Vísir - 22.06.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 22.06.1911, Blaðsíða 2
96 V í S I R Raddir almennings. Lögrjetta ogíslandsFalk. Mishermi er þaö ekki i Vísi á þriðjudaginn, sem segir um foringj- anna á Fálkanum og háskólasetning- una, þótt »Lögrjetta« segi hið gagn- stæða í gær. Greinarkorn mitt um framkomu yfirmanna íslands Falks 17. júní hefir vakið nokkurt umtal og ókurt- eisi þeirra i garð íslendinga mælst fyrir að maklegleikum. Lögrjetta treystist og ekki heldur að afsaka þá, en vill kenna um mistökum á, að koma boðspjöldum til þeirra. Jeg hefi í höndum eitt af þessum spjöld- um, sem póststimpillinn sannar, að sett hafi verið í póst að kveldi þess 14. þ. m. enda var það »boriö út« morguninn eftir. Það eru engar Iíkur til þess, að boðsseðlar til »ls- lands Falks« manna hafi verið síð- búnari en aðrir — eða hvers ættu þeir að gjalda? — svo að frásögn Lögrjettu ætti ekki að vera á rökum. Um þetta atriði þarf annars ekki mikla deilu. Fyrst og fremst hljóta yfirmenn Islands Falks að liafa vitað um hátíðahöldin hjer, svo að það er söm þeirra gerð, en auk þess ætti að mega takast að sanna hvenær nefndir boðsseðlar komust til skila. Það má vera að póstmenn hafi þagnarskyldu, enþað er ekki óhugs- andi, að einhverjir aðrir geti gefið upplýsingar, að minnsta kosti skip- verjar sjálfir, en jeg á eftir að heyra þá halda því fram, er Lögrjetta ætlar. Lögrjetta hyggur að þeir hafi ekki fengið boðsbrjefin og farið út þess vegna, en það er misskiln- ingur. Halldórr. Heitu sundlaugarnar. Jeg fór þangað um daginn til þessað baðamig, en kunningi minn einn, sem er vanur að koma þangað, sagði mjer að þar væri enginn frið- ur fyrir kvenfólki. Jeg gat varla trúað þessu, þareð sjerstakur tími er fyrir kvenfólk í laugunum og hálaunaður kven- legur sundkennari er þar daglega fyrri hluta dagsins. Og hver var reynsla mín? Að stúlkur á fermingaraldri og þar yfir nota sjer tíma þann,sem karlmönn- um er ætlaður, alveg eins og svo ætti að vera. Það væri nú ísjálfu sjer þolandi, að Ieyfa kvenfólki þessi samböð með karlmönnum.ef fólk væri nógu vel þroskað til þess að hegða sjer sómasamlega þar. En mikið vantar á, að svo sje. Annaðhvort ætti að halda uppi þeim tímatakmörkum, sem sett eru fyrir karlmenn og kvenfólk, eða þá að fella þau alveg niður. Ogóþarfi er að hafa bæði karlmann og kven- mann til að kenna sund. Ef stúlk- urnar geta komist svona vel af með hann Pál, þá er best að losa hana fröken Brands við starfið það. Eða hvað segir borgarstjóri og bæarstj órn ? Karlmaðar. Vísir sæll! Einhver kaupandi þinn gjörir fyrirspurn um það í 22. tbl. þínu, hvort það geti átt sjer stað að ráð- herra vor hafi farið af stað hjeðan 14. þ. m. þar sem kaupandi liafi fyrir augum sjer bankavaxtabrjef undir skrifað af ráðherra 16. þ. m. þetta á víst að vera einhver fyrir- taks meinfyndni í garð ráðherra. — En hamingjan hjálpi þjer kaupandi góður — sú er þunn — alveg óframbærilega þunn — og nú skal jeg segja þjer hvernig þessi galdur er, sem þú ekki þykist geta skilið, og ætlast til að lesendur »Vísis« gleypi svona alveg óskoðað, og leggi svo ráðherra til lasts. Gald- urinn er sem sje ekki annar en sá, að núverandi ráðherra, fyrverandi ráðherrar; bankastjórar fyrverandi og núverandi og fleiri embættismenn undirskrifa heila bunka af svona skjölum og ýmsum öðrum skjölum án nokkurrar dagsetningar —. Dagsetningin kemur á skjalið þegar það er tekið til afnota, en undir- skrift viðkomandi stjórnarvalds er aðeins til þess að gefa því gildi þegar það verður tekið til not- kunar og dagsett. Þetta er gild- andi regla og hefur gilt frá alda öðli. — Sem dæmi má nefna, að til eru hjónavígslubrjef dagsett á okkar dögum en undirskrifuð af Friðriki konungi VII.— Hvernig líst þjer á það kaupandi sæll? — Það líður líklega yfir þig blessaður karlinn. — En jeg vona að þú lifir það af, því þú ert víst ekki eins heimskur eins og þú lætur. — Þú verður nú bara að reyna að sætta þig við það að hafa gert þig að fífli án þess að hafa náð þeim lofsverða tilgangi, að sverta fjær- verandi mann. — Annar kaapandi » Vísis«. Sýningm Jeg rak mig á það fyrst af öllu, að sýningin byrjar með — villu, og er það leitt. Yfir innganginn er spjald sett, vel málað, en að því er stafina snertir líkast því að einhver Daninn væri höfundur þess. í stað Iðnsýning stendur »Iðn- syning«, sem er málleysa. Svo tekur kaþólska dýrðin við. Það er skömm fyrir barnaskólann okkar Reykvíkinga, að svona mik- ill munur skuli vera á handavinnu úr barnaskólanum og Landakots- skólanum. Væntanlega verður þetta alvarleg brýning barnaskólanum að herða sig framvegis. Ekki mun af veita, í handavinnu sem öðru, ef hann ætlarsjerað standastsamkeppni þessa, og ekki verða sjer til stór- skammar. Annars er tilhögunin á sýningu handavinnu Landakotsskólans mikið orsök í því, að barnaskólinn »fellur í gegn« svona herfilega. Öllu er svo prýðilega vel fyrirkomið. Og svo er brúkað heldur mikið gler og rammaskraut — sem auðvitað ekki er handavinna, — og það glepur sjón, svo að aðaláhrifin verða meiri en ella myndu. Tilhögunargallar eru víðar í sýn- ingunni. Til að ntynda eru sýp,is- hornin fráprentsmiðjunni Gutenberg breidd út yfir stórt borð og sjást því vel, en sýnishorn frá prentsm. Östlunds lögð í búnka,svo lítið ber á þeim; bátasýningunni er þann veg fyrir komið, að mýmargir fara á sýninguna án þess að vita eða sjá neitt af þessum bátum. Zakarías. i •I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.