Vísir - 19.07.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 19.07.1911, Blaðsíða 3
V í S 1 R 59 gert hana að fóðurmjöli. Verk- stjóri hans sagði mjer, að íþeirri verksmiðju mundi mega vinna úr 60 tunnum á dag. Sagði hann mjer, að vandameira væri að vinna úr nýrri síld en saltaðri. Auk þessara tveggja verksmiðja til síldarvinslu, sem lijer er skýrt frá, er norskt fjelag með pen- ingum frá Bergen að setja upp síldarvinsluverksmiðju mikla í stóru skipi, sem ætlar að taka á móti síldinni í veiðiskipunum út á hafi, ogvinnahana þar. Danskt fjelag er og að koma upp slíkri fljótandi verksmiðju, en í miklu minni stíl. Norðmenn segja, að það sje enginn vandi að fá markað er- Iendis fyrir síldarfóðurmjöl og áburðarmjöl. F.n þá kemur jafn- framt til álíta, hvort vjer Islend- ingar mundum ekki hafa hag af því að kaupa þessa vöru. Það er eigi lítið, sem keypt er af korn- vöru til gripafóðurs hjer á landi, og það verður hjer dýrara en erlendis sakir flutnings. Síldar- fóðurmjöl, sem framleitt væri hjer á landi, ætti fremur að verða ódýrara hjer norðanlands en er- lendis. Sje þessi vara eftirsótt erlendis, ætti hún að geta orðið notadrjúg hjer, þar sem alt kraft- fóður handa búfje er innflutt, og hjer því dýrara en erlendis, nema ef til vill hvalmjöl, en kraftfóður telja margir nauðsynlegt handa gripum einkum með Ijettu eða hröktu heyi. Pessar verksmiðjustofnanir gera því fyrst og fremst það gagn, að innleiða framleiðslu á útgengi- legum varningi, sem unnin er úr hrávöru, sem venjulegast er verð- laus (því slíkar verksmiðjur geta unnið úr síldinni, þótt hún sje ekki hæf til útflutnings) og í öðru lagi að framleiða vörur, sem allar líkur eru til að verði nothæfar og notadrjúgar í landinu til efl- ingar kvíkfjárræktinni. Satna er að segja um áburðar- efnið, sem verksmiðjur þessar ætla að framleiða, líklega mest úr fiskbeinum; það er eigi ólík- legt að nokkuð yrði notað af því hjer á landi, og sumir fengju það til að ljetta fyrir sjer grasrækt og garðrækt. Borgi það sig fyrir Norðmenn að kaupa slíkáburðar- efni til jarðyrkju, á það eins að geta borgað sig fyrir íslendinga þegar þá skortir áburð. Það er rúmgott kaupstaðar- stæði á Siglufjarðareyri, og fallegt þar á sumrum, en á einu hefur þar verið tilfinnanlegur skortur, á góðu neysluvatni. Nú eru þeir að leggja vandaða vatnsleiðslu ofan úr fjalli, sem áætlað er að kosti 12000 kr., taka þeir vatnið úr uppsprettulind,er aldrei þrýtur. Er þetta hið þarfasta fyrirtæki fyrir kauptúnið, og auðsær hagn- aður að selja þeim mörgu skip- um vatn, sem þar koma eða haf- ast við á sumrum. Landbúnaður og túnrækt hefir litlum framförum tekið á Siglu- firði, hugir fjarðarbúa hafa stefnt út á sjóinn. Sauðfje er vænt í firðinum og sumstaðar Ijett á fóðrum, t. d. á Siglunesi. Mjólk er dýr á Siglufirði og fæst eigi- Pegar þar ofan á hefur nú bætst skortur á góðu vatni, þarf engan að undra, þótt Siglfirðingar og aðrir er vinna þar á sumrum,oft nótt og dag, erfiða vinnu við síldina, drekki drjúgum hið Ijúf- fenga norska c!, sc;m hægt er einhvernveginn að fá þar á sumrum. Pykir það bæði hress- andi og svalandi, og svo úr garði gert, að það skemmist ekki þótt geymt sje í vikur og mán- uðl, eins og nauðsynlegt er. Bót er það í máli, að vatns- Ieiðslan kemst á í sumar, ef að- flutningsbannið færi að amast við ölinu þeirra fyrir þá einu sök, að það skemmist eigi þótt það geymis nokkrar vikur. Norðrí. Eftirfarandi kafli fjell úr prent- un í fyrri hluta þessarar greinar (93. tbl.). Hann á að vera milli 3. og 4. blaðsíðu: á breidd, tvílyft og með háu porti. A verksmiðja þessi að vera hin fullkomnasta og mun kosta fram undir hálfa miljón króna með öllum útbúnaði. Evanger heitir sá, er fyrir þessu fyrirtækí stend- ur, og er ungur Norðmaður. Alt fjeð, sem til þessa verður varið, er frá útlöndum, og standa Norð- menn fyrir þessari verksmiðju- stofnun. Tefja mun það fyrir að Noiið SUNDSKÁLANN Útgfefandi: EINAR OUNNARSSON cand. phil. PRENTSMIÐJA D. ÖSTLUNDS. Vorið ilmandi, Saga frá Kóreu eftir ó þ e k t a n höfund. ----- Frh. Ef konungurinn í Kóreu væri rek- inn frá völdum og ríkisþjófur sett- ist í hásæti hans munduð þjer þá svíkja hann og þjóna hinum nýja valdboða. Nú varð mandaríninn hamslaus af reiði. »í fangelsi undireins« skipaði liann. Og þjónarnirfóru með hana þangað. í fangelsinu voru dagarnir langir og Tchoun-Hyang var svo hrygg í huga að hún neytti varla matar — en hugsaði ávalt um I- Toreng. * * * Meðan þessu fór fram kom I Toreng til höfuðborgarinnar ogfór að lesa í ákafa í von um að ljúka fljótlega prófum sínum og komast aftur til Tchoun-Hyang. Loks 'rann upp sá dagur að I- Toreng gekk undir próf hon m gekk ágætlega og var efstur af öllum og þegar konungurinn, sem unni hon- um mikið, óskaði honum til ham- ingju mælti hann við hann um leið. »Hvers vilt þú biðja mig, jeg veiti þjer það sem þú biður um. Viltu verða mandaríni eða landstjóri? Jeg óska mjer helst að verða kon- ungl. sendiherra«, mælti I-Toreng. Konungurinn fjekk honum því næst innsigli sitt og skrautleg klæði, sem hæfðu stöðu hans, og I-Toreng kvaddi foreldra sína og lagði af stað. Straks þegar hann lagði afstað bjóst liann dularklæðum og var hann og allir þjónar hans í betlaragerfi. Þann- ig búinn ferðaðist hann um landið og ekki leið á löngu áðuren hann kom í nágrenni Natn-Hyangs. Hann stansaði þar í litlu þorpi hjá jarð- yrkjut.iönnum setn voru að syngja ættjarðarsöngva við vinnu sína. Þeir mæltu á þessa Ieið. Frh. *) í Kóreu hafa konungl. sendiherrar tnikið vald þeir hafa innsigli konungs, hafa vakandi auga á stjórn mandarín- anna og hegna þeitn ef þeir finna þá er sjálfsagt að setja í Vísi, & þær eiga að útbreiðast vel þær eiga að útbreiðast fljóit þær eiga að lesast alment

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.