Vísir - 19.07.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 19.07.1911, Blaðsíða 2
58 V í S I R Amerika og Vestur-íslendmgar. Eftir Sigurð Vigfússon. ------ Frh. Það er kunnugra én frá þurfi að segja að námsmenn íslenzkir hafa getið sjer góðan orðstýr þar vestra, til stórsónia fyrir þjóð sína og ætt- jörð. Sú var tíðin að mjög var Iitið niður á íslcndinga af þarlend- um mönnum. Þótti þá sjálfsagtað skoða þessa menn frá ísiandinu sem einskonar skrælingja erbyggju heima fyrlr í snjóhúsum á vetrum. Nafn- ið á vorri kæru fósturjörð gjörir sem sje- slíkt að verkum. Jafnvel enn í dag eldir eptir af hugmynd þessari. Á leiðinni yfir hafið íhaust leið, innti einn samferðamannanna blátt áfram að þessari snjókofa íbúð. Eg vona mjer verði naumast láð, þótt jeg segi að móður minn hafi sollið nægilega til þess að örfa upp andagiftina og knýja fram þær litlu ensku-byrgðir sem jeg átti ráö á, til þess að lýsa fyrir honum eyunni mæru á útjaðri hins bygða umheims Svo mikið fæ jeg sagt mjer til hróss, að ræða mín hreif. Aumingja maðurinn sat sem þrumulostinn und- ir Iestrinum, hálf sneypulegur, að því er sýndist, og mælti að síðustu með mestu hógværð: »Ja, það gjör- ir nafnið.U Já víst gjörir nafnið það. Það er gamla spurningin »Getur nokkuð gott komið frá Nazaret?« — endurtekin. En um- heimurinn er nú farinn að viður- kenna að eyjan afskekkta og lítils- virta kann að ala upp hrausta drengi og ötula. Glymja þráfaldlega vestra lofræður um íslendinga, að þeir sjeu beztu innflytjendurnir. Og skólanemendur íslenzkir eiga máske einna mestan þáttinn í því að skapa þann orðróm. Flestum mun kunn- ugt að þeir hafa, einkum á síðari i árum, hlotið hæstu virðingar og einkunnir, sem skólar þar eiga ráð á. Og innlendir standa þeim eigi á sporði. í stjórnmálum vestra taka íslend- ingar fullkomlega sinn þátt. Skipt- ast þeir þar aðallega í tvo flokka: frelsismnn (liberals) og íhaldsmenn (conservatives). »Lögberg« erflokks- blaðfreisismanna, en »Heimskringla« flokksblað íhaldsmanna. Eru opt og tíðum harðar skærur með flokkum þessum. Kanada öll hefir um Ianga hríð lotið frelsismönnum, en Manitoba fylki íhaldsmönnum. Ódæmt skal látið af minni hendi milli flokka þessara. Strax og jeg kom vestur, komu mjer þessar flokksstefnur fyr- ir sem óhjákvæmilegír iiðir í þjóð- fjelaginu, á líkan hátt og Ióðið og hengillinn í stundaklukkunni. Lóð- ið er rekaflið sem hrindir sigurverk- inu áfram. Hengillinn er íhalds- aflið, sem temprar ganginn, svo alt fari með feidu. Ef hvorir tveggja flokkarnir gættu að framfylgja sam- vizkusamlega og í bróðerni stefnu- skrá sinni með hag þjóðarinnar einnar fyrir augum, þá færi vel. Jón Sigurðsson Kafli úr ræöu sr. Fr. Friðrikssonar í K. F. U. M. í tilefni aldarafmælisins. Nú eru svo alvarlegir tímar að eng- in launung má á því liggja. — Vjer erum að minnast þess manns, sem um Iangan tíma var Ieiðtogi þjóðar- innar og beindi viljum manna að föstu marki og rjeði nær því sem einvaldur yfir ölduföllum framsóknar- i baráttunnar. Hann er kallaður mörg- ! um veglegum nöfnum, því óska- i barn á sjer mörg heiti. Hann er j meðal annars kallaður »forsetinn j miklu, af því að hann skipaði | öndveigi í öllum stórmálum þjóðar- innar á sínum