Vísir - 16.07.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 16.07.1911, Blaðsíða 2
50 V í S I R w Amerika ogVestur-lslendingar. Eftir Sigurð Vigfússon. ------‘ Frh. Af því sem áður er greint er auð- velt að geta sjer til hvernig það hafi atvikast að svo margir íslend- ingar ieituðu sjer bólfestu í hinum unga uppvaxandi bæ Winnipeg, sem þá mun aldrei iðra, því þeir þrífast þar vel og eru í uppgangi miklum. Það má kalla að íslenzkt þjóðlíf hafi vaxið upp með borginni, hafa íslendingar lagt marga hönd að því að byggja hana upp og reist sjer margt minnismark þar. Á fyrstu árum var ekki um mjög auðugan garð að gresja í atvinnuvegum. Helzta athvarfið var skurðavinna, byggingarvinna, verzlun og matsala. Um aldamótin var töluvert farið að greiðast um atvinnuvegi. Skurða- vinna var þá í dvínun meðal landa, og þeir farnir að þoka sjer upp í betri stöður. Einkum beindist hug- ur þeirra að trjesmíði, sem mjög hefirfarið vaxandi síðan. Sumir voru þá einnig farnir að taka byggingar og önnur verk upp á akkorð. Sömu- leiðis að byggja hús á eigin kostn- að og selja þau út. En fáir munu þá hafa stundað skrifstofustörf eða því um líkt. Nú horfir við nokkuð á annan veg. Atvinnugreinir eru orðnar marg- arog víðtækar. Verksmiðjur, verzf- anir og skrifstofur veita þúsundum manns atvinnu. Iðnaðargreinir margs- konar, landsala og umboðsstörf ýmis- konar er athvarf margra. Og ná- lega allsstaðar hafa íslendingar nú smeygt sjer inn, og geta sjer góðan orðstýr fyrir trúmennsku og atorku líkt og til forna. Margir af þeim eru nú komnirígóðar stöður; jafn- vel nokkrir orðnir hálaunaðir. Eins og breyting sú sem borgin hefir tekið á liðnum áratug er stórstíg, þannig hefir og efnahagur íslend- inga rýmkað. Fyrir tíu árum, eða um aldamótin, var sjaldgjæft að líta hús á steinkjallara á þeim svæðum sem íslendingar byggðu þá. Vatns- leiðsla í húsum var ekki mjög al- menn, nje heldur miðstöðvahitun. Salerni og baðherbergi í húsum voru þá og sjaldgæf, og raflýsing mun þá helzt ekki hafa fundist í íslenzku húsi, enda sjaldgæf mjög meðal enskra. Nú er eitthvað öðruvísi um að litast. Færri munu þeir vera íslenzk- ir húsráðendur, er ekki eigi ráðyfir húsum sem hafa flest og öll nýtízku þægindi: miðsöðvahitun, raflýsingu og vatnsleiðslu ásamt baði ogsalerni. En svo er ekki við því að búastað þessi þægindi öll verði tekin án fyrirhafnar. Allir skatlar eru lagðir á fasteignir. Og það eru eigi smá- ar álögur sem húseigandi þarf að greiða fyrir allar umbætur utan húss og innan. Ef ekki hagaði einmitl svo til, að lán fæstætíð, með væg- um og óvægum skilmálum að vísu, en þó ávallt fáanlegt, þá væri eng- in tök á að fátæklingar gætu náð hlutdeild i lífsþægindum þessum. Ekki er rjett að ætla að fjöldinn geti á fáum árum eða með lítilli fyrirhöfn náð sjálfstæði og komist íefni, þótt hann hinsvegar njóti þæginda borgarlífs- ins. Tel eg nærri sanni að ætla verði verkamanninum og handverks- manninum, sem eingöngu lifa á hand- afla sínum, og rænst hafa eptir hús- eign með greindum þægindum, tólf til sextán ár til þess að losa sig úr skuldum og ná fullu sjálfstæði og umráðum yfir eign sinni. Og er ekki full ástæða til að kalla slíkt heldur góðan róður? Frh. Minni fánans. Ræða Bjarna Ásgeirssonar á þjað- hátið