Vísir - 04.07.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 04.07.1911, Blaðsíða 3
riksson hafa sagt honum þctta?« hugsaði jeg. Hann vildi í fyrirlestrinum setja nýjar stoðir undir kirkjuna og niála hana—líkt og blessaður ráðgjafinn okkar næst síðasti gerði um dóm kirkjuna í mikilli þökk málaranna en óþökk ókkar gjaldendanna, — stoðirnar voru fjölmargar guðfræðis- skruddur á enskri og þýskri tungu sem jeg kann ekki að nefna. Prest- arnir áttu að panta þær, þýða þær fyrir fátrúaðan almúgann, fá sjer mál og kústa eða rjettarasagt alþýðlega vísindaorðgnótt hjá þessum vitring- um, og vita svo hvort »mannsand- inn« rankaði ekki við sjer og ræki menn til kirkju. Þá ámælti liann þeim harðlega, sem þyrðu ekki að segja skoðanir sínar afdráttarlaust á stólnum af hræðslu við að hneyksla smælingjana. — Það væri nær að hneiksla þá, sagði hann, en að vera að fara með myglaðar fyrningar, sem enginn líti við. —»Skyldi hann meina biblíuna?* datt mjer í hug, annars skyldi jeg hann svo að hon- um þætti þeir liarla deigir flokks- menn sínir á Fróni, en þá bjóst jeg við að hann mundi sjálfur renna á vaðið og segja okkur frá hvaða kredduni hann vildi sleppa en þar brást hann illa; jegheyrði ekkert nema að biblían hefði ekkert úr- skurðarvald í trúarefnum — manns- andinn rieði þar einn öllu. En jeg skyldi ekki almennilega hvernighann hugsaði reglubundið kirkjufjelag, sem lýtur hvorki biblíu nje trúar- játningum,enfereftir þvísem »manns- andi« hvers einstaklings vill vera láía. — Ætli það geti ekki komið los og hringl á »eindrægni með því móti ? Margt fleira sagði hann gott og ekki gott, sem jeg er búinn að stein- gleyma, — og á eftir urðu fjörugar umræður, en því rniður fóru þær, í ýmsar áttir. Haraldur prófessor Níelsson sagði að það væri ekki til nokkurs skapaðs hlutar að benda prestum á enskar bækur eða þýskar, þeir skyldu ekkert nema baunversku svona flestir, en einhver sveitaprest- ur brást ókuunuglega við því áinæli, og kvaðst þekkja prest, sem gæti lagt út kafla úr þýskri bók, svo að háskólakennarinn varð að hopa á hæl. Þáámælti hann (H. N.) liarð- lega danskri guðfræði og ætlaði jeg að gleðja brennheitan landvarnar- mann á því að kvísla að honum: »Það lá að, þess vegna eru þeir svona vondir við okkur.« En viti V 1 S I R menn, áður en jeg var búinn að átta mig, var sra jón háskólakeimari búinn að fá Harald til að lýsa því yfir að Da.nir væru drengir góðirog miklu betri en Þjóðverjar með góðu guðfræðina, og engir hefðu verið sjer jafngóðir og Danir, bætti hann við — jeg held at sjálfsdáðum. Og Ieist mjer þí ekki á samkvæmnina »því af ávöxtunum skuluð þjer þekkja þá.« Annars liafði jeg búist við, að einhverjir biblíumenn mundu and- mæla, en þeir sátu allir höggdofa nema einhver Sigurður nýkominn úr söfnuði síra Fr. Bergmanns vestra að sagt var; hann fór að yrðastvið sóknarprest sinn. Jeg var hreint hissa á honum síra Ólafi rnínum, að hann skyldi ekki stinga upp í þá,— sá hefði nú getað dustað þá, ef hann hefði komist af stað. Þegar jeg var að fara út á eftir heyði jeg einhvern úr »guðræknisfjelaginu« segja rneð þjósti allmiklum: »Hvar eru liinir níu? Fjekkst enginn til að gefa guði dýrðina nema þessi út- lendingur?« Það er gott, ef það er ekki tekið úr biblíunni, og jeg vona, að lesendurnir fyrirgefi,að jeg kem með það, ef það skyldi nú vera »myglað«. Iloltaþórir. lýu frímerkin. Um daginn kom til landsins all- mikil viðbót af 4 aura frímerkjum Jóns Sigurðssonar, en svo er ekki sú dýrðin meiri. Nákunnugur mað- ur hefur sagt mjer það að ekki væri von á meiru af frímerkjum. Þetta eru þær rúmar 20 tegundir nýar, sem koma áttu og voru í undirbúningi í vetur eftir því sem ráðherra lýsti yfir í þingræðu þá. — Ef þessi eina tegund hefði verið sæmilega úr garði gerð, var það dálítil bót í máli, en því er ekki að fagna hjer. Það er ann- ars eitthvað bogið við þetta. Hver hefur stöðvað frímerkjagerðina? Vill ekki einhver kunnugur segja það? Þó að mál þetta virðist máske ekki merkilegt [fyrir landsjóð mun- ar það þó hundruðum þúsunda, og á þingi erkostað hundruðum króna af þingtíma til þessað verja hundr- að króna sparnað á Iandsjóði, svo mikið kapp er Iagt áað gæta land- sjóðsins!] þá er það þó svo ef vel er að gáð. Það hefur fleiri hliðar en fjárhagshliðina. Magnús. 27 Yelkominn lieim! Ófeigur sæll, ertu ekki eftir þig eftir ferðina? — Þú sprakkst alveg á Bió lijerna um daginn, en nú ertu koniinn í tjörnina.— Jeghjelt um tíma að þú ætiaðir að lenda í námufarganinu en G. s. 1. að þú losnaðir þó við það. Þú skrifar langt mál um tjörn- ina, þó ekki sje það orðið verulega uppbyggilegt enþá, meðan allar á- ætlanir vanta. En þú veist hvað þú ferð. Það var rjett af þjer að láta menn vita að orðin eru til alls fyrst. Jeg sje að tjarnargrein þfn er búin og ertu máske í þann veginn að fara aftur á ferðareisu og vildi jeg því koma á þig nokkrum spurn- ingum, sem þú getur tekið með þjer til ferðarirmar. Hve stór er tjörnin?— Hve mik- ið vatn er f henni og hve mikil leðja? Ef þú getur svarað þessu, þá er máske einhver vegur til að gera áætlun um kostnaðinn. Getir þú ekki svarað þá æltirðu þegar að játa þig ófærann til að skrifa um þetta mál og—þá skal jegsvara spurnin gunu m. Viðar. Sýningarljóð eftir Quðm- Magnússon. Stig þú til hásætis, hagleikans öld, helga þjer dali og granda! Fegra að nýju þíns föðurlands skjöld, far þú sem drottning með listanna völd; leið frain í ljósi og anda líf hinna starfsömu handa. Feðranna göfgi, í gull og í stál greypt fyrir ómuna dögum. talar oss umliönu aldanna mál, ágætið birtir í snillingsins sál: hlýðandi listanna lögum lýsir í myndum og sögum. Orðstír þinn deyr ekki, dverghaga þjóð, dáð þín af nýju skal ljórna. íslensku listanna altarisglóð aftur íneð kærleik skal fylla vort blóð leiða að búsæld og blóma, bera vor inerki með sóma. Blessa þú, guð, hverja hagleikans hönd, hverja, sem trúlega vinna. Birt þeim þín háleitu hugsjónalönd; helgaðu. göfgaðu sjerhverja önd. Lát þá í listunum finna leiðir til hásala þinna,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.