Vísir - 30.06.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 30.06.1911, Blaðsíða 2
18 V f S 1 R Raddir almennings. Tjörnin og lystigarðurinn. Eftir Ófeig. NI. Það má ganga að því vísu, að það muni kosta talsvert fje að koma upp lystigarði sunnan við tjörnina. Hve mikið fje muni til þess þurfa, er ekki hægt að segja neitt um hjer. Það fer alveg eftir því livernig garðinum verður háttað. Hann getur orðið dýr, og haun getur líka orðið tiltölulega ódýr. Ekki þarf að leggja alit fjeð fram til garðsins í einu. Hann má auka og umbæta á lengra tímabili, ef mönn- um sýnist svo. En jeg sje ekki, að það þurfi að vaxa Reykvíking- um svo mjög í augum, þó garður- inn yrði dýr. Fjeleysi held jeg ekki að verði fyrirtækinu að fótakefli, það er að segja, ef rjett leið er farin ti! að ná markinu. Vjer höfum nú sjeð hjer í ár gjörðan leikvöll fyrir íþróttafjelögin hjer, sem hefur kostað mikið fje — um tólf þúsund krónur er mjer sagt—. Og engin skotaskuld hefur orðið úr því fyrirtæki. Eigi þeir, sem að því standa þökk og heiður fyrir það afrek. Þeir hafa sýnt, að áhugi og framtakssemi í góðu mál- efni er sigursæl leið, og rjett leið til að koma góðum hugsjónurn í framkvæmd. Eftir því, sem ráða má af því sem gerst hefurá íþróta- vellinum þennan stutta tíma, síðan hann var tekinn til afnota, virðist mega hafa bestu vonir um, að það fyrirtæki muni ekki einungis bera sig peuingalega, heldur jafnvel græða fje, og er það vel farið og verðskuldað. Það hefur nú sýnt sig, að það muni ekki vera rjetta leiðin í þessu lystigarðs- og tjarnarmáli, að Ieita ásjár bæarstjórnarinnar eins og gjört hefur verið — að minsta kosti mun sú leið verða seinfarin. Aðrar leiðir hygg jeg að verði að reyna að finna, og vil jeg þá enn stinga upp á því, eða óska þess, eins og jeg mintist á í Vísi 30. f. m., að einhver fram- takssamur, smekkvís efnamaður hjer vildi taka forustuna í þessumáli.og svo vil jeg bæta því við, að hjer væri verkefni fyrir ungmennafjelögin að vinna að með ráði ogdáð. Vilja þau nú ekki taka málið til með- ferðar á fundum sínum, því orðin liggja til alls fyrst, og efast jeg ekki um, að þau mnni finna heppileg ráð til að styðja þetta mál í orði og á borði. Beri þau gæfu til að koma því í fljóta og heppilega framkvæmd, mun vegur þeirramikið vaxa og starf þeirra og fyrirhöfn verða þeim sjálfum og öldum og óbornum Reykvíkingum til gagns og gleði. Það leiðir af sjálfu sjer að verði nokkuð við tjörnina gjört og nokkuð hugsað til að koma upp Iystigarð- inum.þáer óhjákvæmilegt að leggja veg suður fyrir tjörnina. Ýmsum, seni jeg hefi talað við ogþessu máli öllu eru hlyntir, virðist svo, að veg- urinn sje það verkið, sem byrja ætti á, og hafa þeir sjálfsagt mikið til síns máls. Það væri ekki lítil prýði í því fyrir bæinn, og skemtun fyrir fólk, að breiður og vel gjörður vegur væri þar kominn. Sjálfsagt væri að planta strax trje meðfram veginum og gjöra hann sem prýði- legastan. En þetta allt— hreinsun tjarnar- j innar, vegur meðfram henni, lysti- garður sunnanvið hana, prýðing hólmans í tjörninni o. s. frv. —r- er liðir í sömu keðjunni. En keðj- ! an öll, verkið í heild sinni er menn- s ingarfyrirtæki, sem Reykvíkingar ekki geta látið undir höfuð leggjast að korna í framkvæmd — því fyr því betra —. Hvert vik sem til þess er gjört : að prýða bæinn og gjöra lífið í ! honum þægilegra og skemtilegra ; er þakklætis ogvirðingarvert. Enginn í maður ætti að sjá eftir þeim aurum sem hann lætur af hendi í því augnamiði. Og vjer verðum alltaf j að munu það vel, að ef vjer vilj- j um heimta það, að vera kallaðir nienningarþióð, þá megum vjer ekki láta höfuðstað landsins bera Kains- merki skrælingjaskaparins, vegna smekkleysis og framtaksdeyfðar sjálfra landsmanna. Hvert stefnir? í Kirkjublaðinu síðasta er skörug- leg grein, eftir biskup vorn, sem ert er að kynna sjer (alla). Hún endar á þessa leið: »Hjer er að komastað spilling og rotnun inn í þjóðfjelagslífið, þó enn mikið blandin ráðleysis-fumi, sem töluvert má yið gera með bættri löggjöf. En hvort sem nú meira ræður stjórnleysið eða spillingin, ber að sama voðanum með sjálf- stæði landsins. Vinnuþrælar erlendrar þjóðar eða þjóða verðum vér íslendingar, gæt- um vjer eigi efnalegs sjálfstæðis vors. — — Það var út af trollarayfirgangi á fiskimiðunr að mætur maður og vitur, sein nú er látinn, spáði því í tali við mig fyrir alllöngu, að hólminn okkar yrði með tímanum bara útlend veiðistöð: Karlmenn- irnir yrðu þar vinnuþrælar við og kvenfólkið íslenska notaðist mest við, að þjóna Iosta útlendu sjó- mannanna. En þessi mynd, hún er beint framundan með því glæpsamlega ráðlagi sem nú er á oss. Og kennir eigi margt móður og föðuvhjartað sárinda yfir því að hafa getið börn þeirri þjóð, er í slíkt forað stefnir, af þvi að hún stýrir eigi betur ráði sínu? — Betur verður árjettað næst, og með tillögum til bjargráða. Því nú er ábyrgðin í bili komin beint til þjóðarinnar.« Araerika ogVestur-lslGndingar. Eftir Sigurð Vigfússon. Frh. Eftir að innflutningur til Minne- sota tók að hefjast fyrir alvöru fóru og jafnframt að berast fregnir af fisk- AUPANGUR selur ennþá ágætt slátur gjafverði, pundið 12 aura.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.