Vísir - 06.06.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 06.06.1911, Blaðsíða 3
V f S I R 43 Ófeigsmál. Úr því að ræðulokin komu þó, ætla jeg að víkja að þjer litlusvari, Ófeigur sæll. Jeg ætla ekki að minnast meir á dönsku leikendurna. Ef þú berð saman það, sem við höfum sagt þar báðir, þá sjerðu, að það muni vera óþarfi að henda þeim meir á milli sín, og látum þá vera úr sög- unni. Aftur getum við rætt meira um Bíó og þurfum við þar ekki að taka neitt tillit til þess, hvort þúerþegar leystur úr bæarstjórninni eöa situr þar enn — fremur en þú vilt. Það er gamalt orð, að oft sje misjafn sauöur i mörgu fje, og það er ekki tiitökumál, þó ekki sje alt úrvalsmyndir í Bíó. Aftur á móti liggur í hlutarins eðli, að skiftar geta verið skoöanir um, hvort úrvalsmyndirnar sjeu óhæfilega fáar eða hvort ein eða önnur mynd sje miður fallin til sýninga. En geta má þess í sambandi hjer við, að margar hryðjuverkamyndir (eins og hryðjuverkasögur) hafa miklu minni áhrif á böm en marga fullorðna. Þaö cr ekki nema eðlilegt, aö þú viljir halda Bíó og öllu öðru undir bæarstjórnina, en jafneðlilegt er það, að þeir, sem utanvið þá nefnd standa og getahtið óvilhaltá gjöröir hennar, vilji ekki fá henni of mörg mál í hendur. Auk þess er þaö staðreynd, að atvinnuvegum er ver komið undir rekstri hins opinbera (jeg tala nú ekki um bæarstjórnina okkar) en þegar þeir eru einstakra manna eign, og er eflaust óþarfi að útskýra ástæður til þess. Og alveg keyrir um þverbak hjá þjer, er þú vilt Ieggja höft á sýn- ingafrelsið fram yfir það, sem lög nú standa til. Hin eðlilegu höft eru aö fólk sækir ekki sýningu, sem ekki Iíkar. Mín skoðun er það, að bæar- stjórnin eigi hvergi nærri Bíó að koma nema til þess að styrkja það til þess að geta sýnt sem mest af fróðlegum myndum með vægasta verði. Jeg er sannfærður um, að Bíó er ein langþarfastastofnun bæarinsogað t. d. er meira gagn að að sjá nokkrar landfræðis-myndir þar en margra vikna landfr æðisnám í skólunum hjer. Þá vil jeg spyrja þig aftui,hvernig þú hugsar þjer að verka tjörnina og heyra kostnaðaráætlun þína. Það er meira skólp í henni en í eina kirnu og dreggjar að auk. Út af niðurlagi þínu vil jegbenda þjer á, að sjúkum manni nægja sjaldnast meðul, sem koma eftir mörg ár, en máske þú haldir þjer uppi á því að >spássjera« um tilvonandi lystigarðinn í tjarnarendanum. fvátvSa^'ót&vn við Signu. 1000 ára mlnnlngarhátfð bygg- Ingar Nordmandfls. Föstudaginn 2. júní var búist við hátíðagestunum til Rúðuborgar (Rouart). Höfnin þar er rudd svo að aðkomuskipin geti legið í röð meöfram Cour de Boildien, gagn- vart kauphöllinni. Norsku söngvar- arnir koma á gufuskipi sjer, og 4 noskirstúdentarkoma á »Femböring« (fiskibátur með víkingaskipslögun) og norska ríkið, eða stjórnin, send- ir þangað herskipið Frithjof. Svíar senda aðeins eitt skip, bryndrekan Fylgia, en hann er svo stórvaxinn, að hann kemst ekkr lengra en til le Havre. — Danir senda 4 skip til hátíðarinnar Þrjú þessara skipa heita gömlum norrænum goðanöfn- um, sem sje herskipið Hejmdal, þá Freja, sem flytur sendinefndina og Thor, sem flytur dönsku stúdentana. Loks er fjórða skipið, sem ekki var fullráöið um, en búist er við að flytji þá ferðamenn, sem ekki komast með hinum skipunum. Skipin áttu aö Ieggja af stað frá Danmörku 29. maí. Laugard. 3. júní kemur* Fallieres forseti til Rúðu, og byrja þá hátíða- höldin. Þaö kvöld veröur mikil hermanna blysför um borgina, og á hverju kvöldi, meðan hátíðahöld- in standa yfir, verður borgin skraut- lýst. Daginn eftir (sunnud.) verður norræna sýningin opnuð og rekur svo hvað annað skemtiferðir, sýn- ingarheimsóknir, fundahöld, sjónleik- ar o. s. frv.— Mánud. 5. júlí verður kappróður á Signu, »sport« — hátíö í borginni ogsögulegur leikur sýnd- ur undir berum himni í leCourd' Albane. Seinni hluta þess dags af- hendir Iandþingismaður Hey gjöf * Sökurn slysanna verður ekki af þessu. hinnar dönsku þjóðartil Rúðuborg- ar, n það er skrautker frá Bing og Gröndahl. Þriðjud. (6. júní) verður Norð- mannadagurinn. Norðmannafjelagið (Normandsforbundet) afhendir þá »bautastein* sinn, og norsku söngvar- arnir halda samsöng. Þann dag verður farin skemtiför til Bousecours, en þar er minningarmerki Jeanne d’Arc — mærinnar frá Orleans. Miðvikud. (7. júni) verður Dana dagurinn. Þá afhendir prófessor Ellinger »stein« (fellingesten) Carls- bergssjóðsins. Prófessor Seinstrup les upp ávarp frá Vísindafjelaginu danska og einn borgmeistaranna mætir með ávarp, eða gjöf, frá borg- inni Kaupmannahöfn. Seinustu hátíðardagana verða einn- ig hátíðahöld í París, og geta gest- irnir valið um, hvort þeir vilja held- ur vera hátíðinaútí Rúðu, eðaverja seinustu dögunum til Parísar hátíða- haldanna. Þeir, sem. kyrrir verða í Rúðu, fá að sjá tilkomumesta skáld- leik hátíðarinnar, sem fram fer sunnu- daginn. 11. júní. það er »söguleg skrúðganga* sem yfir 1000 manns tekur þátt í, og hefir allur sá ,út- búningur kostað of f jár. Skrúðganga þessi flokkast um 15 stórvagna með hópmyndum, er sýna sögu Nor- mandíi’s frá byrjun. Fyrsti vagninn heitir Rollo = Hrólfur. Mánud. 12 júní snúa hátíðar- gestirnir heimleiðis. — Parísar — hátíöamefndin býr til mikillar hátíðar í háskólanum. Heldur Jean RevU þar inngangsræðuna. Georg Brandes er hinn eini maöur frá Norðurlöndum sem fær að tala þar, og heldur hann fyrirlestur um Þýðingu Normandíi’s fyrir nútíðar menningu. Að lokum heldur Fallier- es forseti ræðu fyrir hátíðargest- unum. . I Frímerki einkum þjónustufrímerki og Brjefspjöld ! I I í kaupir EINAR OUNNARSSON hæsta verði. Á afgr. Vísísis kl. 12—1. I | | I I PRENTSMIÐJA D. ÖSTLUNDS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.