Vísir - 07.07.1911, Síða 1

Vísir - 07.07.1911, Síða 1
89 8 vISIR Kemur venjulegaút kl. 11 árdegis sunnud. þrjðjud., miðvd., fimtud. og föstud. 25 blöðin frá 25. júní. kosta: Á skrifst. 50 a. Send út um landöO au.— Einst.blöð 3 a. Afgr. áhorninuáHotel lsland 1-3 og 5-7. Óskað að fá augl. semtímanlegast. Föstud. 7. júlí 1911. Sól5i hádegisstað kl. 12,33‘. Háflóð kl. 2,27‘ árd. og kl. 2,51‘síðd. Háfjara kl. 8,39* árd. og kl. 9,3‘ síðd. Afmæli. Frú:Amalía Sigurðsson. Frú Ásta Hallgrímsson. Frú Jóhanna Sigr. Þorsteinsdóttir. FrúrSnjóIaug Sigurjónsdóttir. Hallgr. Júl. Benediktsson, pentari. Magnús Arnbjarnarson, cand. jur. Póstar á morgun : lnólfur til-og frá Keflavík. Þingvallavagn fer. Veðrátta í dag. Loftvog j E '< Vindhraði I Veðurlag Reykjavík 757,8 + 9,2 S 3 Alsk. Isafjörður 757,4 —j— 8,2 0 iLjettsk. Blönduós 758,7 4- 8,5 s 2 Regn Akureyri 756,7 +11,5 s 3 Skýað Grímsst. 723.7 -i- 9,5 sv 2 Skýað Seyðisfj. 757,9 -1-10,0 sv 1 Heiðsk. Þórshöfn 763,3 + 10,4 V 5 Skýað Skýringar: N = norð- eða norðan, A = aust- eða austan, S = suð- eða sunnan, V = vest- eða vestan. Vindhæð er talin í stigum [tannig: 0 = logn, 1 = andvari, 2 - kul, 3 = gola, 4 = kaldi, 5 = stinningsgola, 6= stinningskaldi, 7 = snarpur vindur, 8 = hvassviðri, 9 = stormur, 10 = rok, 11 = ofsaveður, 12 = fárviðri. Ur bænum. Ungfrú Ellen Beck Schultz efnir til nýrrar söngskemtunar í Bárubúð annað kveld. Er það eft- ir áskorunum margra bæarbúa. Söngskráin er enn fjölbreyttari en síðast og má búast við mikilli að- sókn. E/s Douro aukaskip hins sant- einaða leggur af stað frá Kbhöfn á sunnud. beina leið hingað. Cincinnati heitir þýska fólks- flutningaskipið (en ekki Meteor), sem hingað kemur. Það á að koma á þriðjudagsmorguninn næstk. (11.) kl. 7. Skipið er um 16 þúsund smá- lestir að stærð og eru með því 420 farþegjar að því er símað er. Þýska herskipið, er hingað kemur 24. þ. m., er þó stærra. Á því eru um 600 manns og dvelur ! það lijer vikutíma. Bæarmönnum verður leyfður aðgangur að skoða skipið, en hornaflokkur þess hygg- ur að skemta mönnum í landi. Brilloni frakkneski ræðismaður- inn fyrv. er nýkominn austan úr rannsóknar ferð sinni ásamt verk- fræðingum sínum. Hann Iæturhið besta af Þorlákshöfn og fossunum eystra. Er nú sírnað eftir fleiri verkfræðingum og þeirra von með Sterling 17. þ. m. og verður þá tekið aftur til óspiltra málanna að undirbúa mörg stórvirki. aj tatxdv. Helgustaðanáman. Frakknesk- ir verkfræðingar hafa nú verið að rannsaka hana þessa dagana og hafa símað að hún muni íiú mjög til þurðar gengin. Hoffellsnáman er aftur unnin nú af kappi. Perwie kom um dag- inn með mikla lest af silfurbergi þaðan, — einn steinninn var á þriðja hundrað pund -— Björn banka- stjóri Kristjánsson fór til Hornafjarð- ar með Perwie nýlega. Námu þessa á hann að hálfu — þáði að gjöf — en hinn helminginn á bóndinn að Hoffelli. Nánia sú er eflaust stórmikils virði. Búfjársýningu hjeldu Hreppa- menn 8. f. m. í Sólheinianesi við Stóru-Laxá, er það 4. sýningin þar. Sýndir voru 8 graðhestar, 18 hryss- ur, 6 naut, 35 kýr, 24 hrútar og 150 ær. Ingimundur Guðmundsson, ráðu- nautur hjelt þar fyrirlestur. Skemtu menn sjer þar við söng og sund og dans. Veður var hið besta og fjölmenni allmikið. Iþróttamót verður haldið við Þjórsárbrú 9. þ. m. að tilhlutun Ungmennafjelaga í Árnes- og Rang- árvallasýslum, og hefst það kl. 10 árd. með guðsþjónustugerð úti. Þar verða ný kvæði flutt og ræð- ur margar. Af fþróttum má nefna glímur — glímt um skjöld þeirra Sunnlendinga, sem Haraldur Ein- arsson glímumaður hefur unnið tvisvar þar, — hlaup, hástökk, lang- stökk og sund. Mótið er haldið á stóru, grasivöxnu, afgirðu svæði, íþróttavelli þeirra Sunnlendinga. Svo sem lög gera ráð fyrir verður dans á eftir. Margir bæarmenn fara á mótið, sumir í dag og aðrir á morgun. Má þar til nefna landlækni, Magn- ús Sigurðsson lögfr., Ólaf Björns- son ritstjóra, Einar skáld Hjörleifs- son og Guðm. Sigurjónsson glímu- mann, sem mun vera fulltrúi hjer fyrir mótið. er sjálfsagt að setja í Vísi, & þær eiga að útbreiðast vel þær eiga að útbreiðast #11011 þær eiga að lesasl alment Magnús Sigurðsson Yfirrjettarmálaflutningsmaður Aðalstrœti 18 Venjulega heima kl. 10—11 árd. kl. 5—6 síðd. Talsími 124. llJtjskotna fugla svo sem Hrafna Sjósvölur Teistur, Vali Skrofur Toppskarfa Hvítmáfa Álkur Himbrima Flórgoða og Hringvíur kaupir EINAR GUNNARSSON, Pósthússtræti 14 A.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.