Vísir - 27.06.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 27.06.1911, Blaðsíða 2
6 V í S I R Yísir sæll! Það er leitt að lenda í blaðadeil- um að ósekju. Jeg vildi fáaðvita hvoru ætti að trúa, Vísi eða banka- vaxtabrjefi, þeim greindi á og því spurði jeg. Nú ríseinhver »annar kaupandi* upp á afturlappirnar og hellir sjer yfir mig saklausan. Jeg er þó ánægður yfir upplýsing- unum, þær sanna það, sem jeg má vel una við, að Vísir er bókstaflega áreiðanlegri »pappír« en bankavaxta- brjef. Kuupatidi Vísis. ÍTámafarganið. Ekki er meira en svo sem tugur ára síðan, að það þótti goðgá næst að tala um það í alvöru, að dýrir málmar væri hjer í jörðu. Nú er annað orðið uppi á teningnum. Nú er það orðið daglegt brauð, að frjetta af nýum og.nýum námafund- um hjer og hvar á landinu. Eink- um þó á Suður- og Vesturlandi. Námaspekúlantar flögra um landið eins og mývargur á mykjuskán, og kaupa — eða kannske rjettara sagt, hafa útúr mönnunr rjettindi til námu- reksturs á landarein þeirra. Hefur það athæfi nýlega með rjettu verið átalið í »Þjóðólfi« (23. tbl. þ. á.) og menn alvarlega varaðir við þess- um »bændaveiðum.« Jeg ætla því ekki að gjöra þær að umtalsefni í þessum linum, heldur minnast ofur- lítið á þetta fargan frá öðru sjónar- miði. Það mun nú vera um 6 ár síðan gullið fannst í Vatnsmýrinni og öll Reykjavík »ærðist í gullsótt« —og hver er svo árangurinn afþeimgull- fundi? — Als enginn eða kann ske verri en enginn. í rauninni eru menn ekkert — eðasama sem ekk- ert—sannfróðari um það þann dag í dag, hvort gull er í Vatnsmýrinni heldur enn menn vóru daginn sem þeir þóttust finna þar gull. Og sama má líklega segja um flesta þá staði aðra, sem gull, silfur, kopar, postulín, silfurberg, kol o. s. frv. hefur átt að finnast á. Menn vita ekkert með vissu hvað satt er í sögunum. — Engin náma er unn- in. Þegar bezt lætur koma tveir eða þrír útlendingar, fara eitthvað hjer upp fyrir bæinn — helst um hávetur, stinga nokkrar spaðastungur — og finna gull — og flytja til útlanda fulla poka af ertsi til rannsóknar. Seint og síðarmeir kemursvo rann- sóknarsagan hingað heirn, venjulega í tveimur útgáfuin. I annari útgáf- unni er látið mikið yfir úrslitum rannsóknarinnar. Náman á að vera svo gullauðug, að fádæmum sæti. I hinni útgáfunni er fullyrt, að ekk- ert gull sje þar að finna. En hvort sem sannara er, verða endalokin altaf hin sömu, nefnilega, að engin náman er unnin. Ogaltaf eru menn ísömu óvissunni. Það er nú svo sem auðvitað, að þetta ástand er hreinasta »Eldorado« fyrir vasaprókuratora ogaðra glæpa- menn. Með því að halda mönn- um stöðugum í trúnni á gullnám- urnar — og jafnframt í óvissunni — geta slíkir menn gert »feitari forretningar« í útlöndum en nokk- urn grunar hjer. En alniennings- heillin, gagnið, sem þjóðin ætti að hafa af því, að hjer væru málmar í jörður, um það er minna hugsað. Svo lítið hugsað, að ef þessu lagi heldur lengi áfram, semnúer sung- ið fullum fetum, þá getursvo farið, að innan skams verði algjörlega ómögulegt að fá erlent fje til að reka með námaiðnað lijer, sem ekki væri »Humbug« —þólíf lægi við. Og hið siðferðislega álit þjóð- arinnar vex ekki í augum annara þjóða við að horfa á allan þennan náma- skrípaleik.— Nl. Ófdgur. Deilan nm Islands Falk. Það sjer hvert mannsbarn, sem les Vísi, að umrædd ókurteisi yfir- manns Islands Falks skiftir nokkru úr því að þeirþurfasvo miklafyrir- höfn fyrir vörn sinni, sem raun er á orðin. Hafa þeir nú fengið í lið menn sjer Lögrjettu, rektor háskóla íslands og síðast en ekki síst ein- hver Þorst. Júl. Jónsson. í grein hins síðastnefnda í Vísi á föstudaginn er mikið um afreks- verk Islands Falks og ágæta fram- komu við íslendinga. Sá vaðall snertir ekki teljandi deiluna um þá ókurteisi, sem nú er um að ræða sjerstaklega, nema lítillega það sem sagt er um burtfarartíma skipsins, sem vera má, að höfundurinn fari ekki rangt með. í upphafi greinarinnar vitnar Þ. J. J. í Lögrjettu og þakkar henni ummælin, sem jeg hrakti strax á fimtudaginn og segist hann Iáta »þær skýringar nægja þvi atriði viðvíkjandi.* Eru þetta nokkrar afsakanir? Eins og fyrr segir, hefi jeg Ieitt rök, að því, að framburður Lög- rjettu, um hvenær boðsbrjefin kom- ust til skila, stafaði af misskilningi og það er fjarri að framburður háskólaforsetans bæti um. Það er og vitanlegt, að yfirmönnum ís- lands Falks var kunnugt um'að hjer vóru fyrir dyrum mikil hátíðahöld áaldarafmæli Jóns Sigurðssonar, sem þeir hefði átt að hafa smekk til að vera viðstaddir af sjálfsdáöum Mjer er sama þótt Isl. Falk liafi ljett akkerum 15. þ. m. úr því að hann var ekki lengra undan landi þann 16. en svo, að offisjerar af honurn vóru hjeríbætium þann dag. í fimtudagsblaðinu kvaðst jeg eiga eftir, að heyra rjetta hlutaðeig- endur neita því, að boðsbrjefin hafi komist til skila fyrir 17. Júní og jeg á það cftir enn þrátt fyrir þessar miklu varnir. Þora þessir skjaldsveinar yfir- mannanna^að neita þvi, að boðs- brjefin hafi komist í hendur offi- sjeranna, er þeir vóru hjer í landi daginn fyrir 17. júní? ___________Halldórr. Samböð. Einhver karlmaður er að amast við því í Vísi nýskeð, að samböð eigi sjer stað í Iaugunum hjer, af því að fólk hegði sjer ekki sóma- samlega. Það sem hann talar uin ósæmilega hegðun þarna, þá er sú ásökun á enguin rökum bygð og líklega sett þarna fram til þess, að meina samböðin, sem hann tfeystir sjer ekki að ráðast á, nema að bæta þessu við. Það er nú á allra vitorði, sem hafa heilbrigða skynsemi, að öll sundurstíun karla og kvenna hefur gagnstæð áhrif við tilgang sinn og hefur komið nógu illu til leiðar. »KarImaður« þessi ætti að konia til Svíþjóðar og sjá karla og konur baða sig saman skýlulaust. En það liði máske yfir hann, blessaðan. Gustav. Augað krefst rjcttar síns. Þegar jeg hef komið suður á íþróttavöllinn, hef jeg oft fundið til að eitthvað væri napurt og’kulda- legt þar um að Iitast, og er það von, — þar, sem alt, er sandur, möKog mold. Oarðurinn er þó raunar tyrfð- ur, en það er ekki við að búast

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.