Vísir - 06.06.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 06.06.1911, Blaðsíða 2
42 ________ -T------------------------ váí í ólagi. Hann þurfti því að lenda. Flugvjelin seig niöur. Úr sæti sínu gat Trani ekki sjeö beint niður fyrir sig og kom á hann hálfgert fát. Hann var hræddur um að lenda ofan í fólksþyrpingu. Til allrar ógæfu tóku menn ekki eftir þessu alment og viku því ekki frá. Flugvjelin kom niður þar sem ráðherrar Frakklands sátu. Skrúfan lenti yfir hermálaráðherranum Ber- teairx og reif af honum höfuð og handlegg. Forsætisráðherrann Monis varð ,einnig undir vjelinni og marð- is^i »og beinbrotnaði svo að hann var nær dauða en lífi og var fluttur meðvitundarlaus heim. .Þegar manngrúinn vissi hvað skeð hafði yarð hann sem óðnr af geðshræringu. Sumir hlupu yfir að ráðherra bekkjunum: en hermenn reyndu að snúa þeim og særðust þar allmargir aðrir þutu til útgang- anna og menn; vissu varla hvað þeir áttu af sjer að gera. Train, flugmaðurinn særðist nokk- uð og var annars ekki mönnum sinnandi yfir slysinu. Einn farþegi var með honum og sakaði hann ekki. Þretnur dögum eftir atburð þenn- an var talið að Monis myndi verða jafngóður af sárum sínum. Að Berteaux er hin mesta eftir- sjá. Hann var hinn mætasti maður. Parísarblöðin hafa eftir honum þessi orð í samtali við kunningja sinn fðstudaginn fyrir. >Jeg ætla að vera sjálfur við þegar þeir leggja af stað, en mjer er hálf órótt. Þarna verður auð- vitað mesti fjöldi saman kominn og altaf getur slys komið fyrir. Þaö væri hræðilegt ef flugvjel fjelli niður á áhorfendurna. Jeg vildi óska að alt gengi vel á sunnu- daginn.< Sðmuleiðis er þess getið að her- málaráðherrann hafi sagt við lög- reglustjórann er hann sá hve illa hermðnnunum gekk að halda áhorf- endunum á sínu svæði. »Haldið þjer ekki að það hjálp aði ef vjer gæfum gott fyrirdæmi með því að fara sjálfir út af svæð- inu?« Nokrum sekúndum síöar varð slysið. Auglýsingar er sjálfsagt að setja í Vísi, þaer eiga að útbreiðast vel þasr eiga að útbreiðast fljóti þær eiga að lesast alment V ( S I R Bræðrabýti. Eftir Rudyard Kippling. Frh. En höggormurinn er höggormur svo lengi sem hann lifir, og Iygar- inn er Iygari þangað til rjettvísi guðanna tekur hann tökum. — Jeg gjörði skakt í að treysta , bróöur mínum, treysta syni móður minnar. Þegar við vorum komnir heim í hús hans og jeg var ofurlítið far- inn að ná mjer, sagði jeg honum sögu mína, og hann sagði: »Pað hefur eflaust verið jeg, sem þeir ætluðu aö berja. En dyr rjettvís- innar standa opnar, og rjettvísi Sirkarsins er yfir oss öllum, og tií dómstólanna skaltu snúa þjer undir eins og þjer er batnað.* Löngu eftir að við bræður fór- utn frá Pali geysaði hallæri og hung- ursneyð yfir landið allt á milli Jeysulmir og Gurgaon, alla leið suð- ur að Gogunda. Um þær mundir flutti föðursystir okkar burtu þaðan og settist að í Isser Jang hjá okkur bræðrum, því manni ber fyrst og fremst að sjá um, að ættingjar manns verði ekki hungurmorða. En þegar óvildin kom upp á milli okkar bræðranna, sagði föðursystir mín — þessi skinhoraða tannlausa tík — að Ram Dass hefði rjett fyr- ir sjer og fylgdist með honum. Hún var talsvert læknisfróð og þekkti vel til meðala. Ram Dass Ijet hana því stunda mig í veikindum mínum eftir barsmíðina því jeg var mjög sjúkur og blóð gekk upp úr mjer. Þegar jeg hafði legið í tvo daga fjekk jeg hitasótt, og hitasóttina taldi jeg með í reikningi þeim, sem jeg í huga mínum gerði yfir viðskifti mín og höfðingjans. íbúarnir í Isser Jang eru allir ösnu synir og Belíals, ~ en þeir eru mjög góö vitni. — Þeir bera vitni og standa óbifanlegir við hvað sem þeir vitna, hversu svo sem mála- færslumennirnir þvæla þá og þæfa. Jeg hafði nú hugsað mjerað kaupa ,mjer vitni tugum saman, og hvort þeirra skyldi vitna, ekki aðeins á móti Nor Ali, Wajib Ali, Abdul Latif og Clatri Aaksh, heldur og á móti höfðingjanum sjálfum og segja að hann heföi komið ríðandi á hvít- um hesti og hefði kallað á þessa þjóna sína og skipað þeim aö lemja mig, ennfremur aðþeir hefðu tekið af mjer 200 krónur. Aðþvíersner- ir þenna síðast nefnda framburö, ætlaði jeg mjer að gefa öklahringa- smiðnum eftir dálítið af skuld hans, og átti hann að bera að hann hefði borgað mjer þessa peninga, oghefði hann sjeð álengdar að jeg var ræntur þeim en orðið hræddur og hlaupið heim. Frh. Stór lóð um 1500 ferálnlr á besta stað f bænum, við tvær götur, er ill sölu með tækifærisverði. Lff.il út- borgun. Rítstj. vfsar á seljanda. Saddir almennings. Sjónleikamir. Töluvert hefir verið ritað f hin- um ýmsu bæarblöðum um dönsku leikendurna, flest raunar vel í þeirra garð; mun það líka verð- skuldað. List sína leika þeir með snild og leysa hlutverk sín vel af hendi. Á móti þeim rita aðeins einhverjir Dana-hatarar, sem í einu og öllu rakka niður það sem danskt er, og það þó gott sje. Það geta fáir borið á móti því að þetta eru skemtanir, sem við höfum sjaldan að fagna, og því ekki heldur að furða þó að kvöld eftir kvöld sje húsfyllir í Iðnó. En verðið þið ekki varir við ein- hverja ónotalega tilfinningu, þegar þið heyrið dönskuna leika ykkur um eyru, þetta mál, sem viö ein- mitt erum að reyna að hréinsa tungu okkar frá? Haldiö þiö, að þetta verði til þess að fegra málið okkar eða eyða dönskuslettunum í okkar daglega máli? Jeg held síður en svo. Og finst ykkur jafnmikil unun af að sitja og hlusta á þessi dönsku leikrit og ef þau væru leikin á ís-: lensku? Jeg held ekki. Væru þessi leikrit leikin á íslensku, með sömu snild, væri ekki nóg hægt að hvetja menn til þess að leggja þangað leið sína á kvöldin. Sorglegt er það, að við hvorki eigum til þau leíkrit nje það leik- fólk, sem eins og þessi leikflokkur gæti fylt leiksalinn kvöld eftirkvöld og vetur eftir vetur. Olúmur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.