Vísir - 10.07.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 10.07.1911, Blaðsíða 2
34 V I S I R Bm.: »Vitiö þjer ekki maður að pósthúsinu er jafnan lokað milli 2 og 4 á daginn?« Sm.: Ónei, ekki var jeg svo fróð- ur. — En bíðum við, þarna er hleypi- lok á hurðinni, mjer ernóg, að það sje opnað, því jeg ætlaði að koma af mjer brjefum, áður en jeg stíg á bak.« (Lemur í hleypilokið.) Bm. (kýmir): »Verið þjer ekki að því arna. Þeir eru allir að borða póstþjónarnir.* Sm: »Það er ómögulegt, — eru þeir svo matbundnir allir? — Til hvers er þetta hleypilok þá?« Bm: »Jeg veit ekki. Mig minnir að það væri búið til í fyrstunni til þess að hægl væri að selja frímerki um gatið um þetta leyti dags, en það varð aldrei úr því, og nú mun vera ramgjör járnslá fyrir því að innanverðu, svo að enginn skyldi ná því frá.« Srn.: »Nú er jeg aldeilis grallara- laus, jeg hjelt það væru svo margir menn hjer á pósthúsinu að einhver þeirra gæti verið hjer um þelta leyti, og borðað annaðhvort fyr eða síð- ar en hinir. Þeir þyrftu ekki að bjóða okkur þetta kaupmennirnir, og hafa þó þjónar þeirra minni Iaun en póstmennirnir.« Bm.: »Teljið þó ekki eftir laun póstmannana, þeir eiga oft mjög annríkt, — en hitt er satt að það er ómynd að pósthúsið skuli ekki vera opið allau daginn.« — — Útlendingur: (kemur að í þessu og ætlar að ganga inn en rekur sig á harðlokaða hurðina og segir á móðurmáli sínu): »Afsakið, góðir hálsar, hvar er gengið inn í pósthúsið?« Bm.: »Hjerna, en það verður ekki opnað fyr en kl. 4; ef þjer eruð með frímerkt brjef, má láta þau í kassann.« Útl.: »Mig vantar einmitt frímerki, en tók jeg rjett eftir að pósthúsið væri lokað núna um hádaginn?« Bm.: »Já það er jafnan lokað milli 2 og 4 á daginn.« Útl.: Það kom sjer illa, því að jeg var sendur í land með allmörg brjef og á að vera kominn aftur kl. 3, því þá förum við. — Fyrir- gefið, en mjer þykir þetta undarleg- ur siður að loka pósthúsinu 2 tíma um hádaginn. Það er eins og það væri suður í Afríku þar sem hitinn er svo óþolandi um hádag- inn að allir sitja lieima. Það munu vera seld frímerki einhverstaðar hjer á næstu grösum?« Bm.: »Ekki svo jeg viti.« Útl:. Það er hver silki húfan upp af annari, en fátt er svo með öllu ílt; nú get eg sent Extrablaðinu dá- lítinn greinarslúf um framförina uppi á íslandi. — Verið þjer sælir.« Sm.: • Þarna sjáið þjer, að þetta kemur fleirum illa en mjer. Þið eruð þolinmóðir bæjarmenn að una þessu; en komi einhver af póstþjón- um eða úr sljórnarráðinu, — því að þar mun aðalsökin vera — til mín um miðjan dag, segi jeg: Það er lokað hjá mjer milli 2 og 4.