Vísir - 04.07.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 04.07.1911, Blaðsíða 2
26 V I S I R Jón Sigurðsson , °g Vestur-íslendingar. Winnipeg 30. maí 1911. Háttvirti vin! hr. Tryggvi Gunnarsson. for- maður nefndarinnar á íslandi útaf minnisvarða Jóns Sigurðs- sonar, og þjer hinir, kærir bræð- ur í þeirri nefnd. Reykjavík. Jafnframt þ;í, er vjer sendum yður nú fje það, sem fólk af þjóð- flokk vorum hjer í Vesturheimi hef ur skotið saman til minnisvarða Jóns Sigurðssonar, 2795,67 dollara að upphæð, Ieyfum vjer oss að ávarva yður nokkrum orðum og gegnum yður íslendinga heima á Fróni í heild sinni. Hjartanlega þökkfrá oss hafi þeir, sem gengust fyrir því, að almenn- ingur íslenskrar þjóðar kæmi upp minnismarki þessu. Að vera með í því fyrirtæki fanst oss Vest- ur-íslendingum óðar sjálfsagt. Hinn hlýi hugur, sem vjer ósjálfrátt ber- um til átthaganna heima, glæddist við það að miklum mun. Um ekkert mál hefur fólk hjer af ís- lensku bergi brotið eins vel sam- einast og þetta. Það hefur dregið oss hjer í hinni miklu dreifing sam- an. Vjererum nú nær hverjir öðr- um en áður. Og vjer erum fastar bundnir við ísland og það sem best er í þjóðernislegum arfi vor- um. Jón Sigurðsson er oss ímynd þess, sem ágætast er í sögu og eðli íslands. í persónu hans hefur íslenskætt- jarðarást birst í fegurstri og full- komnastri mynd. Landi og lýð til viðreisnar varp- aði hann sjer út í baráttu þá, er vjer dáumst því meir að sem vjer virðum hana lengur fyrir oss. Frá upphafi var hann ákveðinn í því aldrei að víkja og framfylgdi þeim ásetningi með drengskap og óbil- andi hugrekki alt til æfiloka. Ljet hvergi þokast frá því, sem í augum hans var satt og rjett, hversu mikl- um andróðri og óvinsældum, sem hann yrði að sæta fyrir bragðið. Sýndi sömu einurð í því að setja sig, þá er því var að skifta, upp á móti öfugu almennings-áliti —órök- studdum tilfinningum íslenskrar al- þýðu — eins og á móti heimsku og ranglæti hins erlenda stjórnar- valds. Ólíkur öllum þeim að fornu og nýju, sem eru að olnboga sig áfram til eiginna hagsmuna, persónu- legrar upphefðar. Óeigingirnin frá- bær. Öllum hæfariíhæstu embættis- stöðu og þar eins og sjálfkörinn fyrir sakir einstaklegra yfirburða og meðfædds höfðingjaskapar hafnar hann þeim hlunnindum til þess í erviðum lífskjörum og örbirgð að geta öllum óháður unnið að velferð þjóðar sinnar eftir bjargfastri sann- færing æfilangt. • Oss hefur verið jafn-Ijúft sem oss var það skylt að Ieggja vorn skerf til þess að Jóni Sigurðssyni væri reistur veglegur minnisvarði, til þess að glæða sanna föðurlandsást hjá íslendingum — og til þess þá um leið að dæma til dauða það alt í íslensku þjóðlífi, sem þar er þvert á móti. Minnisvarðinn sje reistur ekki að- eins á þessum tímamótum, þá öld er liðinn frá fæðing hans, að heiðra minning hins mikla manns, heldur einnig, og það öllu öðru fremur, til þess að íslensk þjóð fái í því minnismarki stöðugt horft á þessa göfugu fyrirmynd sína sjer til frjáls- mannlegrar eftirbreitni í baráttu lífs- ins. Með niinnisvarðanum komi ís- iendingum guðlegur innblástur til alls góðs, og sjerstaklega ný ætt- jarðarást, endurfædd, helguð og hreinsuð, fúsleiki til að leggja sjálf- an sig fram til fórnar fyrir málefni sannleikans, stefnufesta, stöðuglyndi, trúmenska, heilagt hugrekki. Og þar með ný öld ljóss og hamingju yfir ísland. Skiftar skilst oss muni vera skoð- anir Ianda vorra heima um það, hvar í höfuðstað íslands minnis- varðinn eigi aðstanda. Vjer viljum, að hann sje reistur þar sem hann myndi best blasa við augum al- mennings — og þá annaðhvort efst á Hólavelli, íbænum vestanverðum, ellegar, ef þess er ekki kostur, á Arnarhóli, hinum meginn við livos- ina. Þetta er bending frá þeirn af oss í minnisvarðanefndinni hjer, sem kunnugir eru staðháttum í Reykja- vík. Með bróðurlegum kveðjum og blessunaróskum. Jón Bjarnason, Guðni. Árnason, forseti. ritari. Skafti Brynjólfsson, Árni Eggertsson. fjehiröir. B f. Brandson. B. L. Baldwinson. fón J. Vopni. Ól. S. Thorgeirsson. Ólafur Stephensen. Stcfán Thórsson. Stefán Björnsson. Sveinn Brynjólfsson. Thos. H. Johnson. AIIs voru 15 í nefndinni vestra. Vantar hjer tvo í töluna, er báðir voru i íslandsferð, þeir Friðjón lcaupm. Friö- riksson og síra Friðrik J. Bergmann. (Eftir Kirkjublaðinu.) Raddir almennings. „Gullsandur.“ Það var ljótur klaufaskapur af nijer að vera að lofa þjer gull- sandi Vísir sæll úr fyrirlestrunum, sem fluttir voru hjer í dómkirkj- unni í vikunni sem leið, því þegar jeg fór að gæta betur að, var heil- mikið tómt ryk, sem fór út í veður og vind, og þessvegna þorði jeg ekki annað en setja fuglalappir utan um fyrirsögnina. Friðrik Bergmann vildi endur- nýja kirkjuna, hún væri orðin graut- fúin, enginn fengist til að hlusta á staglið í prestunum Iengur nema þeir hætti að trúa biblíunni. — »Sá er illa óknnnugur ef hann heldur að þeir geri það,« — hugsaði jeg og steig ofan á tána á bráðsaklaus- um sessunaut mínum. — Samt vildi hann ekki láta þjóðkirkju- skriflið hrynja, nei, ónei. — Hann hjelt að við mundunr flestir ganga í einhverja óttalega ofsatrú, ef al- þing hætti að leiðbeina okkur í andlegum efnum, jeg vissi ekki hvort við yrðum Mormónar eða geng- um í lið með Einari Jocliumssyni; og lield jeg þó að hver hafi nóg með eina konu á þessari kvenfrelsis öld. — Annars frjetti jeg á eftir að þetta hefði ekki verið alvara mannsins, heldur svona sagt í gustukaskini við vini hans við há- skólann, svo að þeir yrðu ekki strax atvinnulausir í guðfræðisdeild- inni. Upp í unglingafjelagshúsi lýsti hann eindreginni ást á frí- kirkju og vonaði heitt og innilega að áheyrendur sír.ir væru sjer sam- dóma. »Skyldi sjera Friðrik Frið-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.