Vísir - 20.06.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 20.06.1911, Blaðsíða 2
86 V 1 S I R Baddir a-rf® almcnnings. Islands Falk heitir skip eittdanskt, sem alið hefur mestan hluta ævi sinnarfyrir akker- um og fjöldi íslendinga á landi og höfnum inni kannast við. Lítið gagn hafa íslenskir fiski- menn haft af skipi þessu en skap- raun margur, ekki síst síðan Danir fóru að telja útgerð þess eftir af því að Alþingi fjekkst ekki til þess að brjóta . lög og afsala þjóðinni rjett yfir landhelginni. Vel ættu íslendingar að taka því, ef alvara yrði úr tillögu I. b. um að hætta að senda íslands Falk hing- að, því að fátt getur meira flýtt því, að vjergerum úteigið lögreglu- skip innan landhelgi íslands. En hvað sem því líður, verða íslend- ingar þegar að fara að hefjast handa um að afla Islandi strandvarnarskips og ætti ekki síðasta framkoma hinn- ar dönsku stjórnar íslands Falks að letja þess. Sem kunnugt er, var hjer efnt til óvanalega mikils hátíðahalds vegna aldarafmælis Jóns Sigurðssonar. Þar á meðal var vígsia háskólans. Þang- að bauð forstöðunefndin yfirmönn- um Islands Falks. ÞegarDanir þess- ír frjettu hvað stóð til, að hjer átti að minnast íslendings, laumaðist Islands Falk út — kveldinu áður. Auðvitað var hann hingað kominn aftui strax daginn eftir 17. júní og hvílist hjer vonandi að vanda. Vjcr höfum reyndar enga ástæðu til þess að harma þessa ókurteisi Dana, þótt vart geti hugsast meiri. Hún færir oss heim sanninn um þetta gamla Velvildarleysi þeirra í vorn garð, er Jón Sigurðsson minn- ist á í nýjum Fjelagsritum. Vjer eigum vini á ýmsum öðrum stöð- um svo sem sást á skeytum frænda vorra í Noregi 17. júní. Halldórr. Íslandsglíman var heldur tilkomulítil í þetta sinn. Aðeins 7 menn tóku þátt í glím- unni. — Sá vottur einn út af fyrir sig talar sínu máli. — Af öllu Norðurlandi komu aðeins 3 menn til að taka þátt í glímunni. Af öllu Vesturlandi kom enginn. Af öllu Austurlandi kom enginn. Daufara má það satinarlega ekki vera. Af þessnm 7 mönnum varð einn óvígur og hætii áður glímunni lauk. Og þessir 7 glímumenn sýndust ekki vera neinir ýkja garpar, til þess að mæta sem úrvalsglímumenn þjóð- arinnar, að undanteknum þeim Sig- urjóni Pjeturssyni og Hallgrími Bene- diktssyni, sem alitaf eru sómi ís- lenskra glímumanna, hvar sem þeir koma fram. Af hinumvirtist mjerjóhannes Lax- dal frá Tungu á Svalbarðsströnd í Þingtyarsýslu einna bestur glímu- maðurinn. Hann er svo ungur enn og óþroskaður, að hann skortir þrek til að geta fylgt nógu vel eftir, en er afbragðs vel liðugur, snar og brögðóttur. Þegar sá unglingur er orðinn fullþroskaður, \erður hann glímuköppunutn skeinuhættur. Fyrir glímuna var mikið talað hjer um Harald Einarsson Skaftfell- ing, sem þátt tók í glímunni, að hann mundi verða hinum erviður, enda hafði hann unnið verðlauna- grip við Þjórsárbrú í fyrra. Hann er stór maður og afar þrekvaxinn og sjálfsagt rammur að afli, en mjer virtist hann glíma fremurstirð- lega og vera seinn á sjer, ósnar og þunglamalegur, enda var hann búinn að falla tvisvar löngu áður en glím- unni Iauk, og skeindist eitthvað. — Það var hann, sem óvígur varð. Hallgrímur Benediktsson fjell að vísu tvisvar. í annað sinn fyrir Sigurjóni, í hitt skiftið fyrir Bjarna Bjarnasyni en í það sinn var það slysni einni að kenna. Honum skrikaði fótur á pallinum og varð að falli. Hefði það óhapp ekki hent Hallgrím, tel jeg alveg víst að hann hefði fyrir eingum legið á því þingi nema Sigurjóni. Sigurjón Pjetursson fjell aldrei og hlaut því að sjálfsögðu íslandsbeltið sem besti glímumaður íslands. — Það er víst einn af þeim fáu verð- launa-úrskurðum, sem enginn af þeim sem viðstaddir voru, gat haft nokkurn minsta hlut við að athuga, svo auðsæ voru þau úrslit. Brögðin, sem glímumennirnir not- uðu, voru fá og algeng og tilbreit- ingalítil. Mest kvað að klofbragði og sveiflu, enda voru þau brögð einna skæðust. Sem sagt — glíman var tilkomu- lítil og þýðingarlítil. — Senr listar- glíma var hún ljettvæg, og sem úrskurðar-glíma um glímni lands- manna var hún þýðingarlaus, þar sem hún var svo illa sótt og úr svo fáum hjeruðum landsins. Áhorfandi íþróttir kvenna. Jeg fór í gær suður á völl, er íþróttamótið var sett. Konur sýndu þar leikfimi — það var ungmeya- fjelagið Iðunn. Það var aðdáanlegt hvað þær voru vel að sjer, og samtaka. Hvað þær gerðu alt vel og drengilega. Þess má geta að þetta er í fyrsta sinn að konur syna hjer leikfimi opinberlega — og ganga því ekki að því með sama öryggi og ella ef þær væru vanar. Kennari þeirra Björn Jakobsson á ágætar þakkir i skilið. En bestar þakkir eiga þær | sjálfar skilið fyrir dugnað sinn og j ötulleika. Heilbrigða sál í heil- brigðum líkama eiga þær þessar 1 íslensku meyar. Hafi þær kæra þökk fyrir skemtunina í gær. Ekki varð B. J. skotaskuld úr því að segja fyrir á íslensku, þó sum önnur fjelög geti ekki notað annað en hálf danska norsku. Vindur. „Sjón]lYerfi]lgar.’, Gaman væri að vita hvort »galdra- maðurinn* hann dr. Leo hefir glap- ið fleirum svo sýn en tíðindamanni Vísis að þeim hafi sýnst þeir Einar Arnórsson* og Sigurbjörn Á. Gísla- son taka þátt í »borðdansinum« hjá dr. Leó í gærkveldi, eins og Vísir segir. Þeir voru báðir hjá töfar- manninum, þegar hann Iosaði sig úr »trjehespunni«, en ekki við borð- dansinn«, eins og væntanlega rit- stjórinn sjálfur man og mörg hunduð áhorfendur aðrir. — Þetta eru vit- anlega smámunir, en er þó gott sýnishorn af því hvað sumar fund- arskýrslur blaðanna eru óáreiðanleg- ar. Annars dettur manni í hug hvort tíðindamaðurinn hafi ekki skilið dönska, því að hann hleypur gjör- samlega yfir allar skýringar töfra- mannsins þar sem hann var að sýna fram á blekkingar spiritista. Því að það er sá mikli munur á dr. * Eftir upplýsingu hlutaðeganda var S. Á. G. ekki við borðdansinn en E. Á. var þar. Áhorfanda hefur því missýnst hjer.—Þetta eru vilanlega smámunir, en er þó gott sýnishorn af því hvað sum- ar leiðrjettingar til blaðanna geta verið óáreiðanlegar. Ritstj.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.