« —- — — Borgarí. Standmyndin. Nú er bráðum von á standmynd- inni aí J. S. — Hún kemur áreið- anlega nógu snemma fyrir nefnd- ina. Nefndin hefði verið í Iaglegri klípu ef myndin hefði komið í maí, eins og upphaflega var ætlast til. Þessi dráttur verður mesta Ián fyrir hana, ef hún skyldi á endan- um ranka við sjer og velja alnienni- legan stað. Fagur gras og blóm- garður þarf að vera um líkneskið — Svo fagur sem nokkur tök eru á — og staðurinn þarf að vera í miðri borginni. Innan skanims verður landið að kaupa hús það sem Halldór yfir- kennsri Friðriksson átti vestan við Alþingishúsið. Annars má eiga það á hættu að hjer verði byggt stór- hýsi upp að Alþingishúsinu og er þá lokað fyrir alla glugga á vestur- hlið hússins og þar með gert myrk- ur í nokkrum stofuni, svo sem efri- deildarsal. Við þenna stað verður ekki betra gert en að leggja hann til stand- myndarinnar. Hjer geta verið fyrir hendi áðurgreind skilyrði og land- ið þarf að hafa blettinn — hús- lausan. — Þó að byrjað sje að grafa á stjórnarráðsblettinum, þarf það ekki að vera ónýtt verk. Þar má Chr. IX. standa. Ef til vill fullkomnar Fr. VIII. verk hins og fær þá blettinn hinu- meginn götunnar að maklegleikum. Arí. 5)a\í\d Östtund talar í Siloam við Grundarstíg á sunnudagskveld kl. (>!/2 síðd. Allir velkomnir. Amerika ogVGstur-íslondingar. Eftir Sigurð Vigfússon. ------ Frh. Nú skulum vjer virða fyrir oss Vinnipeg borg að litlu einsoghún stóð í haust leið, um það leyti sem jeg yfirgaf liana. Fyrst og fremst ber oss að hafa í huga að hún er orðin miðstöð járnbrauta og við- skifta í Vestur-fylkjum Kanada. Tutt- ugu og tvær járnbrautir ganga út frá henni í ýmsar áttir. C. P. R. stöðvar sviðið eitt samar. innilykur 120 mílur (enskar) af skiptibrautum, og er að sögn hið stærsta í heimi undir einn.i stjór. Þá er Winnipeg og aðal-miðstöð járnbrautarfjelaganna »Canadian Northern« og »Grand Trunk Pacific«, sem hafa nú byggt sjer sameiginlega stöð upp á hálfa aðra milljón dollara. Árlegir járn- brautar flutningar nema tveimur milljónum smálesta. Þrjú þúsund og sex hundruð menn, búsettir í borginni, vinna í þjónustu járnbraut- ar fjelaganna. Breidd strætanna veltur á 33 fet- um og allt upp í 132 fet. Lengd á uppgerðum strætum nemur 330 mílum. 120 mílur þaraf eru steypt eða steinlögð stræti. En á 100 mílum eru tyrfðir grasfletir (baule- vards) milli gangstjettar og akbraut- ar, og er víða plöntuð trjáröð á þeim. Sömuleiðis standa húsin æ- tíð nokkur fet út frá gangstjettinni, svo gera megi einnig grasflöt á þá hlið stjettarinnar, og planta trje til beggja handa. Eru víða í betri hlutum borgariunar slík forsælu- göng á löngum svæðum, og bætir trjáplöntun sú rhjög loptslagið. Sam- anlagðar gangstjettir samsvara 425 rnílurn. Vatnspípna Iagningin á 36 árum, eða síðan borgin hlaut rjett- indi sín, er áætluð 200 mílur. Neð- anjarðar skurðir, pípulagðir eða múrhlaðnir svara 185 mílum. Fasteignir borgarinnar 1890 voru virtar á 18A/2 miljón dollara. Ár- ið 1900 voru þær 25 milljónir. En 1910 námu þær 1571/2 mill- jón dollara, og er það ærinn mun- ur. í borginni eru 23 löggiltir bank- ar og fjörutíu og tvö útibú. Banka- viðskipti árið 1900 námu 106 mill- jónum, en árið 1909 náðu þau 770 milljónum, og eptir tíu mánuðun- um að dæma árið sem leið, ættu viðskiptin að hafa numið allt að 1000 milljónum um nýár í vetur, eða því sem nær tífaldast á síðasta áratug. Þá eru og í borginni 122

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.