Vísir - 18.06.1911, Síða 1

Vísir - 18.06.1911, Síða 1
77 21 Kemurvenjulegaút kl. 11 árdegis suiinud. þrjðjud., miðvd., fimtud. og föstud. | 25 blöðinfrá21. maí. kosta: Á skrifst .50a. i Send út um land 60 au. — Einst. blöð 3 a. Afgr. áhorninuáHotel Island 1-3 og 5-7. Óskað að fá augl. sem tímanlegast. Sunnud. 18. júní 1911. Veðrátta í dag. Reykjavik Isafjörður Blöndttós Akureyri Grímsst. Seyðisfj. Þórshöfn Skýringar: N = norð- eða norðan, A = aust- eða austan, S = suð- eða sutinan, V = vest- eða vestan. Vindltæð er talin í stigum þannig: 0 = logn, 1 = andvari, 2 = kul, 3 = gola, 4 = kaldi, 5 = stinningsgola, 6= stinningskaldi, 7 = snarpur vindur, 8 = hvassviðri, 9 = stormur, 10 = rok, 11 = ofsaveður, 12 = fárviðri. VZ. Hátíðahöldin í gær urðu á þá leið sem til var ætlast. Veður var hið ákjósanlegasta sólskin og and- vari mátulegur til að halda fánun- um uppi. í Mentaskólanum töluðu Steingrím- ur rektor og Þorleifur H. Bjarnason kennari. Þar var húsfyllir. Iðnsýningin var opnuð kl. 10 og voru þar iðstaddir nokkuð á annað hundrað nianns. Jón Hall- dórson snikkari og Klemens land- ritari hjeldu ræður. Fyrir almenning var sýningin opnuð kl. 12. Munirnir eru mjög margir (talsvert á annað þúsund) og einkar vandaðir margir og er jýn- ingin hin prýðilegasta. Háskólasetningin fór fram í neðrideildarsal alþingis og var þar troðfullt sem annarstaðar. Ræður hjeldu landritari og B. M. Ólsen, rektor skólans, en söng- flokkur söng kvæði eftir Þorstein Gíslason. Skrúðgangan var tilkomumikil þó ekki væri skipulagið sem best og tóku þátt í henni 6—7000manns. Margir kransar voru lagðir á leiði bll o é o -1 756,8 4-11,0; 757,0-t- 9,2 757.5 4- 6.4 752.6 4-10,0 732.1 4-12,0 759,84 - 4,3 754,3 4 9,0 SV N ASA _c ■a c tao n 3 lO 'jSkýað iSkýað iLjettsk. jHálfsk. IHálfsk. Ljettsk. lAlsk. Jóns Sigurðssonar þar á meðal frá Landstjórninni, Bókmentafjelaginu, Heimastjórnarfjelaginu og Ragnari Lundborg í Karlskróna. Lúðrarnir voru þeyttir í fararbroddi. Ræða Jóns sagnfræðings 'ar hin skörulegasta. Hún er prentuð í ísafold og vísast þangað. Lúðraflokkurinn spilaði á Austur- velli en söngflokkur Sigfúsar Einars- sonar söng af svölum Hotel Reykja- - víkur. Bókmentafjelagsfundurinn var mjög vel sóttur og var fullskipað í hátíðasal mentaskólans Forseti (B. M. Ó.) mintist Jóns Sigurðs- sonar, en á eftir var útbýtt fjelags- bókum, 1, hefti af brjefum Jóns Sigurðssonar 39 arkir á stærð með nokkrum myndum og Skírni 13 arkir með myndum, íþróttamótið hófst í gær kl. 5 á íþróttavellinum. Hjelt Þórhallur biskup þar ræðu en síðan sýndu stúlkur og piltar lekfimi. Fjöldi manns sótti mótið, á að giska 3000 manns. Samsæti voru haldin á Hotel Reykjavík (borðað þar í þrem stof- um) og í Goodtemplarahúsinu. Aftur varð ekkert af samsæti í Iðno svo sem til var ætlast áður. Dans á "eftir. Borið var við að dansa um kveldið suður á íþróttavelli og var spilað á harm- onikku undir. Gleðin var þó skamvinn því tveir menn lentu í handalögmáli og sleit þar með dansinum. 1 Ur bænum. Fánarnir í gær. Á höfninni Iágu mörg skip og voru þau fánum prýdd eftir föngum og fagurt yfir að líta. í borginni var hver fánastöng notuð og fánar á stöngum út úr gluggum. Voru taldir 137 íslensk- ir fánar, 62 danskir og 17 annara þjóða og fjelaga. í skrúðgöngunni voru á þriðja hundrað íslenskir fánar og 8 danskir (flestir smáir). Galdramaðurinn sýndi list sína í gærkveldi. Ekki komst nema lítill hluti þeirra, sem sjá vildu að í þetta sinn og var húsið þó svo fullt, sem frekast mátti vera og urðu nokkrir óánægðir yfir þrengslunum. En þegar Dr. Leo var farinn að fremja i galdra sína komust allir í besta skap. Hann sýndi hin mestu furðuverk og ljet jafnan rannsaka hjá sjer verk- færin sín, og ýmsir áhorfenda voru kallaðir til að láta galdurinn koma fram við þá. Hann ljet tvær dúf- ur koma fram af einu þeyttu eggi, hann ljet ósýnilega anda skrifa á töflu, svo seni andavissumenn gera. Kúlur ljet hann hverfa úr lokuðum kassa, sem áhorfendur geymdu og í glerkassa, sem stóð á leiksviðinu. Vín gerði hann úr nokkrum grös- um og gaf það áhorfendum. Borðdans framdi hann með Ást- valdi Gíslasyni, Einari Arnórssyni og Knud Zimsen og gekk prýðilega. Borðið hljóp með þá um allt áhorfendasvæðið. Andi materaliseraðist o. s. frv. o. s. frv. Listirnar voru mjög margar og prýðisvel framdar, yrði eflaust sí- feldur húsfyllir hjá honum þó hann væri hjer heilan mánuð. I gær var enginnSfangi í fanga- húsinu og hefur það ekki !borið við síðustu tuttugu árin. Frímerkin gengu ekki upp að fullu í gær, lítið þó eftir. Búist við viðbót af þeim sömu frímerkjum eftir-10 daga. • Skipafrjettir. E/s Sterling fór vestur í nótt með fjölda farþegja, mest veislugestir. Einar M. Jónsson yfirrjettarmálaflutn- ingsmaður, fór til Stykkishólms. La Savoie, botnvörpuskip frá Boulogne hefur verið sektað fyrir ólöglega veiði, var varpa þess boð- in upp í gær kl. 4.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.