Vísir - 02.07.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 02.07.1911, Blaðsíða 2
22 V í S I R Iðnsýningin. Iðnsýningin stendur nú yfir og verður ekki nógsamlega brýnt fyrir mönnum að skoða hana. Hún er í 22 stofum Barnaskólans — menn vita, að þær eru st.órar — og er því ekki um neina smásýningu hjer að ræða. Inngangurinn kostar 50 au. fyrir daginn, kr. 1,50 fyrir vikuna —og veitir ekki af að kaupa vikumíða— en kr. 5,oo kostar fyrir allan sýn- ingartímann. Það er enn óráðið, hve lengi hún stendur yfir, en ef- Iaust verður það nokkuð fram í / agust. Nú er verið að prenta skrá yfir sýningargripina og verður þá enn betra að átta sig á sýningunni á eftir. Sýningin er opin allan daginn frá því kl. 10 árdegis til 8 síðdegis, og geta menn fengið þar keypta ýmsa hressingu. Inngangurinn til sýningarinnar er um garðinn (frá Laufásvegi). Er þar alt flöggum prýtt — auðvitað íslenskum, því iðnaðarmenn hafa hjer völdin en ekki embættismenn, sem minnir ennþá, að þeir taki laun sín úr ríkissjóði Dana. Til hægri handar gengur maður fyrst, eða inn í norðurálmu hússins. Þar eru seldir aðgöngumiðarnir. Þá er best að fara þaðan inn í leikfimishúsið. Þar er bátasýningin. Tveir bátar rúmlega 10 álna langir með öllum útbúnaði. Annar báturinn er eftir Jón A. Þórólfsson skipasmið á ísa- firði, og er hann þeirra vandaðri, málaður, allmikil eik er í honurn og eir, 4 segl ogfáni ástöng. Hann kostar kr. 300,oo. Hinn báturinn er eftir þá Kristján Kristjánsson og Gísla Jóhannesson, olíuborinn, með tveim seglum. Hann er og einkar vandaður og lagið heldur fallegra. Kostar kr. 290,oo. Nú fer maður út úr þessari álm- unni og yfir garðinn inn í suður- álmuna. Stendur þar yfir málverk með upprennandi sólu og áletrað Iðnsýning. Hjer verður fyrir manni langur gangur, eftir álmunni, og er rjettast að ganga austur úr honum og er maður þá kominn í sýning- arstofur barnaskóla Reykjavíkur. Það eru 2 stofur. Hjer er nokkuð á fjórða hundrað myndir, og virðast þær margar vel gerðar. Þá er alls konar ísaum, prjón o. fl. Skrift er þar einnig sýnd og er hún sum einkar góð með tilliti til aldurs skrifenda, t. d. 6 ára barns. Mikið er og afsmíðisgripum barna á ýmsum aldri og er það margt laglegt og suint sjerlega vel gert. Munirnir eru svo margir,að langan tíma tekur, ef á að skoða hjer ræki- lega. Nú fer maður út á ganginn aftur og vestur eftir, og er þá næst fyrir Landakotsskólinn með fögru mál- verki yfir. Það er þó rjettaraaðfara ekki hjer inn strax, heldur ganga Iengra, þar til fyrir manni verður sýning kvennaskóla Reykjavíkur og barnaskóla Akureyrar. Þeir skólar eru í herbergi saman. Munirnir eru heldur fáir, en Iaglegt er þar margt. Akureyrarskólinn sýnir fljettaðar körfur og eru þær haglega gerðar. Þar rekur maður sig fyrst á rauða miða, sem stendur á »selt«. Sýn- ingargestum hefur þótt þetta nýstár- legt og keypt mikið af þeim. Þar eru landabrjef ýms teiknuð og yfir höfuð margir góðir munir og er sýningin skólanum til sóma. Kvenna- skólinn hefur fáa muni, enda er það fiest gert í vetur, sem þar er sýnt. Það er einnig lagleg sýning, en ekki verður manni starsýnt þar á eitt öðru framar. Þó er saumuð mynd þar á austurvegg, sem búast má við að margir gefi gaum að. Þegar tíminn erlítill heldur mað- ur nú strax af stað og er þá rjett að ganga inn í Landakotsskólan. Kæmi maður þar fyrst væri eyði- lögð fyrir manni ánægjan af að sjá sigum í hinum skólunum. Maður verður þegar hrifinn af þessari sýningu. Hjer eru mörg listaverk, en allter prýðilega gert. Sex ára börn eiga hjer prjón og fall- egan ísaum. Hjer eru saumaðar myndir svo tugum skiftir, sem tilsýndar má hæg- lega villast á og málverkum. Hjer eru mjög fallegar biýantsteikningar af munum og mönnum. Hjer er kvenhandavinna frá því einfaldasta til hins margbrotnasta. Sýnt hvernig ljereft, klæði, prjón og fleira er bætt svo vel að varla sjest nema með nákvæmri skoðun að sundur hefur verið. Langan tíma þarf maður til að skoða þetta. Það eru tvö herbergi fullskipuð, og að því búnu hefur maður sjeð alla þessa álmu hússins niðri ogheldur nú vestur úrgangin- um og inn í ríki meistaranna — hinna útlærðu. Frh. Raddir almcnnings. Mótmælum allir. Því gjörræði minnisvarðanefndar- innar, að láta Jón Sigurðsson víkja af stjórnarráðsblettinum, vegna þess að danskur kóngur á að komast þar að; og þar á eftir að setja Jón á Hólavöll. Hefur nokkurntíma heyrst getið um annað eins hneiksli og þetta? Að láta þjóðræðishetju vora víkja af stað sem honum sæm- ir vel, af því að kóngurinn þarf að komast þar að. Hvorum eigum vjer íslendingar ineira að þakka Jóni Sigurðssyni eða kónginum? Það orkar ekki tvísýnis. Jón Sigurðsson að víkja. — Það hlýtur að grípa sterkum tökunvá þjóðernistilfinningu íslendinga. Ekki víkja — sagði Jón, — eigum vjer þá að láta hann víkja þegar hann er kominn undir græna torfu? Nei, aldrei! Minning hans er oss helgari og dýrmætari en svo, að vjer getum vitað af að hann sje beittur misrjetti, og gjörum ekkert að. Jón Sigurðsson liefur gjört meira fyrir oss Islendinga en allir Danakóngar, þessvegna er það hann — en ekki þeir— sem á að skipa öndvegið hjá oss. Hálfdanir þeir sem þessu ráða, hljóta að vera í meira lagi »utan við sig.« Loksins þegar fastráðið er að setja minnisvarðann á Stjórnarráðs- blettinn og farið er að grafa fyrir stöplinum, þá kemur það óvænta skeyti í höfuðið á þeim, að einhvern- tíina hafi Frederik VlII.verið lofað að standmyndin af föður hans, — sem í ráði er að búa til — standi þarna á Stjórnarráðsblettinum. Það var hætt að grafa, það var svo sem auðsjeð að kóngurinn hafði unn- ið, — hjá nefndinni, en þjóðin er ekki enn farinn að segja til. Jón Sigurðsson eða kóngurinn. Hvor á að víkja! Drengur. Útgefandi: EINAR OUNNARSSON cand. phil. PRENTSMIÐJA D. ÖSTLUNDS.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.