Vísir - 15.06.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 15.06.1911, Blaðsíða 2
66 V i S I R Annar lærir 2 fögin rafljós- myndun og eftirmyndun, ájafnlörig- um tíma. Er það þá hið mesta þrekvirki, sem Ólafur hefur hjer unnið að læra alt verkið svo prýðilegaá svo stutt- um tíma og hafa stöðugt við fjár- skort að berjast og að lokufri við heiisuleysi, sökum ofreynslu. Sex sinnutn hefur hann sótt um styrk til þess að læra þetta þarfa verk og aðeins einu sinni hefur hann fengið lítilfjörlega áheyrn. Hann sótti tvisvar til alþingis og var neitað. Ef að telja ætti upp það sem þá var veitt að sínu Ieiti til meiri óþarfa, væru eflaust hálf fjárlögin talin. Tveir nienn hjer hafa verið hon- um innan handar þeir Halldór Jóns- son bankagjaldkeri og Ólafur Björns- son ritstjóri, en það sem best dugði var hinn einbeitti vilji. Nú er Ólafur þákominn útlærður og þá er að nota Iærdóm hans. Það er ekki svo lítil fjárhæð sem gengur hjer á landi til myndamóta en miklu meira yrði notað af þeim, ef þau fengjust hjerástaðnum nærri samdægurs og þau þarf að nota. i Það væri einhver munur eða nú erbíðaþarf 1—2 mánuði eftirmynda- móti, hve lítilfjörlegt sem það er. Áhöldin til þessa verks eru mjög dýr (minst — 6000 krónur) og auk þess þarf gott húsnæði, en þó geta menn sjeð það í hendi sjer er þeir kynna sjer alla málavexti að fyrir- tækið getur vel borið sig. Einhverjir góðir menn þurfa að veröa tii þess að koma Myndamóta- stofunni á stofn. Ólafur verður hjer um stund og er eflaust hægtaðfáallar upplýsing- ar um þetta mál hjá honum. En illa væri það farið ef þetta tækifæri yrði ekki notað. Kaddir almennings. Lítil atlmg’asemd við „Vogina“. Frá Barnavini. Suðri hefur misskijið fyrri spurn- ingu Barnavinar. Það var langt í frá að hann hrygðist yfir gleði barnanna, sem skemtunarinnarnutu. Nei, hann setti sigíspor hinna,sem hoppandi af ánægju fóru á ákveðn- um tíma í Barnaskólann og fengu þá að vita, að þau gætu enga miða fengið, samtímis hinum, sem voru að taka á móti bílætunum. Þetta fannst Barnavini svo særandi. Það er annars mikið álitamál þegar efnt er til skemtunar, sem öllum er ætluð undantekningarlaust, að ekki sje þá betra að hún sje alls engin, ef, eins og auðsætt var hjer, að allir hlutaðeigendur gátu ekki notið hennar. Börnin knnna svo illa að setja sig inn í orsakir, sem stundum eru fullóskiljanlegar þeim sem full- orðnir eru. Höfuðhneyksli. Kallar Landi það í Vísir í gær ( að fyrirskipanir við leikfimina, sem sýnd var við vígslu íþróttavallarins skyldi fara fram á dönsku; að því atriði skal ekki fundið. En með því að hann bendir skeyti sínu í þessu efni til Ungmennafjelaga þá skal honutn bent á það að hann hefur ekki hæft skotspóninn í þetta sinn — líklega af þekkingarskorti? En svo þetta hendi Landa ekki fram- ar vil jeg gefa lionum skýringar á þessu. Fyrst og fremst má hann ekki álykía, að allir ungir menn borgarinnar sjeu Ungmennafjelagar eða þar sem eitthvað fer aflaga á mannamóti sje Ungmennafjelögum að kenna. — Aðeins einn af þeim er leikfim- ina sýndi var eitt sinn meðlimur þess fjelagsskapar, en er löngu úr honum farinn. Ennfremurskal Landa bent á það, að hvar sem Ungmenna- fjelöginn koma frani opinberlcga munu þau láta þess getið. Kunnugár. r Amerika og Vestur-lslendingar. Eftir Sigurð Vigfússon. ----- Frh. Bandaríkin og Kanada hafa að mestu ef ekki öllu leyti samskonar reglugjörð og fyrirskipanir um það að tryggja innflytjendum öllutn, er lögaldur hafa, byggilegan jarðarskika til ábúðar, svo framarlega sem þeir æski' þess. Og sýnist ekki úr vegi að skýra landnámsrjett þennan. Fyrst ber þess að gæta, að sam- kvæmt almennri reglu er Iandi öllu skift í rjetta ferhyrninga, sem eru 6 mílur enskar á hvern veg, og nefnist landspilda sú Township (þ. e. bæjarumdæmi eða hjerað). Þessu hjeraði er svo aptur skipt niður í j 36 ferhyrninga, sem veröa mílu á rönd hver. Eru þeirnúmeraðir nið- ur oghyrningur hver nefndursection (þ. e. hluti eða deild). Ein af þess- um deildum er ætíð tekin frá til skólarjettar. Öllunt öðrum deildum er aftur skift í fjóra ferhyrninga, sem þá verða 4/2 tnílu á hlið, og nefnist sá afskipti hlutur Quarter (þ. e. kvaríur). Nú teljast í hverri deild 640 ekrur og koma þá 160 ekrur á hvern »kvart«. En með því að ensk niíla er 880 faðmar á lengd, sjezt með útreikningi að hver ekraverður 1210 □ f. (enskir). þ. e. 4/s túnteigs að okkar tali. Landtökulögin í Kanada, og sama mun gilda í Bandaríkjunum, heimila hverjum innflytjenda sem náð hefir lögaldri einti kvart til ábúðar og eignar gegn þeim skilyrðum er nú skal greina: Fyrst ber Iandneman- urn að greiða tíu dollara fyrir skrá- setning á landi því er hann girnist. Jafnframt skal ltar.n skyldur til að reisa sjer kofa á landinu og búa þar sex mánuði ár hvcrt í þrjú ár, og plægja eigi minna en tíu ekrur árlega. Eigi má landneminn senda annan í sinn stað til þess að búa á landinu, heldur er hann bundinn til þess að dvelja þar sjálfur hinn ákveðna tíma. Eru slík skilyrði sett til þess að koma í veg fyrir það að menn búsettir í bæjum fái með auöveldum hætti >spekúlerað« í Iandtökunni. En fá má annan til þess að vinna skylduvinnuna. Sjc skilyrðunum fullnægt fær landnem- inn fullan eignarrjett yfir landi sínu að þeim árum liðnum, og má þá gjöra við það hvaö sem hann vill. Ef landið er grasræktarland aðeins, eru skilyrðin frábrugðin að þvf Ieyti, að í staðinn fyrir að plægja landið nægir að koma upp vissri gripatölu á nefndum árutn. Telja má það sem hlunnindi, að falli Iandneman- um eigi land sitt, á hann kost á að skipta um áður en tíminn er útrunn- inn, en fylla þarf hann upp skyld- urnar á hinu nýja landi, án tillits til þess er hann áður hefir gert. — Ofangreint heimilisrjettarland sam- svarar að stærð góðum 200 túnteig- um. Vjer skulum þá snúa oss aftur að Iandnámi íslendinga. Frh. Búsáhöld af öllu tægi, svo sem, Leir- og Glervörur. Állskonar email. vörur, t. d. Katlar, Pottar Pönnur, Birki- stólarnir alkunnu, er alt að vanda Iangódýrast í verslun B. H. Bjarnasonar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.