir for- mæla. — Þannig stóð á því að höfðinginn var reiður. En Ram Dass hló bara að því og heimtaði fleiri og fleiri akra, eins og skjöl hans og skilríki heimiluðu honum. Þá var það eitt sinn, að jeg tók hest minn og fór að heiman til að finna öklahringa- smið nokkurn, sem jeg átti peninga hjá, og fór jeg Montgomery-veginn. Jeg sá Ram Dass bróður minn ríða spölkorn á undan mjer. En þegar hann kom auga á mig, beygði hann af yeginum inn á akrana, því hatur var á milli okkar. Jeg hjelt áfram sem leið lá, uns jeg kom að gull- eplarunnunum hjá húsi höfðingjans ___________________________39_ og var þá farið að rökkva. Þar komu fjórir menn á móti mjer með grímur fyrir andliti — Mont- rassar og Múhamedstrúarmenn — þeir þrifu í beislistaumana og köll- uðu — »Það er Ram Dass — lumbr- um nii duglega á honum! Og þeir íömdu mig með stöfum sínnm — digrum lurkum með stálþráðsvöfð- um endum, eins og vopn þessara svína frá Penjah vanalega eru gjörð — þeir lömdu mig þangað til jeg hnje meðvitundarlaus til jarðar. Þeir sinntu ekkert bænum mínum um vægð og miskunn, þessir óskam- feilnu hundar, heldur börðu mig ög Iömdu í sífellu og sögðu: »Ó Ram Dass — hjer færðu renturnar þínar svíkalaust úti látnar og taldar þjer eyrir fyrir eyrir, Ram Dass!!!« Jeg hrópaði, að jeg væri ekki Ram Dass, heldur væri jeg bróðir hans, Durga Dass.—En þeir börðu mig því meir og yfirgáfu mig ekki fyrri en jeg gat ekki lengur komið upp hljóði. En jeg gat þó sjeð framan í þá og þekkti þá. Það var Elahi Baksh, sem vanalega hleypur meðfram hinum hvíta hesti höfðingj- ans, og dyravörðurinn Nur Ali og eldamaðurinn Wajib Alí, rammur að afli og sendisveinninn Abdal Latíf; — alt þjónar höfðingjans. — Þetta get jeg svarið í nafni hins heilaga kýrhala. — En ó! ó! Það er þegar búið að vinna eið að því, og jeg er fátækur maður, sem mist hefur æru sina. — Þegar nú þessir fjórir fantar voru farnir hlæandi burtu frá mjer, kom Ram Dass bróðir minn af akrinum til mín og harmaði yfir mjer eins og væri jeg dauður. En jeg lauk upp augunum og bað hann að gefa mjer vatn að drekka. Að því búnu tók hann mig á bak sjer og bar mig að leynistigum inn í borgina Isser Jang. Þá opnaðist hjarta mitt fyrir bróður mínum Ram Dass vegna líknar hans og alt hatur sloknaði í brjósti mínu. Frh. Ofnar og eldavjelar gg fásí basi og óðýrust með því að panta hjá (jh$ Sömuleiðis Karlmanna og Kvennreiðhjól.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.