Vísir - 28.06.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 28.06.1911, Blaðsíða 2
10 V í S I R vörninni og fer að sumu Ieyti mið- ur rjett með. En þessu blandar v. H. saman og kennir Jóhannesi um. Öðru en þessu þyrfti ekki að svara þessari Lögbergs-Vísis-grein. Jeg vil þó minnast sjerstaklega á tvö atriði hennar — fáum orðum. Höf. kann því illa, að ritstj. tíma- ritsins nefnir Jóhannes »Glíma- Champion« (d: glímumeistara, ekki heimsmeistara) og segir, að »þegar Jóhannes þreytti seinast glímu á ís- landi, beið hann ósigur fyrir Hall- grími Benediktssyni.« Petta er ósatt. — í Þingvallaglím- unni 1907 bar Hallgrímur hærra hlut, sem kunnugt er. [Þar var ekki þreytt um meistarastig, heldur pen- ingaverðlaun]. En það er líka kunn- ugt, að síðar áttust þeir alloft við opinberlega lijer í bæ, og fór Hall- grímur halloka. Tveim árum síð- ar var og þreytt glíma um íslands- beltið, og bar Jóhannes það af hólmi. Síðan hefir hann ekki getað þreytt um það (fjarstaddur) og er því ósigraður. Þetta sje síður en eklci sagt Hall- grími eða öðrum glímuköppum til ófrægðar, eða til að »gera upp« milli þeirra og Jóhannesar, heldur sem beint svar við ummælum v. H. »Glíma-Champions« eru þeir all• ir: Jóhannes, Sigurjón og Hallgrím- ur — geta verið það og eiga að vera það hver um sig án þess skugga beri á hina. Sú missögn ritstjóra Síandard Magazin’s, að þetta sje fyrsta sinn, sem ísl. glímubrögðum sje lýst fyrir útlendingum,- fellur um sjálfa sig þegar þess er gætt, að Jóhannes hefur fyrir nokkrum árum ritað bækling á ensku um ísl. glímu og sýnt þar glímubrögðin með mynd- um, auk þess sem hann hefur marg- oft síðan skrifað eða fengið aðra til að skrifa um glímuna í erlendum blöðum og tímaritum, einkum þýsk- um og enskum. — Jóhannes getur því tæplega átt sök á þessari mis- sögn. íþróttavinir þeir, er þekkja Jó- hannes Jósefsson, vita það vel, að hann vill íslenskum íþróttum og íþróttalífi allt hið besta. Og vel mátti minnast þess — í íþróttafagn- aðinum, sem nú hefur verið hjer um stund — að öðrum fremur á hann gildan þátt í þeirri góðu hreyfingu. von 5v. lámafarganið. 1 Nl. Það er sannarlega kominn tími til þess, að menn hefjist handa og heiniti að eitthvað alvarlegt eitthvað sem vit er í, eitthvað sannfærandi sje gjört í þessu máli, til að taka nú loks fyrir kverkar »húmbúgsins.« ( Af almannafje er varið tugum þús- unda til margfalt þýðingarminni framkvæmda lieldur en það er, að komast fyrir hið rjetta í þessu efni. Sje hjer gull í jörð eða eðrir dýrir málmar eða kol, þá þarf sem allra fyrst að gjöra nákvæma, staðgóða, óyggjandi rannsókn, sem hægt sje að sfaöfesta með órækum vitnisburð- um og nægum sýnishornuin. Þó slík rannsókn kostaði almenningtíu þúsund — tuttugu þúsund — gjör- ir það ekkert tii. Ef það sannast ótvírætt, að hjer sje um verulegar námur að ræða, sem vit sje í að leggja í fje og vinnu, þá er illa á haldið, ef rannsóknartilkostnaðurinn ber ekki hundraðfaldan ávöxt fyrir þjóðina. Ef það þar á móti upp- lýsist ómótmælanlega við slíka rann- sókn, að alt námageypið sje »húm- búg« eitt og vitleysa, þá er það líka tuga þúsunda virði, að stemma stigu fyrir verzlun með ímyndaðar auðsuppspretturog »saltaðar« námur. Mannorð vort og tiltrú í peninga- sökum, og viðskiftum öllum við aðrar þjóöir, þolirekki þáraun, sem þvf er boðin með áframhaldi náma- fargansins í sama stíl eins og það hefur verið »drifið« nú að undan- förnu og er enn. — Það þarf að taka duglega — og með viti — og það fljótt — í taumana á því fargani, ef alt á ekki um koll að keyra. Búi. Leiðr. I' Vísi í gær (tbl. 83—2.) stendur »Ófeigur« undir greininni »Námufarganið«, en á að vera B ú i. Á 6. bls. í sama blaði, 3. dálki, 15.1ínu að ofan stendur »glæpamenn« fyrir glæf ramenn. Staðurinn. F>ökk fyrir greinina í gær: »Á nú enn að hringla?« Það er von að heilvita mönnum blöskri aum- ingja hugsunarhátturinn sá að láta sjer detta í hug að hlaupa nú þegar frá góðum stað sem byrj- að var á að búa undir. Á stjórn- arráðsblettinum sjá allir aðkomu- menn styttuna, hvort sem þeir koma landveg í bæinn, Hverfis- götu eða Pankastræti (Laugaveg og Skólavörðustíg) eða sjóveg, ef þeir ganga um miðbæinn. Svo fráleitt sem var að stytt- an stæði á Mentaskólatúninu, þá er enn fráleitara að fara með hana upp á Hólavöll, eða væri þá ekki eins gott að koma henni fram á Gróttu, þar inætti þó sjá hana í sjónauka af skipum er til bæarins koma. Það líkist brjál- semi í hugsunarhætti að ætla nú að hlaupa með styttuna upp á Hólavöll, gagnstætt vilja allra bæarmanna og ekki er fegurðar- tilfinningu, þeirra sem því halda fram, fyrir að fafa. 2Vc Borgarí. G-líman mikla Seint gengur glíman hjá nefndar mönnunum — og þjóðlegir eru þeir ekki þarf því um að kenna? Fyrst byrjaði fangið í skólagöt- unni sælu, og svo var mikill aðgangurinn, að viðbúið var að breikka yrði götuna til beggja hliða. En sem betur fór komst skynsem- in á snoðir um þetta ásigkomu- Iag þeirra í tíma svo hún þreif þá úr fangi heimskunnar og kastaði þeim inná Stjórnarráðsblettinn, því hún hjelt að þar yrðu þeir óhultir fyrir árásum heimskunnar. En eins og flestir vita hefur heimskan skip- að háan sess hjá oss íslendingum og þar af leiðandi sjaldan við oss skilið. í þetta sinn hefur hún hugs-, að að þeir væru að gjöra að gamni sínu með því að stökkva frá sjer. Hvernig gat hún hugsað annað ? Átti hún að trúa því að þegnar hennar — sem höfðu verið henni hollir þegnar í margar aldir — skyldu einmitt nú hlaupa í burtu frá henni? Nei, og hún fór að leita. Eftir 3 daga fann hún þá á Stjórnarráðsblettinum, voru þeir þá búnir að gjöra þargryfju eina mikla og voru að því komnir að leggjast í hana og breiða »Dannebrog« yf- irsigþegar heimskan kom að þeim aftur með opna arma og tók þá í faðm sjer. Nú voru þeir komnir í fang við hana í annað sinn. Hvað var nú til bragðs? Ósigurinn var vís, því mörgum hefur heimskan á knje komið þó meira hefðu fylgji skynseminnar en þessi ósjálfstæða nefd. Eftir að hríðin er búin að standa yfir í einn dag, berst Ieik-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.