Vísir - 07.07.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 07.07.1911, Blaðsíða 3
V í S I R 31 Tækifæriskaup á Nauðsynjavörum t. d. Sykri, Hafratnjöli, Ris, Hveiti o. fl. Sjerstaklega ódýrt. Selst nieðan birgðir endast. — Sæt Saft, Kex, Ostar, Margarine og Pylsur og margt fleira. Notið íækifærið. CARL LÁRUSSON Laugaveg 5. Að líkindum er það fremur af því, að honum sje afarilla við það mál- efni, heldur en að það sje af persónulegri óvild til mín. En hvers vegna hann verður svona æf- ur, ef nefnt er að prýða tjörnin og svæðið kringum hana, er mjer raunar jafn óskiljanlegt, enda hefur hann ekkert látið uppi um þær ástæður sínar enn. Heimskuspurningum Viðars dett- ur mjer ekki í hugað svara. Hann getur sjálfur haft þær i ferðanesti og jetið, þær í frið fyrir mjer, ef hann heldur að þær sjeu eins vel til þess falinar, eins og hann lætur í skrifi sínu. Annars get jeg sagt Viðari það, að fjölda góðra og merkra manna hjer hafa líkað ágætlega greinar nu'n- ar um tjörnina, og hafa kunnað Vísi þakkir fyrir að flytja þær. Og asnaspörk Viðars í mig fyrir þess- ar greinar hef jeg alla heyrt dæma á einn veg — ómerk og óviðeig- andi. Það er náttúra sumra kvikinda að gjamma að öllu sem þau heyra eða sjá — skilningslaust, hvortgott er eða ilt, það sem með er farið. — Með slíku heimsku gjannni má kannske um stund tefja framgang góðra fyrirtækja — en drepin verða þau aldrei á þann hátt. Prýðing tjarnarinnar og svæðisins í kring um hana er gott og þarf- legi: menningarfyrirtæki, og heimsku- gjannn Viðars og hælakast hans í mig, verður því trauðla að fóta- kefli. Til þess er málefnið of gott — og gjammið of heimskt. Ófeigur. Dálaglegar samg'öngur. Ekki var lítið geypið í »ísafold« í fyrra um hve aðdáanlega tíðar og hagkvæmar samgöngur við hefðum nú við útlönd eftir samningi B. J. við Thore og það sameinaða — Skip í hverrí viku frá útlöndum og engar kássuferðir. — En fáir hafa víst nokkurn tíma rekið sjálfum sjer jafn áþreifanlega á skoltinn, eins og maddama Isafold gjörði með því geypi sínu. Nú um hásumarið líður svo vika eftir viku, að ekkert póstskip kemur hingað frá útlöndum, og þegar þau loks koma, koma mörg söniu dag- ana — jafnvel sama daginn. Þann- ig var það seinast, þegar skip sást hjer frá útlöndum, sem var 28 f. m. — Þá komu þær »Ceres« og »Vesta«. Báðar auslan og norðan um land — höfðu elt hvor aðra — og báðar komu sama daginn. Síðan þann dag (28. f. m.) þangað til 14. þ. m. kemur hingað ekkert skip eftir áætlunum. Það er hálf þriðja vika, sem við þá fáum að bíða eftir ferð frá úllöndum, en þá koma þau líka þrjú í röð — Botnía þ. 14., Sterling þ. 15. og Ask þ. 16. — Þetta munu ekki vera »kássu- ferðir«? — En hvað vill þá ísafold kalla það? Ekki tekur betra við hvað ferð- irnar hjeðan til útlanda snertir. Ceres fór hjeðan til útl. 1. þ. m. og svo fer ekkert skip hjeðan frá »Thore« eða »því sameinaða« fyrri en þ. 17. að Ask fer til útl. þar er aftur hálf þriðja vika milli ferða hjeðan til útl. og kássan er sú sama, því Ask fer þ. 17. Botnía þ. 18. og Sterling þ. 23. Síðan ekki sög- una meir þennan mánuðinn. — Svona er nú samband höfuðstaðar- ins við útlönd í júlímánuði það Herrans ár 1911. Það er raunar engin furða þó menn undrist: Hvað sumar ísafoldar-vikurnar eru langar. — Hve bjargföst sannleiksást þess blaðs er. — Hve mikill greinarmunur hefur verið gjörður á hagsmunum ís- lendinga og hinna erlendu út- gerðarfjelaga — íslendingum til baga. — En nú er Mörlandinn tjóðraður í 10 ár við einokunarhæl »Thore« — Þeim heiður sem heiður heyrir fyrir það afspyrnu- stjórnmála- afrek. Þetta, sem hjer hefur verið drep- ið á, er ekki nema örlítill iiður í öllu samgönguólaginu á sjó, sem við eigum við að búa undir Thore- samningnum. Aðrir taka máske fyrir önnui dæmi úr þeirri raunasögu. Það er lífsspursmál að vera vel á verði í því máli, þar sem hagsmun- ir vorir eru svo sorglega fyrir borð bornir. Búi. Vorið ilmandi. Saga frá Kóreu eftir óþektan höfund. ---- Frh- l-Toreng flýtti sjer nú að láta ofan í ferðatöskur sínar, það seni hann síst vildi skilja eftir. »Hvað á jeg að gjöra! Ef jeg fer á und- an verður mjer illmögulegt að hafa Tchoun-Hyang á brott með mjer. Þegar kvöldaði fór hann samt að finna ástmey sína, en alla leið- ina var hann að barma sjer, en áður en hann fór inn til hennar þurkaði hann sjer um augun og reyndi að | harka af sjer. Hún tók ástúðlega á móti hon- um og talaði um hve langt væri síðau hún hefði sjeð hann, en I- Toreng var hryggur við og gegndi engu. Tchoun-Hyang datt í þá í hug að foreldrar lians hefðu ef til vildi komist að ástum þeirra, ávítað hann og þessvegna kefði hann ekki kom- ið, þessa síðustu daga. En þá sagði I-Toreng henni grát- andi að hann ætti að hverfa lieim. Tchoun-Hyang fórnaði upp hönd- unum og varp öndinni mæðilega. »Ætlar faðir þinn að senda þig heini vegna þess að hann hefur kom- ist að ástum okkar?« »Nei, nei. Faðir minn er kall- aður heim til að verða ráðgjafi kon- ungs, svo jeg neyðist einnig til að fara, sagði I-Toreng með tárin í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.