Vísir


Vísir - 23.06.1911, Qupperneq 3

Vísir - 23.06.1911, Qupperneq 3
V í S I R 99 yfir því, að Páll sundkennari fái að sjá stúlkurnar synda. Jeg er allkunnug laugunum og hef aldrei heyrt anna-s getið, en að allir hegði sjer þar mjög sómasam- lega utan einn hræsnispjesi, sem má vera að sje þessi »karlmaður«. Við sundskálann kennir karlmaður konum, og karlar og konur synda þar saman, og hefur enginn hneyksl- ast á hingað til. ViII ekki »karlmaður« hlaupa þang- að með borgarstjóra og bæarstjórn og annað sem hann getur til tínt? Annars ættu svona piltar að með- höndlast á miðalda-vísu og vera látnir skrifa undir sínu skírnarnafni hafi nokkur gjört sjer það ómak að skíra þá. Hólmfríður. sykurræktun að mun. Bezt er fylkið Iagað fyrir akuryrkju, en einnig er þar skóghögg rnikið, málmgröftur og fiskiveiðar. Þegar Ontario fylki þrýtur má heita lokið hinu víða undirlendi aust- ur Kanada. Þótt þá sje komið nærri inn á mitt meginland ber land- ið eigi hærra en góð 600 fet yfir sjávarflöt, og er það hverfandi halli á jafn langri leið. Með Manitoba fylki, sem tekur við af Ontario hefst bratt sljettu flæmi það hið mikla er myndar þrjú af fylkjum ríkisins, Manitoba, Sas- katchevan (frb. Saska’tsívan) og Al- berta og endar á hásljettu vestur við rætur Klettafjallanna. Flatlendi þetta samanstendur af þremur hjöll- um. Fyrsti lijallinn er að meðal- tali 120 mílur (enskar) á breidd og liggur um 750 fet upp frá sjáfar- máli. Tekur sú sljetta yfir mikinn liluta af Manitoba. Nálægt miðju Liverpool“ kaupir velverkaðan Amerika og V estur~í slendingar. Eftir Sigurð Vigfússon. ----- Frh. Þá er Quebec fylki lýkur tekur við Ontario fylki. Nær það að hinum stóru vötnum, og nýtur því hlýrra loptslags. Mjög er fylki þetta blandað gæðum. Stórir flákar af því bera ríkar nienjar frá ísöldinni og eru að mestu ef ekki að fullu óbyggilegt land. Skiptir svo eykt- um og jafnvel dægrum á járnbraut- inni að eígi ber annað fyrir augað en berir klappahraukar ásamt hæð- um og hólum, með djúpum dæld- um á milli, sem venjulega lykta með tjörn eða stöðuvatni. Má geta nærri að eigi hafi það verið greitt verk að leggja brautina yfir slíkar ójöfnur. Oft og tíðum ber brautin hærra en símastaurarnir sem liggja meðfram henni, og þó er að sjálf- sögðu grafið í gegn um þá hóla er eigi var kostur á að sneiða hjá. Á hinn bóginn eru landkostir víða ágætir, svo að í þessu fylki er ávaxta uppskera mikil, jafnvel tóbaks og fylki hefst miðhjailinn, 250 mílur á breidd, á sem næst 1600 feta hæð. Þriðji hjallinn er um 450 mílur á breidd. Um 2000 fet upp frá sjó á eystri brún, en á 4200 feta hæð við rætur Klettafjallanna. Frh. Grlímur. Eftir »Lögbergi.« Lesendum Lögbergs erkunnugt um ferðalög Jóhannesar Jóefs- sonar og þeirra fjelaga, því að margoft hefir blaðið flutt fregn- ir af þeim. Jóhannes hefir fengið mikið orð á sig af karlmensku, snærræði og dirfsku. íþróttasýn- ingar hans hafa bæði vakið eft- irtekt á sjálfum honum og ís- lendingum í heild sinni, og er það þakkarvert. Nú hefir Jóhannes samið rit- gerð, er birtist í »The Strand Magazine* (Marz-heftinu) og heitir »Olíma.« Ritstjóri tímaritsins skrifar stutt- an inngang að greininni, og segir að Jóhannes sje heimsmeist- ari í glímu. Þetta er ekki alls- kostar rjett. Þegar Jóhannes þreytti seinastglímu á íslandi, beið hann lægri hlut fyrir Hallgrími Benediktssyni, á Þingvöllum 1907, er Friðrik konungur var þar staddur. Síðan hefir Sigurjón Pjetursson sigrað Hallgrím, en Jóhannes hefir ekki þreytt við þá á seinni árum, og ber Sigurjón »heimsmeistara« nafn glímum -nna meðan hann á Grettis-beltið.. Ritstjóri The Strand Magazine er hróðugur yfir því, að nú sjái menn í fyrsta skifti lýst íslensk- um glíniubrögðum, sem íslend- ingar hafi hingað til dulið með mikilli varkárni, því að þeir hafi ekki viljað láta nema þessa list af sjer. Þessa speki hefir hann eftir Jóhannesi sjálfum, og færir Jóhannes það máli sínu til sönn- unar, að glíma hafi aldrei verið sýnd opinberlega fyr en 1874, er tveir menn glímdu í viðurvist Kristjáns konungs IX. á Þing- völlum. Það kann að vera meinlaustað skrökva þessu í útlendinga, en nauðsynjalaust virðist það vera, en ef íslendingar ælta líka að fara að Ijúga því að sjálfum sjer,þá er tími til kominn að leiðrjetta það. Hvert mannsbarn á íslandi veit, að aldrei hefur verið farið í laun- kofa með glímur, en í mörgum sveitum hafa þær algerlega lagst niður, og þeim varlítill sómi sýnd- ur seinni hluta nítjándu aldar- innar. Það sannar ekkert, þó að íslendingar hafi ekki »sýnt« þær fyr en 1874 er konungur kom til Þingvalla. Þeir hafa sem sjealdr- ei »sýnt« neinar íþróttir fyr en á allra síðustu tímum, og hafa t. d. farið alveg jafnleynt með sund- kunnáttu sína eins og glímu- íþrótt til skamms tíma, nema »leynt« sundinu enn þá betur, svo að vel mætti telja útlending- um trú um, að það væri af því að þeir vildu ekki láta nema þá íþrótt af sjer. — Jóhannes gerði vel í að hætta að breiða út þenna »leyndardóms« -hjegóm, ogsegja útlendingum í þess stað eins og er, að íslendingar hafi lítt tamið sjer íþróttir á seinni öldum, og ekki kunnað að meta glfmuna betur en svo, að hún gleymdist með öllu í sumum landshlutum, og var ekki iðkuð til muna nema

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.