Vísir - 04.07.1911, Blaðsíða 1

Vísir - 04.07.1911, Blaðsíða 1
88 VISIR 7 Kemurvenjulegaút Id.ll árdegis súnnud. þrjðjud., miðvd., fimtud. og föstud. 25 blöðin frá25. júní. kosta: Á skrifst. 50a. Send út uni landóO au. — Einst.blöð 3 a. Afgr. áhorninuáHotel Island 1-3 og5-7. Óskað að fá augl. semtímanlegast. Þriðjud. 4. júlí 1911. Sól í hádegisstað kl. 12,32'. Háflóð kl. 11,33' árd. og kl. 11,51' síðd. Háfjara kl. 5,45' síðd. Afmæli. Þorsteinn Tómasson, járnsmiður. Valeníínus Eyólfsson. Jóhannes Zoega, trjesmiður. Póstar á morgun : lnólfur til Borgamess. Vagn til Þingvalla. Veðráíía í dag. Reykjavík Isafjörður Blónduós Akureyri Grímsst. Seyðisfj. Þórshöfn bJO o > 749,2 745,7 748,4 748,3 715.0 748,2 758,6 + 9,8 4-11,0 4-10,5 -i-13,0 4- 8,7 -1-15,3 + 11,3 SV s s s sv V ssv bfl V > læknir, Helgi Hannesson úrsmiður, Brynjólfur H. Bjarnsson, kaupm., Ásgeir G. Már cand. Póstáætlun fyrir Reykjavík er nýlega gefin út fyrir þennan mánuð og er hún miklu nákvæm- ari en þær sem áður hafa verið gefnar út. Hjer er getið um klukku- stund'sem póstarnir fara og enn- fremur nákvæmur leiðarvísir um pósíurðargjöld. Regn Skýað Alsk. Hálfsk. Skýað Alsk. Regn Skýringar: N = norð- eða norðan, A — aust- eða austan, S = suð- eða sunnan, V = vest- eða vestan. Vindhæð er talin í stigum þannig: 0 = logn, 1 --= andvavi, 2 = l<ul, 3 = go!a, 4 = kaldi, 5 = stinningsgólá, 6— stinningskaldi, 7 = snarpur vindur, 8 = hvassviðri, 9 = stormur, 10 = rok, 11 = ofsaveður, 12 = fárviðri. Úr bænum, Die Woche, Berlin 20. maí, flytur mynd af verkfræðingí Guðm. Hlíðdal með þeirri athugasemd að hann sje fyrsti íslendingurinn, sem fengið hafi styrk af almanna fje til þess að stunda nám í þý.:kalandi. f Frú Þóra Kristjánsdóttirv tengdamóðir Garðars kaupmanns Gíslasonar andaðist að heimili hans í gærmorgun. (Fædd 10/u 1838.) Bæjarstjórnin neitaði á síð- asta fundi um Lækjartorgið handa myndastyttu Jóns Sigurðssonar. Það var ekki eins og stóð í síðasta blaði, að hún hefði ekki svarað fyrirspurn- inni ákveðið. Austri fór í dag og með honum fjöldi farþega. Þar á meðal frú Auður Gísladóttir, Jón Þorláksson- verkfræðingur, Guðm. Þorsteinsson Einkar smekkleg sýningarskrá dag- I ana 4, 5., 6. og 7. júlí. ^vu 3<Cata%au Stórfengleg náttúrufegurð í Mið- Afríku. Ágætismynd af lifnaðarháttum sjó- her«ins og sjerstaklega skemtileg fyrir íþróttamenn. "y.\)íta vottatu Þessa óvenjufögru og áhrifamiklu mynd þurfa allir að sjá. Hún er tvímælalaust ein hin besta mynd j sem nokkurntíma hefur verið sýnd. f *y.wtvdwr sotat&tvs. Hlægilegt. Engan mun iðra að sjá þcssar fögru myndir. YRSTU og langgreinileg- ustu frjettirnar af krýn- ingunni eru í Over-Seas Daily Maíl er hing'áð kemur á næsta skipi (13. eða 14.) Blaðiö er með myndum og helmingi stærra en vanalega, alt að 40 síðum. Auglýsingar er sjálfsagt að setja í Vísi, þær eiga að útbreiðast vel þær eiga að útbreiðast fljótt þær eiga að lesast alment *\IUati aj tati&\. Úr brjefi af Eyrarbakka 1. júlí. Dauft var hjer þann 17. júní, ekki hægt að aka öllum kaupmönn- um hjer til að draga fána á stöng, hvað þá heldur meira. íslenskan fána ætlaði maður nokk- ur að hafa á húsi því sem hann leigði í, en fjekk ekki fyrir húsráð- anda. Svona eru nú sauðirnir litir hjer. Aldamótagarðurinn. Hann er eitt hinna þörfu fyrir- tækja þessa bæar. Stofnaður um síðustu aldamót. Þorbjörg ljósmóðir Sveinsdóttir kom honum af stað, svo sem mörgu öðru góðu og gagnlegu, og var Einar garðyrkjufræðingur Helgason hennar önnur hönd til þess verks. Bærinn lagði til nokkrar dagsl.af landi og fengu svo fátækir menn atvinnu við að ryðja landið. Gekk svo um nokkur ár, en síðan var tekið að leigja út 100 ? faðma bletti þar, til matjurtagarða. Fjekk hver fjölskyldumaður, er um það sótti, einn slíkan blett til 10 ára í senn fyrir 5 kr. afgjald á ári. Eins oggengur eru menn seinirað átta sig á hlutunum og ekki urðu margir til að fá sjer blett framanaf, enda þótt þetta væru hin mestu kostakjör, en nú er skriðurinn kominn á og tóku 19 manns bletti í vor og eru því ekki eftir nema um 15, þar sem nokkuð af garðinum er ætlað til skógræktar. Þessa 15 bletti, sem eftir eru, ættu hyggnir menn að panta í tíma,:'-því þeir ganga eflaust mjög bráðlega út. Það má gera ráð fyrir, að úr hverjum bletti megi fá 5—lOtunnur af kartöflum á ári. Stjórnendur garðsins eru þeir Einar Helgason, Þórhallur biskup og Tryggvi fyrv. bankastjóri og hafa þeir verið það frá upphafi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.