Vísir - 13.06.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 13.06.1911, Blaðsíða 3
ósekju, en sannleikann er best að segja, og ekki vil jeg hrósa þeim fyrir lesti þeirra. Jeg flutti farangur minn á Bergstaðastræti 30 og yfir- frakka minn skildi jeg eftir í for- stofu hússins, en eftir lítinn tíma var búið að stela honum, og býst jeg ekki við að sjá hann framar. Mjer er kunnugt um það, að ís- lendingum er ljúft að' heyra sjer hrósað í úlenskum og íslenskum blöðum eða tímaritum, en vilji þeir ekki ætlast til, að fá hól fyrir lesti sína, sýnist mjer ekki framkoma landa minna í þessu efni vera sæmi- leg. Hjer eiga þó ekki allir óskilið mál, því fer fjarri. Óskandi væri að landar vorir hegðuðu sjer ekki þannig framveg- is og síst við útlenda ferðamenn, því það er þjóðinni til vansa. __ Ó>J- Þekkingarskortur. Reykjavík 8. fúní 1911 Hr. ritstjóri! Jeg vænti þess að þjer viljið gjöra svo vel að ljá neðanskráðri grein minni rúm í yðar heiðraða blað »Vísir«. Einhver Ego hefur í ísafold 30 maí þ. á. gert sjer til stór-skammar. Hann er þar að uppnefna og hníta í danskt stórskáld Erik Bögh(1822 —1899). Hann hlýtur að vera mik- ill sómamaður!! þessi Ego, þar er hann ræðst á menn er þeir liggja varnarlausir í gröfinni í fjarlægu landi. — Já, og það stórskáld eins og Bögh. Ego segir Bögh »úreltan« vera og kveður findni hans »rista grunt«. Þetta er ósatt. Enginn rjettlátur dómari getur með glaðri samvisku sagt slígt um Bögh. Því margir, og þar á meðal áreiðanlega Ego sjálfur, hefur víst gott af að lesa fyndnis- og spakmælisstökur, gleðileiki og sögur Eriks Böghs. En Ego lætur sjer ekki nægja að kveða slíkan sleggjudóm upp yfir Bögh. Hann fer að uppnefna hann og kalla hann »Bauk«. Þá keyrir fram úr öllu hófi. Þetta hlýtur að mæta fyrirlitningu hvers manns. Hitt er fyrirgefanlegt — og þó tæp- ast úr því Ego er á annað borð að rita í blöðin — að hann hefur ekk- ert vit á því,< sem hann ritar um. Jeg enda svo línur þessar með því, að óska að eitthvað nytara komi frá Ego, næst þegar ritsýkin kvelur hann um of. Hafliði. V í S 1 R Borgarmál. Mjög er jeg þakklátur Búa fyrir undirtektir hans við grein mína í Vísi og svo er um marga fleiri hjer í borginni. Mjög góð tillaga að hver fái 5 vallardagsláttur að byrja með til þess að yrkja hjer í mýrunum. Sömu- Ieiðis að kallaður væri saman borg- arafundur til þess að ræða ýms áríð- andi bæarmál. Jeg vildi þá einnig að bæarstjórn- in hefði ritara, sem skrifuðu ræður manna, svo sem á alþingi og lægju þær frammi almenningi til ílits, svo að við borgararnir hefðum svart á hvítu tillögur fulltrúanna bæði þær sem til gagns miða og hinar sem okkur eru til skaða og skammar. Búi tekur það rjettilega fram að . misjafnir menn sitji í bæarstjórninni. I ====================== 59 Vogin. Barnavinur spurði í Vísi síöast tveggja spurninga. Hinni fyrri vil jeg svara honum því sem hann hefði átt að geta svarað sjer sjálfur. Það er gott þegar einhverjir gleðjast og enginn vel upp alinn — barn eða fullorðinn — hryggist af því að vita aðra gleðjast. Ef að Barnavin- ur færi aö brjóta til mergjar hugs- un þá, sem virðist liggja bak við spurningu hans þá kæmist hann fljótt í ógöngur með hana. Vildi hann ekki athuga það? Hinni spurn- ingunni hef jeg ekki kunnugleika til að svara, en sennilegast er að fátœkum börnum hafi verið ætluð skemtunin og því hafi gefendur snúið sjer til fátækranefndar hjer, með valið. Suðri. £\UeWe xs\z% o$ fcostav aoVms \S fw. ^a^nús^ors^eltissow Bankastræti 12- Hjer um daginn hjelt Bríet því fram í bæarstjórninni að nægilegt kaup handa verkmönnum við hafngerðina væri 15—20 aurar um tímann, en þvímótmæltiL. H. Bjarna- son, enda mun hann vera einhver praktiskasti bæarfulltrúinn. Jeg held að Bríetu okkar væri sæmra að sitja við sitt alþekta Kvennablað. Kannske Páll okkar borgarstjóri, sem sagt er að væri henni sammála með 15—20 au. kaupgjöldin gæti verið hjá henni skrifari fyrir samskonar kaup. Það dugar ekki að ganga hugs- analaust framhjá útlitinu sem nú er í landinu okkar. En hvað á að gera annað en það, sem Búi bend- ir á? 10J6 '11. Borgari. Útgefandi: EINAR GUNNARSSON, Cand. phil. I Smíðakol og Kox 7 fæst nú aftur i I g Timbur og Kolaversl. g Reykjavík. Auglýsingar er sjálfsagt að setja f Vísf, þær eiga að útbreiðast vel þær eiga að útbreiðast fljótt þær eiga að lesast alment Magnús Sigúrðsson Yfirrjettarmálaflutningsmaður Aðalstrœti 18 Venjulega heima kl. 10—11 árd. kl. 5—6 síöd. Talsími 124. PRENTSMIÐJA D. ÖSTLUNDS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.