Vísir - 16.07.1911, Blaðsíða 1

Vísir - 16.07.1911, Blaðsíða 1
94 13 Kemurvenjulegaút kl.ll árdegis sunnud. þrjðjud., iniðvd., firntud. ög föstud. 25 blöðin frá 25. júní. kosta: Á skrifst. 50 a. Send út uni land 60 au. — Einst.blöð 3 a. Afgr. áhorninuáHotel Island 1-3 og5-7. Óskað að fá augl. semtímanlegast. Sunnud. 16. júlí 1911. Sól í hádegisstað kl. 12,34‘. Háflóð kl. 8,22' árd. og kl. 8,41‘síðd. Háfjara kl. 2,34‘ síðd. Afmæli. Sigurður Thoroddsen ingeniör. [Flótti Múhameds fráMekku til Medínu 622,byrjartímatal Múhamedstrúarmanna] Póstar á morgun: Ingólfur til og frá Borgarnesi. Ask norður unr land til útlanda. Perwie kemur að sunnan. Veðráiia í dag. Loftvog Hiti '< Vindhraði Veðurlag Reykjavík Isafjörður Blönduós Akureyri Qrímsst. Seyðisfj. Þorshöfn 763,2 765,0 765,7 765,6 730.0 764,9 762,0 + 9,8 +10,0 4- 8,0 -f 9,0 + 8,0 + 8,6 + 8,2 SSA SV N 0 0 0 2 0 3 4 Alsk. Hálfsk Skýað Hálfsk. L.jettsk. Heiðsk. Skýað Skýringar: N = norð- eða norðan, A = aust- eða austan, S = suð- eða sunnan, V = vest- eða vestan. Vindhæð er talin í stigum þannig: 0 = logn, 1 = andvari, 2 = kul, 3 = gola, 4 = kaldi, 5 = stinningsgola, 6= stinningskaldi, 7 = snarpur vindur, 8 = hvassviðri, 9 = stormur, 10 = rok, 11 = ofsaveður, 12 = fárviðri. Ur bænum. 5880 brjef og brjefspjöld settu ferðamennirnir á Cincinnati í póst hjer daginn sem þeir stóðu við. Flora kom kring um land 13. þ. m. með 20—30 farþega. Meðal Jón Björnsson kanpm. með frú, Jón H. ísleifsson cand. polyt,. Páll Bergs- son kaupm. frá Ólafsfirði, Ásgeir Pjetursson kaupm. frá Akureyri, o. fl. Sterling kom á föstudaginn með um 50 farþega: Paul Hermann, Pjetur Jónsson söngvara, Jón Sig- urðssn frá Kallaðarnesi, Guðm. Hlíð- dal verkfr. með fjölskyldu sinni, Jón Stefánsson málari (frá Sauðár- krók), Guðm. Ólafsson cand. juris., Jón Sívertsen verslm., Júlíus Hav- steen stud. juris, Samúel Thorsteins- son stud. polyt., Christensen Iyfsali, hinn nýi eigandi lyfjabúðarinnar, frúrnar Georgia Björnsson og Aal- Hansen, jungfr. Guðríður Jóhanns- dóttir o. fl. Botnia kom í gær. Allmargir farþegar: Ditlev Thomsen, læknarn- ir Gunnlaugur Claessen og Guð- mundur Thoroddsen frá Khöfn. Jón Þórarinsson fræðsulmálastj. og Grímur Jónsson frá Isafirði o. m. fl. tawdx. Akureyri 7. júlí. Veðrátta. Þurkarnir hjer norð- anlands halda áfram, horfurnar með grassprettu vondar, þessa viku vestanátt og hlýindi. Þorskafli á djúpmiðum Eya- fjarðar og Siglufjarðar allgóður. Alt sem fiskast vænt. Sláttur byrjar alment um þessa helgi þótt grasið sje lítið. Ullarverð er nú ákveðið hjer á Akureyri 80 aura pundið gegn vörum og upp í skuldir, og 70 aura gegn per.ingum. Á Suður- landi er verð á hvítri ull 65 aura. Horfurnar með sölu á ull er- lendis alt annað en góðar. Kaup- menn fá þar eigí viðunandi boð livorki á ull eða fisk. »Vesta« er hjer á útleið á áætlunardegi. Það eykur eigi svo lítið’vinsældir Sameinaðafje- lagsins hjer við -land, hve skip þeirra venjulegast fylgja vel áætl- un. (Norðri.) í »GjaIlarhorni« ersagtfráþví 22. f. m. að Guðmundur Friðjóns- son á Sandi hafa á tímabilinu frá páskum til krossmessu í vor ofið 170 álnir vaðmála. »Þetta höfum vjer fyrir líftórunni út við Skjálfanda* bætir skáldið við. Snjóasamt er víða í Þingeyar- sýslu svo að þarhlýturað veraágæt útbeit fyrir sauðfje ef nokkuð má ráða af niðurlagi eftirfarandi setning- ar, sem tekin er úr grein í Gjallar- horni 22. f. m. » Vjer alþýðumennirnir tökum yrkis- efnið upp úr jarðveginum sem vjer heyjum á og snjómun sem vjer beit- urn fjenu á.< V. Gránufjelagið. Aðalfundurþess var haldinn á Akureyri 30. f. m. Var samþykt að reyna að selja eignir fjelagsins þannig að allar skuldir þess borguðust og hlut- hafar fengju 15 kr. fyrir hluta- brjefin. Svo fór um sjóferð þá! Þyngsti hrútur á landinu. Jón. H. Þorbergsson fjárræktar- maður segir svo frá í ferðasögu sinni í Norðra 7. þ. m.: »Á Öngulsstöðum [í Eyafirðij er hrúturinn Þór, sem er þyngst- ur allra hrúta á landinu. Hann er frá Páli Jónssyni þegar hann bjó á Litlu-Tjörnum í Ljósavatns- skarði. Hrútur þessi er og ætt- aður frá Sauðfjárbúi Suður-Þing- eyinga eða frá Sigfúsi Jónssyni á Halldórsstöðum. Þegar Þór var lamb vóg hann 110 pd. v. g. 220 pd. tvæv. 250 ! þrev. 260 pd. En þannig mæld- j ist mjer hann: gildl. aftan við í bóga 48’', hæð á herðakamp og malir 34”, bakbreid 8” lengd mala 13” lengd hriggjar 14” lengd brjóstk. 13”, Þessi hrútur er sá gildasti, hæsti og lengsti hrútur sem eg hefi mælt. En mælt hef jeg hrút sem hefur 9” breitt bak, og er það mikill galli á Þór að hann hefur ekki betra bak.« Notið SUNDSKÁLANN LUNDI er seldur í dag. TÚNGÖTU 6

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.