Vísir - 18.07.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 18.07.1911, Blaðsíða 3
V í S 1 R 55 Fús þú vildir æ með lipurð laga lýðsins mein, og fræddir gamla’ og unga; minnug þjóðin man þig alla daga, meðan lifir Saga og feðra tunga. Pú, sem fyrir öld varst ættjörð borinn óskasonur, þjóð til vegs og frama, nú, við löngu enduð æfi-sporin, andans ljómar myndin þín hin sama. Tökum glaðir, fjarri fósturlandi, fegins-þátt í minning þinni — heima. — Vina-landið verndi drottins andi! — Vart mun ísland barni sínu gleyma. L. Th. Minning þín er hjartkær hulin harmi og gleði í dag. Ósk og von þín enn er dulin undir Landans hag. þreyta og raunir rista enni rúnum böls á lýð. þjóð vor engin ofur-menni elur nú á tíð. Þú varst ítur, yndis-prúður öðling landsins vors. íslands vordís var þín brúður vakin upp til þors. Og er sumur sælli tíða sækja börn vor heim, nafnið þitt í lofstír lýða lifir æðst hjá þeim. iið hundrað ára sögu sól í heiði f.a) nú saman falla álfur tvær í dag, að krýna minning látins vinar leiði er lyfti sinnar fósturjarðar hag, Frá Heklustóli strengir endurhljóma þá stund er gildir höldar sátu þing, á sagna spaldi sigurrúnir ljóma með sveig um landsins hæsta þjóðmæring. Þjóðar vorrar bjarti Baldur, blessist æ þín mál, Helgist nú um allan aldur íslands hverri sál. Vaki æ þín vonarstjarna vorum himni á. Vertu íslands ungu barna eilíf framsókn há. Vor lýðmæringur, þakkir þúsundfaldar, að þú varst landsins skjöldur, sverð og hlíf, í aftanroðans rúnum heillar aldar, með reginstöfum skýrt er alt þitt líf, þú stóðst á verði, vermdir .þjóðar hjarta, og vaktir sögu ódauðleikans mál, á hjarn og myrkur brosti frelsið bjarta, þá beitt úr sliðrum hófstu andans stál. Já margur hefur lifað þjóð og landi, til láns og frama borið sverð og skjöld, en þitt er hólmans hjálpráð ógleymandi, í heiðri skína dagsins verkagjöld. Hver íslensk taug er blönduð þínu blóði, sem bogar gegnum eldsins raun og hjarn, þar glóir perla sönn í tímans sjóði, er sýnir niðjum landsins óska barn. Af þökk og lotning lýðsins hugur brennur og lofar daginn, sem oss gaf þig, Jón, frá álfum tveimur óður saman rennur, því eitt er blóðið, sama móður frón, þín helga minning bendi hverju barni að bera merkið, víkja aldrei hót, þá gróa blóm er breiða lauf á hjarni með bros og yl frá landsins hjarta rót. M. Markússon. Porsteinn Þ. Porsteinsson. xfTÍJð botni vjer drekkum vor heiðskygndu horn •oífi; og helgað er Jóni það fullið, í spekinginn engan nje spámanninn vorn var spunnið eins dásamlegt gullið, og aldrei var haldið um hann eins og skaft á höggvopni' í óspekta flani, og Jón gat án bilbuga hugrekki haft að horfast í augu við Dani. En nú eru skörðuð vor skörpustu sverð og skildirnir óhæfir næstum, og ekki er lierliðið færara’ í ferð, þótt fötunum klæðist það glæstum, því langt fram í ætt hafa ölmusur sýkt vort eðli, í hóp vorra rauna, svo nóg er að hafa að nafninu ríkt og notið í rósemi launa. En viðreisnar deginum örlar nú á: oss öllum ber saman í dómi, Og fyrst er að opna sín augnalok, sjá, hvað öðrum er lifandi sómi. Og vjer megum telja til fagnaðar fremd að finnum vjer það sem er göfugt og vitum, að falin í verkum er hefnd, sem vinnum í gáleysi öfugt. fein er íslands sól að hækka, sem rann upp með þjer, sjálfstæðið vort seint að stækka, sem þitt nafnið ber. Innan jafnt sem utan þinga er þín hugsjón bæld, Frelsis-»úttekt« íslendinga enn í spæni mæld. Og hafið vjer getum vors heimalands völd — svo hollráðir orðið og snjallir, því sóma vors ættarlands, sverð þess og skjöld Jón Sigurðsson þekkjum vjer allir. Þótt klöppuð úr marmara myndin hans sje, hún myrkvast, sem augnabliks leiftur, ef skjöldurinn ekki’ er í skóla vorn — nje í skóla vors alþingis greyptur. Gnttormur J. Guttormsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.