Vísir - 29.06.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 29.06.1911, Blaðsíða 3
V í S 1 R 15 KONCERT. Frk0 Ellen Sehiilfz syngur í Báruhúð laugardaginn 1. júlí kl. 9 síðd, Sjá götuauglýsingarnar. yfir efnum þínum sjálfur? Eða ætl- arðu að láta þau vera í höndum þjóna þiiina, Iáta þá ráða fyrir þjer og skamta sjer launin. Ef svo er, skal mig ekki undra þó að þú missir alla þína bestu krafta útúr landinu. Þess lengur, sem þú sefur þess fast- ar verðurðu bundinn. Þig dreym- ir að þú sjert altaf að hrapa niður á við, dýpra og dýpra, og verst er þegar þú vaknar, sjerðu að draum- urinn hefur verið virkilegur. Hjálniur Hlenni. Tjörnin og lystigarðurinn. Efíir Ófeig. Frh. Versti agnúinn við hreiiisun tjarn- arinnar, sem stendur eru skólpræsin sem í hana liggjafrá húsunum, og eins skólpræ«in sem í lækinn liggja. En nú verður vonandi þess ekki Iangt að bíða, að skólpræsagjörðin kom- isi á það stig hjer í borginni að ekki þurfi lengi hjer eftir að halda áfram að eitra tjörnina og lækinn, og gjöra þau aö aðal-hlandfor og pestarviipu þessa bæar, sem er svo óþverralegt sem mest má verða, og ekki skrælingjutu bjóðandi hvað þá heídur íbúum höfuðstaöar íslands á tuttugustu öldinni. Jeg hefi því miður ekki haft tæki- færi til að afla mjer áætlana yfir kostnað við þessar tvær hreinsunar- aðferðir, sem jeg nú hefi talað um. í þetta sinn verður því að nægja að segja, að báðar eru leiðirnar færar. Nákvæm rannsókn og kostn- aðaráætlanir skera úr því á sínum tíma, hvora aðferðina ska! hafa. Þá ætla jeg með nokkrum orð- um að víkja að stofnun lystigarös sunnan við tjörnir.a. Mjerfinnst svo mikil vöntun á slíkri stofnun hjer, í jafn mannmörgum bæ, að jeg fæ ekki skilið, að það geti verið nema tímaspursmál hvenær hún kemst hjer á fót Akureyri er margfalt minni bær en Reykjavík og liefur miklu fallegra land og grösugra í kring um sig, og þó hefur Akureyringum þótt svo mikil þörf á að koma sjer upp lystigarði, að í fyrra var byrj- að á því fyrirtæki. — En þeir eru smekkmenn á Akureyri, dálítið á annan veg en Viðar sæil og hans líkar. — En jeg hef samt þá von, að lijer í höfuðstaðnum sje nóg af sönnum smekkmönnum, sem sjá og skilja hvers virði það er fyrir bæ, sem nokkurt borgarsnið er á, að að eiga Iystigarð, eða öllu heldur lystigarða, þar sem borgararnir geti skennnt sjer í frístundum sínum í góðu sumarveðri með fjölskyldum sínum og vinum, og notið yndis náttúrufegurðar og sumarblíðu, án þess að þurfa til þess að leigja sjer hesta og vagna, sem er svo afar dýrt hjer, að öllum almenningi er Iangt um megn. ___________ Frh. Skógrækt. Rjett af tilviljun sá jeg grein í >Vísir« 18. þ. m. eftir »GulIhlaða- Frey«. Af því ke nir nokkurs mis- gánings f nefndri grein, vildi jeg víkja að ýmsum atriðum í henni. Þar segir að skógræktin hjá oss hafi verið sniðin of mikið eftir út- lendum mælikvarða, og að útlendu plönturnar, sem reyndar hafi verið til gróðursetningar veslist upp og deyi. Ummæli þessi eru nokkuð bygð í lausu lofti. Eftir liverjum áttum vjer að sníða skógrætina, þegar vjer byrjuðum fyrst á henni? Vjer gátum ekki bygt hana á vorri eigin reynslu; hún varð að byggj- ast á reynslu annara jajóða, og eftir henni sniðin. Vjer kunnum ekki annað en höggva skóginn í því skini að uppræta hann, og eyða honum, þangað til útlendingar opn- uðu á oss augun og sýndu oss fram á hvað vjer vórum að gera, og hvernig vjer ættum með hann að fara í framtíðinni. Við enga aðra var að styðjast — eða að minsta kosti fáa. — Vjer kunnum ekki að safna fræinu af birkinu eða sá því; ekki ala plönturnar upp eða gróðursetja; ekki höggva skóginn rjett. Alt þetta verðum vjer að læra af útlendingum — reynslu armara þjóða og haga oss eftir þeim, ef oss ætti nokkuð að miða áfram í skógræktinni. Það sem mishepnast hefur af gróðursetning trjá plantna, er ekki því að kenna að vjer höfum sniðið skógræktina um of eftir útlendum mælikvarða, heldur af því að vjer höfum ekki sniðið hana nógu vel eftir reynslu annara þjóða — ekki lært dógu vel af þeim, eða fært oss reynslu þeirra og þekking nógu vel í nyt. Þá er það ekki rjett, sem grein- arhöf. segir, að aðfengnu plönturn- ar veslist upp og deyi eftir að þær eru gróðursettar hjer. Það hefur lánast mæta vel að rækta ýmsar út- lendar trjátegundir hjer, bæði í görð- um, ræktaðri jörð og á bersyæði í óræktuðum jarðvegi. Hjer á landi eru mörg þúsund plöntur af út- lendri furu í góðri framför, sem gróðursettar hafa verið á bersvæði. Auðvitað hefur altaf eitthvað dáið af því, sem gróðursett hetur verið, en íslenskar plöntur hafa líka altaf dáið meira og minna, þótt fluttar hafi aðeins verið lijer milli Iands- fjórðunga. Meðan vjer kunnum ekki að sá trjáfræi, og ala plönturnar upp, af þeim trjátegundum, sem vissa er fyrir að þrífast hjer, verðum vjer að fá plönturnar utanlands frá, meðan lánast með þær. Og þó að vjer rækturh íslenska birkið þurfum vjer að sníða ræktunarað- ferð þess eftir reynslu annara þjóða. En það dugar ekki að gefasl upp þótt mishepnist fyrst í stað og mað- ur verði fyrir vonbrigðum. Þó að ekki lánist á einum, tveim stöð- um verður að gera tilraunir víðar, og utn að gera að velja skógrækt- arlandið á góðum og hentugum stöðum; það fer ekki hjá því, að hjer er hægt að rækta trje með góðum árangri, sem áður voru hjer óþekt ef ekki vantar þrek og staðfestu þeirra sem að því vinna. Sammála er jeg höfundi í því að telja skógræktina rnikilvægt þjóðar- mál; það er hún í sannleika. En fyrst svo er, hvernig er þá hægt að kalla »humbug«, eins og grein- arhöf. gerir, að ungmennafjelag hefur stofnað til skógræktardags í minning Jóns Sigurðssonar, í því skini að vinna að þessu velferðar- máli. Jeg álít að ekkert »humbug« sje að tengja nafn hans við skóg- ræktardaginn fremur en við hverja aðra þjóðþrifa stofnun. Og jeg held fyrir mitt leyti, að síður muni

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.