Vísir - 18.07.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 18.07.1911, Blaðsíða 2
54 V í S I R s 1— ö ni Jói ís Sigurðsí 'inrtíVVJ <i) Kvæði, flutt á Aldarafmæli jUilClI hans, 17.júni 1911, í Winnipeg. fóftkkar gæfu-mesta mann >g[x metum við nú hann sem vann þjóð, sem átti ekkert vald, ádrátt launa, tign nje gjald. Sögu hennar, lög og lönd leitaði uppi í trölla-hönd. Tók frá borði æðstan auð: Ástir hennar fyrir brauð. Honum juku þrautir þrek, þrekið sem að aldrei vjek. Hans það var að voga bratt, vita rjett og kenna satt. Miklar Jón vorn Sigurðsson sjerhver fullnægð þjóðar-von. Hann svo stakur, sterkur, hár stækkar við hver hundrað ár. Dýran hjör og hreinan skjöld Hjer er að vinna á hverri öld, hans sem aldrei undan vjek eða tveimur skjöldum Ijek. Bjóðist einhver okkur hjá ástsæld hans og tign að ná holla vild og mátt þess manns mælum nú á varðann hans. Sá skal hljóta í metum manns mildings-nafn síns föðurlands, sem því keypti frelsið, fjeð fátækt sinni og stríði með. ísland lætur svanna og svein seeja við hans bautastein; þessi styttan okkar er eini konungs-varðinn hjer. Stephan G. Stephansson. Æ^ótt hugi vora eitt og annað skilji dfp og hver einn sinni skoðun kjósi vörn, á þessum degi sátt og sumúð ylji með sigurvon hin dreifðu Snælands börn; I dag þeim hvísli lofts og lagar öldur þess Ijúflings nafni’, er veki gleðitár, því hann var »íslands sómi, sverð og skjöldur* og sögu vorrar ljós í hundrað ár. Og þótt vjer höfum leitað ýmsra landa, er lífs vors dýrsta hundrað ára gjöf að drottinn megi’ leiða’ oss öll í anda, vor fslands besti son, að þinni gröf, og kenna’ oss þar að lesa lífsbók þína og læra það hve hún var sönn og trú; hve beint og skýrt var letruð sjerhver lína, hve Ijóst og einart flest er skráðir þú. Og hverjum þeim, sem þorir fjötra’ að saxa af þreyttum lýð, er vanabundinn stóð, ei fjaðrir aðeins, heldur vængir vaxa, hans vængjaþytur skapar fleyga þjóð. Þá brestur síst, um sigur þinn er deila og sögu þína skýra’ á ýmsan veg, en allur fjöldinn á svo þröngan heila, þar ekkert rúmast nema lítið »jeg«. Ef þú átt nokkur áhrif oss til handa, í æðra heimi feldu blóðug tár og bið þess guð, að gefa’ oss stóran anda með gæfu þína’ í næstu hundrað ár. Sig. JúL Jóhannesson. ;T=j,ar sem, bláan inn við Arnarfjörðinn, 3$ ölduhljóðin fjalla-dísir þagga, þar sem sveipast sumar-gróin jörðin sólhjúp — þar var óskabarnsins vagga. Snemma vildi iðja sveinnin ungi; út á djúp í stormi vildi’ hann róa; þó að skylli’ á bátnum brimsins þungi, brast ei þrek nje formenskuna nóga. Og með vöskum, öðrum, íslands sonum, ættjörð síðar bjó hann flest í haginn; sá hann rætast sumt af æsku-vonum seinna — þegar leið á æfidaginn. Oömul valdstjórn ginna vildi og svíkja, greip þá merkið vörður sinnar þjóðar — frelsismerkið — vildi’ hann hann aldrei víkja, — vörðinn studdi heilladísir góðar. Merkisberinn, mest er reyndist hættan, málsnjall stefndi fremst af landsins sonum; fjekk þá ísland fornan skaða bættan; fengu’ ei Danir sigurinn af honum. — Geymir ættjörð, löngu und leiði falinn, leiðtogann, sem þjóðin sífelt grætur; mögur íslands mun hann bestur talinn, meðan ljóma bjartar júní-nætur. Væri þörf, að elskuð ættarjörðin ætti jafnan marga þína líka; lengi tvístruð, hirðislausa hjörðin harmar afreksmennið trygðar-ríka. Gegnum þref og arg, á seinni árum, öll — í þoku frelsis-ljósin skína; hefur margur minnst þín þá — með tárum, — margan vantað leiðsögnina þína. Er danskan hnút með lotning litu aðrir, að Ieysa, höggva þjer í eðli bjó; í erfðavængi hlaust þú fáar fjaðrir, en flugið var þín æðsta löngun þó. Bjó þjer innst í hræsnislausu hjarta hrein og dáðrík ást til landsins forna. — Ur augum skein og yfirsvipnum bjarta undir-djúpa sálin himinborna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.