Mýramanna 24. júní 1911. Góðir íslendingar! • Það hefir margur maður spurt, og spyr enn — einkum síðan að skrið komst á fánamálið íslenska — hvaða gagn væri í að vera að hugsa um þennan fána, og hviða vit væri í að vera að gjöra það mál að kappsmáli; hvort eigi væri nógann- að og mikilsverða til að deila um, og þar fram eftir götunum. Þessum spurningum er þannig háttað, að þeim verður eigi svarað, án þess að gera sjer nokkura grein fyrir þýðingu fána yfirleitt. Og þess er að Iíkindum heldur eigi vanþörf, því að tæpast þekkja þeir hana vel, sem svona spyrja. Þar sem jeg get búist við, að hjer sjeu staddir ýmsir þeir, sem að meira eða minna Ieyti bera þess- ar spurningar í brjósti, þá langar mig til að athuga þetta ofurlítið, um leið og jeg með nokkrum orð- um minnist íslenska fánans. Flestra þjóða fánar hafa aðallega tvær hliðar, — tvens konar merk- ingu. — Þeir eru fyrst og fremst merki sjerstaks þjóðernis, og í öðru lagi merki sjálfstæðis og fullveldis. Fyrnefnda hliðin snýr aðaliega inn á við, hin síðarnefnda út á við. Þetta er það sem í fæstum orð- um verður um fánasagt, frá sjónar- miði kaldrar skynsemi. En það er nú svo undurlítið af því sem fáni í raun og veru er. Dýpstu rætur hans liggja innan landamerkja tilfinninganna. En þeim verður nú tregt um mál, hjer sem endranær. Og það er alls enginn hægðarleikur fyrir þá að skilja þær til fullnustu, sem aldrei liafa átt fána, og því aldrei þekt þau áhrif, er hann hefur á þá, sem skilja hann til hlítar. En nokkra grein má þó gera sjer fyrir þessu, með því að athuga það, að fánahugmyndin er ofin óaðskil- janlega inn í ættjörð, þjóðerni og tungu hverrar þjóðar. Allt það besta og fegursta í þjóðlífinu, — það sern menn sameiginlega tigna og sameiginlega þrá, — rennur saman í eitt í fánamerkinu. Það er hin sanna ættjarðarást upp máluð og ljóslifandi. Og það er þetta, sem gjörir fánann jafn hjartfólginn sem hann er hverri þjóð, sem á annað borð lætur sjer eigii standa algjörlega á sama um sjálfa sig. Og þetta verður efalaust einnig gildi lians hjer á landi, þegar hann er fyllilega kominn- inn í meðvit- und þjóðarinnar. En eins-og allir vita,~eigumi vjer íslendingar ekki vorn fána að öllu leyti enn. Það vantar aðra hliðina,—- sjálfstæðis- og fullveldishliðina. En um hana ætlaði jeg eigi að tala nú. Það 'eru þegar orðnar skiftar skoðanir’"stjórnmáIamanlia,r hversu mikla eða litla áherslu~skuli á hana leggja. Deili “ þeir um það, hjer á það eigi við. Það er aðallega hin lúiðin, sem jeg vildi minnast á. Þar stöndum vjer miklu betur að vígi. Oss vantar ekkert sem til þess þarf, að geta með góðri samvisku og allri einurð dregið fána vorn í fulla stöng, sem þjóðar- og þjóð- ernismerki. Um það geta tæpast orðið skiftar skoðanir. Vjer eigum sjerstakt land, sjerstakt mál og sjer- stakt þjóðerni, og alt þetta liefur reynst töluvert Iífseigt á liðnum öldum, og vonandi, að það verði eins á ókomnum. Og þar sem vjer eigum vort sjer- staka merkitilað tákna alt þettameð, og það svo'snildarlega dregið út úr íslensku útsýni og íslensku lands- lagi, að betur verður tæpast á kosið, þá sje jeg eigi betur, en að það sje siðferðisleg skylda hvers fs/endings, sem ann landi sínu og þjóðerni, og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.