Vísir - 14.07.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 14.07.1911, Blaðsíða 2
50 V í S I R Borgarafund hjeldu ýmsir heldri borgarar bæarins á þriðjud.kveld í Bárubúð. Halldóryfirdómari Daníelsson setti fundinn og skýrði frá tilgangi hans, að ræða um staðinn fyrir mynda- styttu Jóns Sigurðssonar. Fundar- stjóri var kosinn Einar Hjörleifsson en skrifari Gunnar Egilsson. Margir töluðu á fundi þessum og voru flestir þeirrar skoðunar að miklu betur færi að hafa niynda- styttuna á Lækjartorgi en á Stjórnar- ráðsblettinum. Tryggvi Gunnarsson sagðist myndi setja styttuna á stjórnarráðs- blettinn hvað sem bæarstjórn og borgarafundur- segði og væri óþarfi að eyða tíma í umræður hjer. Knud Zimsen upplýsti að nefnd- in hefði aldrei ákveðið stjórnarráðs- blettinn, með honum væru aðeins 6 af 18 nefndarmönnurn. Tillaga kom frá fundarboðendum um að skora á nefndina að leita enn til bæarstjórnar um að leyfa að setja myndina á Lækjartorg, en hún var feld en samþykt aftur yfir- lýsing um að hún færi best á Stjórnarráðsblettinum. Húsfyllir var og lauk fundi á 12. tímanum. Raddir almennings. Sundskálinn. Þangað þjóta allir hraustir og tápmiklir menn og konur, nú er sjórinn orðinn 14 gr. heitur og þegar sólin skín á fjörðinn, er hvergi beta að baða sig en við skálann; og við það að fara þangað (sem ekki tekur langan tíma), gerir maður margt sjer líkamlega og andlega til ágætis. Og hugsið um það með ykkur, sem reynt hafið hvort ekki er satt. 1. Það er ágætis göngutúr, (nauð- synleg hreifing fyrir alla, unga og gamla). 2. maður losnar við ryk og óloft borgarinnar þann tímann. 3. Andar að sjer aðeins heilnæmu sjávarlofti. 4. fær ágætis bað í volgum sjó. 5. syndir, og fær þannig hreifirigu fyrir alla vöðva líkamans. 6. losnar við fötin, sem eru óþol- Notið SUNDSKÁLANN andi í miklum hitum, og fær gott sólbað. 7. herðir húðina með að nudda skrokkinn í sólskyninu. 8. getur þannig forðað líkamanum frá mörgum kvillum. 9. Er mörguin sinnum glaðari og betri í skapi eftir sólbaðið en nokkru sinni áður. í augnablikinu man jeg ekki eft- ir fleirum kotsum, sem fylgja þessu ágætis húsi, en jeg vil óska bess að lokum, að ennþá fleiri notuðu sjó- böð og sólböð en nú gera. Stefnir. Amerika ogVestur-íslendingar. Eftir Sigurð Vigfiísson. ----- Frh. Það verður ávalt miklum örð- ugleikum bundið að ryðja sjer braut í ókunnu landi. Þó má svo að orði kveða að þrennir sjálf- stæðisvegir standi opnir fyrir þeim aðkomumanni sem leitar til vestur- byggðanna í Kanada, er hann eigi kost á að velja um. Einn er sá, að gefa sig að fiskveiðum, annar er það, að taka sjer búsetu í kaup- túnum eða borgum, og hinn þriðji er sá, að nema land. Hinir tveir fyrnefndu hafa þann kost, að þar er athvarfs að Jeita fyrir aðkomu- manninn án þess að hann þurfi að leggja í annan kostnað en þann, sem nauðsynlegt lífsviðurværi kref- ur. Slíkir atvinnuvegir verða helst hlutskifti fátæklingsins og fjölskyldu- mannsins, sem ekki eiga ráð á að leggja í aukakostnað. Naumast eru deildar meiningar um það, að búskapurinn verður á margan hátt tryggari og affarasælli en bæjarlífið. En svo ber þess að gæta, að allir geta ekki náð í lönd. Og á búskap einum saman þrífst engin þjóð. Borgarlíf og landbún- aður er hvort upp á annað komið, og fær hvorugt án hins staðist. En sitt er hvoru háttað, og heppnin fer að mestu eftir mönnunum sjálf- um, hvernig þeini tekst að hagnýta sjer kosti beggja. En hvað svosem því líður, mun reyndin rærða sú, að fátæklingum verður oftar fyrst fyrir að leita sjer athvarfs í bæjunum og reyna að safna sjer þar fje og kynnast landsháttum. En taka sig svo heldur upp síðar og leita út á landsbyggðina. Og það einatt allt eins fyrir því, þótt þeim hafi eigi auðnast að rjetta hag sinn. Sjálft stritið, skorturinn og þurrabúðarlífið í bæjunum getur orðið meðal til þess, að skapa kjark og þrótt hjá viðkomanda til að leggja út í örð- ugleika, sem hann áður hryllti við. Frh. Vorið ilmandi. Saga frá Kóreu eftir óþektan höfund. ---- Frh. Þau föðmuðust að skilnaði hún óskaði honuin góðrar ferð- ar og als góðs. Og hann bað hana að láta ekki hugfallast og sagðist koma eins fljótt og sjer væri mögulegt, til þess að sækja hana. Þau settu upp hringi að skiln- aði og hann fór. Tchoun-Hyang settist á fljótsgarðinn og fylgdi honum eftir með augunum og veifaði vasaklútnum sínum og hann snjeri sjer við í sífellu og veifaði á móti, og þegar hann kom að fjallinu sneri hann sjer við í síðasta sinn til þess að senda henni enn eina kveðju, en nú var þjóninum farið að leiðast og bað hann að flýta sjer, en I-Toreng sárbað hann að bíða aðeins eitt augnablik, en það augnablik, ætlaði aldrei að taka enda svo að fór að síga í þjóngarminn svo hann þreif í I-Toreng og dró hann með sjer hinu meginn við hæðina svo hann sá ekki Tchoun-Hyang lengur. »Ó! nú sje jeg hana ekki leng- ur«, hrópaði I-Toreng, »óhræsis fjallið felur hana fyrir mjer. Þó jeg lifi í hundrað ár mun nijer ávalt vera illa við þetta fjall.« Þegar Tchoun-Hyang kom heim tók hún alla fallegu kjól- ana sína ilmvötnin sín og skraut- gripina og læsti niður í kistu og til merkis um að henni byggi sorg í huga gekk hún mjög fá- tæklega til fara. Þjónninn sem hafði fylgt I- Toreng á leið bjóst nú til að snúa heimleiðis aftur, l-Toreng gaf honum peninga að skilnaði og fjekk honum einnig dálitla fjárupphæð sem hann bað hann að færa Tchoun-Hyang og óðar og þjóninn kom til borgarinnar flýtti hann sjer að færa henni peningana. * * * Það leið ekki á löngu áður en nýi mandrininn kom til borgar- innar. Strax og hann kom spurði -♦ ♦

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.