Vísir - 18.07.1911, Blaðsíða 1
95
14
Kemurvenjulegaút kl. 11 árdegis sunnud.
þrjðjud., iniðvd., fimtud. og föstud.
Þriðjud. 18. júlí 1911.
Sól í hádegisstað kl. 12,34'.
Háflóð kl. 9,38' árd. og kl. 10,4'síðd.
Háfjara kl. 3,50' síðd.
Póstar f dag.
Sterling fer til Stykkishólms.
Póstar á morgun:
Botnía fer til útlanda kl. 6 síöd.
Þingvallavagn fer kl. 9 árd.
Hafnarfjarðarpósturkemurkl. 12 fer 4.
Álftauespóstur kemur og fer.
Veðrátta í dag.
g5
o
Reykjavík 759,0
Isafjörður 763,9
Blönduós 762,9
Akureyri 760,8
Grímsst. 724.0
Seyöisfj. 758,1
Þórshöfn | 753,0
•¦a
4- 6,0
-t- 5,0
-1- 4,4
4-4,5
H- 2,8
-t- 7,5
+ 3,0
N
NA
N
NNV
N
ANA
xB (50
tS c«
J3 c
G
> >
4 Alsk.
5 ¦Skýaö
3 Alsk.
4 iÞoka
4 lAlsk.
0 Alsk.
7 ISkýað
Skýrlngar:
N = norð- eða norðan, A == aust- eða
austan, S = suð- eða sunnan, V = vest-
eða vestan.
Vindhæð er talin í stigum þannig :
0 = Iogn, 1 = andvari, 2 = kul, 3 =
go!a, 4 = kaldi, 5 = stinningsgola, 6=
stinningskaldi, 7 = snarpur vindur, 8 =
hvassviðri, 9 = stormur, 10 = rok, 11 =
ofsaveður, 12 = fárviðri.
Aldarafmæli forseta hjá
Vesturíslendiíigum.
Samkoma sú, sem klúbburinn
Helgi magri hafði efnt til íminn-
ingu um hundrað ára afmæli Jóns
Sigurðssonar, og sem haldin var í
Goodtemplara-húsinu í Winni-
peg —fór vel fram og myndar-
lega. Var húsfyllir, svo sumirurðu
frá að hverfa sem komu.
Samkomuna setti formaðurfor-
stöðunefndarinnar, Ólafur S.Thor-
geirsson, með stuttri tölu. Þá Ijek
hljómleikaflokkur Th. Johtjsons
fiðluleikara nokkur lög, sem tók-
ust mjög vel, sjerstaklega vöggu-
Ijóðjóns Friðfinnssonar. Þvínæst
var sungið. Þeir, sem ræður fluttu
á samkomunni, voru: Dr. Jón
Bjarnason og sjera Lárus Thor-
arensen, báðir fyrir minni Jóns
Sigurðssonar, og prófessor Run.
Marteinsson fyrir minni íslands.
25 blöðin frá25. júní. kosta: Á skrifst. 50a.
Send út um land 60 au. — Einst. blóð 3 a.
Fyrstur ræðumanna var dr. Jón
Bjarnason. Flutti hann langt er-
indi og fróðlegt um Jón Sigurðs-
son og starfsemi hans. Einnig las
hann upp ávarp, er minnis-
varða-samskotanefndin hjer vestra
hafði sent heim með samskota-
fjenu. Að ræðunni lokinni var
lesið upp kvæði fyrir minni Jóns
Sigurðssonar, er sjera Lárus Thor-
arensen hafði ort, ogannaðkvæði
eftir Stephan O. Stephansson.
Fyrir hinu sama minni var sungið
af Gísla Jónssyni prentara, ogvar
gerður að sóng hans hinn besti
rómur.
Næstur ræðumanna var próf-
essor Runólfur Marteinsson; flutti
hann skörulega ræðu fyrir minni
Islands, hápólítíska ræðu með
köflum; hallaðist að skilnaði ís-
lands frá Danmörku og vildi, að
Vestur-íslendingar styddu að því
eftir mætti. Vildi hann alfrjálsa
þjóð í alfrjálsu landi. Einnig
átaldi hann alvarlega, hversu ís-
lensku þjóðerni væri á glæ kast-
að hjer meðal Vestur-íslendinga.
Skoraði hann á landann,að varð-
veita þessa dýrmæta erfðagjöf.
Þeir hefðu fulla ástæðu að veru
Islendingar. Að þessari ræðu var
gerður hinn besti rómur. Þá
voru kvæði sungin, meðal ann-
ara eitt fyrir minni Jóns Sigurðs-
sonar, er Þorst. Þ. Þorsteinsson
hafði ort.
Síðastur ræðumanna var sjera
Lárus Thorarensen. Flutti hann
aðra minningarræðuna um Jón
Sigurðsson. Var hún vel flutt,
skáldleg og hrífandi, og hlaut
alment lof áheyrendanna. Upp-
runalega var ætlast til, að Baldur
Sveinsson, meðritstjóri Lögbergs,
hjeldi hina aðra minningarræðu,
en er það fórst fyrir, var sjera
Lárus fenginn. Að þessari ræðu
lokinni voru lesin upp þrjú kvæði
fyrir minni Jóns forseta eftir Sig.
Júl. Jóhannesson, Magniís Mark-
ússon og Guttorm J. Guttorms-
Afgr. áhorninuáHotel Island 1-3 og5-7.
Oskað að fá augl. sem tímanlegast.
LUNDI
er seldur í dag. TÚNGÖTU 6
son. Og í samkomulok sungu
allir »Eldgamla fsafold«.
Samkomusalurinn var skrýddur
íslenska fánanum og fálkanum og
feldur mikill blasti við áheyrend-
unum með mynd Jóns Sigurðs-
sonar í miðju, blómum prýddri.
Á feldinum var letrað, fyrir ofan
myndina: »Óskabarn íslands,
sómi þess, sverð og skjöldur«,
en fyrir neðan myndina: »Jón
Sigurðsson 1811 —17.júní—1911«;
og myndir af sverði, skildi, lár-
viðarsveig.—Hafði Friðrik Sveins-
son málað feldinn.
Samkoman fór vel fram og
var hin besta og á Helgi magri
þökk og heiður skilið fyrir að
hafa stofnað til hennar og stað-
ið einn straum af kostnaðinum.
Kvæðin, sem ort voru fyrir
minni Jóns Sigurðssonar, eru
birt á öðrum stað í þessu blaði.
(Eftir »HeimskringIu«.)
Ur bænum.
Flóra fór á sunnudaginn kring
umlandogtilútlandaogmeð henni
fjöldi fólks (um 80). Pil Patreks-
fjarðar Þórarinn B. Þorláksson
málari að mála þar vestra um
stund. Til ísafjarðar Sigfús Ein-
arsson, söngkennari með frú, að
halda þar söngskemtun og 01.
Jónsson myndamótasmiður. Til
Akureyrar landlæknisfrú Þ. Jón-
assen, Jón Stefánsson málari af
Sauðárkrók, Guðm. Sveinbjörns-
son cand. jur., ungfrú Elín Matt-
híasdóttir og Jakob Möller banka-
ritari ásmt frú. Til Húsavíkur
F.ggert Claessen með frú til
skemtiferðar um Þingeyarsýslur
(Mývatn, Dettifoss, Ásbyrgi).
Notið SUNDSKÁLANN