Vísir - 27.06.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 27.06.1911, Blaðsíða 3
V í S I R 7 að hann grói svo vel, — fyrst um. sinn, — að hann verði óslitinn grænn hringur, því hætt er við að hann alla jafnan verði fyrir töluverðum átroðningi. Eilt er og það sem gerir sitt til að auka á kuldalegt útiit íþróttavall- arins, og það er, — bárujárnið. — Jeg vil benda íþróttasambandinu á, að vert væri að gjöra eitthvað— og það sem fyrst, — til að fegra umhorfts kringum völlinn innan girðingar. Og ekkert væri eins vel til fallið og það; —að gróðursetja svo mikið sem liægt væri, með- fram girðingunni að innanverðu, — af Rifsi og öðrum trjátegundum, sem reynt er til hlítar að dafna fljótt og vel hjer á landi. — því allt út- lit er fyrir að íþróttavöllurinn ætli fyrst umsinn að verða aðal skemmti- garður borgarinnar, og ef svo verður að nokkru leiti, þá er meiri fram- för að íþróttavellinum en nokkur stuðningsmaður hans hefur þorað að láta sjer detta í hug. liallur. Hátíðin Yið lorðurá. Laugardaginn síðasta var hátíð haldin á bökkum Norðurár nokk- uð fyrir neðan brúna. Hátíðin var sett á hádegi við brúarsporðinn vestri, af þingmanni Mýramanna J. S. og gat hann þess að hún væri haldin í tvennu augnamiði: 1. sem vígsluhátíð brúarinnar og 2. minningarhátíð Jóns Sigurðssonar forseta. 'Pá flutti Klemens landritari brúar- vígsluræðu. Hann lýsti brúnni og gat þess að hún væri 137 al. á lengd og 4 al. á breidd. Stöpl- ar þeir tveir, er í ánni standa, væru 14 al. og 14 72 al. á hæð. c. 36 þúsund krónur kostar brú- in fullgjörð. Hún er úr járni, steypt í Noregi. Að ræðunni lok- inni gengu menn austuryfirbrúna og til baka aftur og niður á vell- ina. Þar var danspallur allmikill og fagurlega skreyttur blómsveig- um og skógarhríslum. Pallur út úr var fyrir lúðrasveitina og ann- ar fyrir ræðumenn. Tjöld voru víðsvegar um vell- ina og mátti þar fá ýmsar veit- ingar. Magnús Andrjesson prófastur mælti fyrir minni Jóns Sigurðs- sonar. Jón Sigurðsson alþingismaður fyrir minni hjeraðsins. Jóhann Eyólfsson íSveinatungu fyrir minni íslands. Sjera Gísli Einarsson íStafholti fyrir minni landbúnaðarins. Bjarni Ásgeirsson unglingspilt- ur frá Knararnesi flutti stutta ræðu en einkar Iaglega fyrir hinurn íslenska fána. Halldór Helgason frá Ásbjarn- arstöðum flutti laglegt kvæði, er hann kallaði »Vor í sveit«. Menn tóku nú upp máli sínu og fóru að snæða í smáhópum, um allan völlinn, en dans var hafinn kl. 5. Aðgangur að hátíðinni kostaði 40 au. og voru þar um 1600 tnanns. Hjeðan flutti Ingólfur nokkuð á annað hundrað. Rokhvasst var um morguninn, en lygndi nokkuð, er á daginn leið, þó var of hvasst tilað þreyta sund svo sem ætlað var í fyrstu. Aftur fóru fram kappreiðar og hlutu verðlaun fyrir hesta sína: 1. verðl. (15. kr.) Davíð Por- steinsson, Arnbjargarlæk. 2. verðl. (10 kr.) Jón Jónsson í Galtarholti. 3. verðl. (5 kr.) Jóhann Jóns- son Valbjarnarstöðum. Allir voru hestarnir skjóttir. Kappglíma fór og fram og hlutu verðlaun 3 utanhjeraðsmenn. 1. verðl. (15 kr.) HelgiÁgústs- son frá Birtingaholti. 2. verðl. (10 kr.) piltur*fráNeðri Hundadal í Dalasýslu. 3. verðl. (5. kr.) piltur* frá Vík í Mýrdal. Lúðrasveitin var hjeðan úr borginni og tók hún þegar til starfa er Ingólfur Ijetti akkerum á höfninni, en á hátíðinni hjelt hún óspart áfram og var hin mesta hátíðarbót að henni. Pess má geta að brúin var öll skreytt Dannebrogsfánum en tvö fálkamerki voru til hvors enda. Aftur voru nokkur íslensk flögg á danspallinum og lúðrasveitin þáði ekki aðra fána yfir sjer, enda virðist hún mjög íslensk í anda og má sjá það meðal annars á einkennishúfum hennar. Ræðupallurinn var og skreytt- ur bláum og hvítum dúkum. Menn skemtu sjer hið besta fram til miðnættis, en þá var hátíðinni slitið. *) Ókunugt um nafn hans. 17 júní eysíra, Allmikil hátíð var haldin þann dag á Seyðisfirði að tilhlutun nokkurra ungmennafjelaga. Kl. 11V2 hófst skrúðganga innan úr bæ og út á afgirt túnstæði með Garðarsvegi. Á svæðinu var ræðu- pallur og söngpallur vel skreyttir. Benedikt B1 öndal búfræðingur setti hátíðina fyrir hönd ungmenna- fjelaganna, en síðan flutti Einar Jónsson prófasturguðþjónustugerð. þá var sungið »Ó guð vors lands —« og síðan nýtt kvæði eftir Þorstein Erlingsson. Þá flutti Halldór Jónsson skólastjóri ýtarlegt erindi um Jón Sigurðsson og vará eftir sung- ið kvæði eftir Guðm. Guðmunds- son (prentað í Vísi þann dag). Jón frá Múlatalaði fyrir minni íslands og eftir það var hlje nokkurt. Síð- an mælti sjera Björn Þorláksson fyrir minni Austurlands en eftir var sungið kvæði eftirGuðm. Magús- son. Enn var sungið kvæði fyrir minni Seyðisfjarðar, eftir Sigurð Baldvinsson sýsluskrifara. Þá voru reynd kapphlaup, glím- ur og sj'ndar ýmsar líkamsæfingar og veitt verðlaun. Veður var hið besta. Hornaflokk- ur bæarins ljek við og við allan daginn, svo söng og söngflokkur Kritáns læknis og skemtu menn sjer fram á kveld Á Vopnafirði var samkoma all- mikil þann dag. Mælti sjera Sig- urður Sivertsen fyrir minni Jóns Sigurðssonar en kvæði var sungið er Ingólfur læknir Gíslason hefur ort. I Borgarfirðí var og samkoma. Þar var helstur ræðumaður Þor- steinn M. Jónson kennari. Á Eskifirði var og samkoma og töluðu þar sjera Guðm. Ásb jarn- arson, Axel Tulinius sýslumað- ur og Bjarni Sigurðsson versl- unarmaður. Vorið ilmandi. Saga frá Kóreu eftir óþektan höfund. ----- Frh. Nóttin Ieið og það morgnaði — — — — þau fóru £ fætur. Tchoun- Hyang ráðlagði 1-Toreng að fara heim til sín. Hann spurði hvers vegna henni væri svo umhugað um það. Hún kvaðst ekkert leggja að hon- um með það en hún ráðlagði hon- um að fara heim vegna þess að hún óttaðist föður hans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.