Vísir


Vísir - 23.06.1911, Qupperneq 2

Vísir - 23.06.1911, Qupperneq 2
98 V I S I R Raddir almennings. Á nú enn að úringla?; Jeg og allir sem mjer er kunnugt um — gladdist mjög yfir að heyra það hjer um daginn, að afráðið væri að setja myndastyttu jóns Sig- urðssonar á stjórnarráðsblettinn. Á- j stæður mínar fyrir að vilja Iiafa styttuna. þar, skrifaði jeg í 3. tbl. »Vísis« 26. f. m. Þær ástæður hafa held jeg allflestir fallist á, sem á mál þetta hata minst i alvöru, nema j einhver Örnólfur, sem var skóla- i blettinum meðniæltur. En nú kem- i ur ný tillaga í seinustu ^ ísafold« j eins og fjandinn úr sauðarleggnum, ; og samkvæmt henni ætti nú að fara að drífa myndastyttuna vestur á Hóla- völl — því ekki vestur á Snæfells- jökul. — Hún væri ekki mikið meira : úr vegi þar. í þessari ísafoldargrein er sagt að ! Einar myndhöggvari sje þessari nýu j tillögu mjög hlynntur. Jeg á bágt j með að trúa að þetta sje alls kostar rjett. Líklega ekki nema hálfsagt.— Ef nokkur af myndum Einars ætti að standa á Hólavelli, þá ætti það að vera Útilegumaðuri nn. — Þar væri kannske staður fyrir hann — en alls — alls ekki fyrir Jón Sigurðsson. Enn fremur er það tekið fram í þessari ísafoldargrein, sem galli á stjórnarráðsblettinum, að ákveðið sje að standmynd Kristjáns IX. eigi að standa þar, og sje það loforðum bundið við Friðrik konung VIII. ! Jeg efast ekkert um að þetta sje ' rjett, en jeg get með engu móti sjeð, að það sje nokkur móðgun i við minningu Jóns Sigurðssonar, eða nokkur vanvirða fyrir okkur, sem nú lifum og reisum Jóni minningar- merkið, þó myndastytta Kristjáns konungs IX. standi á öðrum hluta blettsins, sem er nægilega stór til þess, og fyrirfram skift í tvo hluti, og fer því raunar vel á útlitsins vegna, að sí* styttan standi á hvorum blettinum.— Og með hvaða augum sem á það er litið, get jeg ekki skilið, að neitt sje hægt að hafa með sanngirni móti því, að það sjeu einmitt myndastyttur þeirra Jóns Sigurðssonar og Kristjáns IX. Jeg hefi sjeð, að þegar er farið að grafa fyrir undirstöðu stand- myndarinnar sunnan við flaggstöng- ina á syðri hluta stjórnarráðsbletts- ins, og vona að því verði ekki hætt til þess að flytja út á Hóla- vöil. En — það má til að taka flaggstöngina burtu, því bæði er það, að mjer þykir óviðurkvæmi- legt að láta »Dannebroge« blakta rjett yfir höfði Jóni, og svo fer það svo afarilla, að láta stöng þessa þjett upp með standmyndinni. — Það yerður svo afarkauðalegt út- lits, hvaðan sem á er litið. — Ef endilega þarf að flagga í stjórnar- ráðinu, eru víst engin vandræði að koma stöng fyrir á byggingunni sjálfri eins og gjört er á öðruhverju húsi hjer. — Jeg skal ekki trúa því fyrri en jeg tek á, að nefndin fari nú að hringla í þessu máli á elleftu stundu. — Á stjórnarráðsblettinum á styttan að standa. — Húti fer hvergi betur hjer í borginni. — fslendingur. inu sje nauða lítil, sjest ljósast af kærum þeim er koma þegar skipið er fjærverandi. Að Islands Falk hafi legið hjer á höfninni daginn fyrir þann 17. er algjörlega ósatt, skipið ljetti þann 15. eftir að hafa handsamað botnvörpung samkvæmt kæru. Að Danir beri velvildarlevs- ishug (svo jeg noti orð H.) til okk- ar, getur maður lengi þráttað um, en jeg held að H. hafi enga ástæðu til að drótta því að þessari skips- höfn, hún mun miklu fremur eiga þakkir skilið fyrir framkomu sína, eftir þeim ástæðum sem er með samkomulag okkar og Dana og megi maður dæma það eftir ávöxt- unum má geta þess, að í ár er Isl. Falk búinn að fá fleiri botnvörp- unga nú, en teknir hafa verið hver tvö síðustu ár og með því nú unnið landinu tekjur er nema minsl 20 þúsundum króna; og svo er heift- in mikil í H. að hann veitir ekki kaupir með hæsta verði Jj' TiWsUxnsson. Fálkamálið. Herra ritstjóri Vísis. í tilefni af grein í blaði yðar 20. þ. m. um Islands Falk, eftir ein- hvern Halldór, vil jeg biðja yður um rúm í blaði yðar fyrir með- fylgjandi línur: Jeg vil fyrst leyfa mjer að þakka háttv ritstj. Lögrjettu fyrir Ieiðrjett- ingu hans i blaði sínu þ. 21. þ. m. á grein Halldórs og læt jeg þær skýringar nægja því atriði viðvíkj- andi. Að öðru leyti get jeg ekki stiltmig umað benda H. á hversu afar- óþörf og óviðeigandi grein hans er. H. þykist töluvert kunnur starfi þessa skips og ferðalagi, framtíðar- stefnu þess og síðast hugsur.arhætti skipshafnarinnar, en það ber grein hans engan vott um. Hvað hafnarlegu skipsins við- víkur í ár held jeg að fáir, sem annars sannindum unna, geti borið þessum yfirmanni, að hann hafi legið á höfnum fram yfir eðlilegan tíma. Að not fiskimanna af skip- eftirtekt að Isl. Falk kom þann 18. með brotlegan botnvörpung, því ella hefði hann naumast endað ritsmíð sína sem hann gjörði. Myndi Halldóri hafa verið miklu sæmra að fylgja betur anda hátíðarinnar, en að bletta hana með illindi sínu, eða heiftarhug til náungans. Ennfremur má H. vita það, að þótt hann fylli Vísi í hvert sinn með slíkum ritsmíðum, breitir það að engu ferðalagi Isl. Falk, og að endingu vil jeg oenda H. á að hugsa betur efni það er hann ætlar að skýra, svo umsögn hans verði ekki jafn snauð sannindum og þessi. Þorst. Júl. Jónsson. Laugakarlinn. Það væri ekki gaman, ef að allir karlmenn væri eins og þessi »karl- maður«, sem skrifar í Vísi í gær. liðaldamyrkursál, sem sjer ofsjón- ir yfir því, að kvenfólkfái laun fyrir starfa sinn og sömuleiðis ofsjónum

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.