tíma. Margir menn fylgdu honum og gerðu hans vilja að sínum vilja og mýmargir komu sjálfviljugir til þess að taka þátt í baráttunni með honuni, þess vegna var svo mikið ágengt. Vjer þökk- um guði fyrir forystu þessa manns og fyrir sjálfboðalið hans, þökkum guði, er vjer njótum ávaxtanna af Iífi og starfsemi þessara manna þjóð- inni til viðreisnar. En ættum vjer þá ekki líka að biðja þess og óska, að brátt mætti rísa upp einhver nýr »Jón Sigurðsson« til þess að setjast við stýrið? En er vjer nú óskum þessa, kem- ur þá ekki nýtt alvörumál og nýtt áhyggjuefni fram í hug vorn? Setjum nú svo, að guð uppvekti oss annan eins mann, mann með afarmiklum hæfileikuni, ósjerplægni, vitsmunum og viljaþreki, mann, sem í alla staði væri sjálfkjörinn til þess að veita málum vorum forystu. Mjer ógnar nærri því við að hugsa um örlög þess manns, ef þjóðlíf vort heldur áfram á sama hátt og það hefur haldið áfram um nokkurt skeið. — Jeg sje þenna mikla mann í anda. Hann hugsar ekkert um sinn eiginn hag, ekkert um það, hvort öðrum líki betur eða ver, slær aldrei af því, sem hann hyggur satt og rjett, togar ekki rjett- inn til ágóða fyrir sinn flokk, þræðir leið sína beint, heimtar talcmarka- lausa fylgd, hlýðni og fórnsemi af mönnum sínum og hallar aldrei rjettu máli vegna fylgis eða ir.ót- þróa. Jeg er svo hræddur um, að þunnskipað yrði í kringum slíkan mann, að þjóðin ekki kæmi sjálf- viljuglega til hans, heldur snerist á móti honum. Þjóðmálaskúmarnir myndu naga hann, sjálfbyrginarnir hata hann, hinir ungu, uppþenibdu frelsishanar gala að honum, af því að liann vildi ekki tala eins og þeim Ijeti í eyrum. Oflátungar og siðspiltir menn myndu fælast hann, af því að í lífi hans og stefnu ríkti óbeygjanlegt rjettlæti og siðvendni við sjálfan sig og aðra; sjálfshagsf'sk- arar mundu snúast á móti honum, af því að þeir gætu ekki makað króka sína undir stjórn hans. Gætni hans yrði kölluð ragmenska og dáð- leysi, vandvirkni hans ómennska, stefnufesta hans þrákelkni og stjórn- semi hans ráðríki og harðstjórn; »af sínum yrði hann svikinn, af sínum, einmitt þeim, á sannleikurinn annars að vænta hjer í heimi?« Það væri ekkert líklegra, en að slíkur maður yrði svo að segja sundurtættur á sál og líkama, yrði að falla fyrir ofureflinu og hinar miklu og fögru hugsjónir hans kæmust ekki í fram- kvæmd. Að slík örlög og málalok fyrir einhvern jafnoka Jóns Sigurðssonar, sem guð kann að senda oss, sjeu hugsanleg, getur ekki dulist þeim, sem með óblektum augum virðir fyrir sjer þjóðlíf vort, eins og það er nú að verða, virðir fyrir sjer hið vaxandi taumlausa sjálfræði, sem stöðugt er að þróast, virðir fyrir sjer virðingarleysið og Iotningarleysið fyrir því sem er göfugt og gott, virðir fyrir sjer stórmennskubrag gortara og lítilmenna og óvitahjal æstra unglinga og æði þjóðmála- skúmanna, sem blindir gerast blindra leiðtogar. Siglufjöröur, Nl. Norskur síldarútvegsmaður, Bakkevig að nafni, sem um nokkur ár hefir rekið síldveiði af Siglufirði, er og að setja upp litla síldarvinsluverksmiðju í hús- um sínum í kauptúninu, á hún að vera svo fullkomin, að hún geti bæði fengið hreint Iýsi úr síldinni, og þurkað hana svo og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.